Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 115

Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 115
113 Þessi fundur er í hugum margra Drangsnesinga stærsti viðburður í sögu þorpsins. Það er hægur leikur að sjá fyrir sér heita vatnið taka að fossa upp úr jörðinni á Drangsnesi, en aðdragandinn að þessum merka fundi er þó flóknari en svo þó margt minni á lyga- sögu þegar hann er rakinn. Allt hófst þetta þann 21. desember árið 1995 þegar kaldavatns- leiðsla sem kemur úr Bæjarvötnunum, í um sex km fjarlægð frá Drangsnesi, fraus.2 Þessi leiðsla gegndi mikilvægu hlutverki því úr henni fékkst hluti af því vatni sem notað var á Drangsnesi og það sem hafði enn afdrifaríkari áhrif á líf þorpsbúa; hún veitti köldu vatni á rækjupillunarvélarnar í rækjuverksmiðjunni sem þá var starfrækt á Drangsnesi og stór hluti þorpsbúa starfaði við. Vinnslan var í hættu og eins og Óskar Torfason, hitaveitustjóri og framkvæmdastjóri í fiskvinnslunni Drangi, orðaði það í grein sinni „Hitaveita Drangsness 20 ára – Að sjá draumana rætast“. Voru nú góð ráð dýr og því var brugðið á það ráð þann 4. janúar 1996 að fá bor frá Jarðborunum til Drangsness. Ætlunin var að bora eftir sjó sem síðan yrði dælt upp og hann notaður á pillun- arvélarnar. Sami bor var nýttur til þess að bora hundrað metra djúpa holu við frystihúsið ef þar skyldi finnast kalt vatn. Leitin að kalda vatninu á þessari ögurstundu bar ekki árangur en hún leiddi svo sannarlega til happs fyrir Drangsnesinga því nú þótti öruggt að nægilega heitt vatn væri á staðnum til þess að hægt væri að hefja markvissa leit að því. Í stuttu máli bar leitin árangur og jarðvarmi fannst. Nú tóku við fleiri boranir og heilmikil vinna sem setti auðvitað svip á litla þorpið við Steingrímsfjörð. Árið 1997 samdi sveitarfélagið við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hf. á Selfossi um að hafa umsjón með borunum. Jonný Símonarson starfaði sem borstjóri og komu fleiri menn að verk- inu, m.a. Kristján Sæmundsson jarðfræðingur. Ellefu holur voru boraðar á Drangsnesi eftir að fyrrnefndar boranir eftir köldu vatni bentu til þess að í innan við 500 metra fjarlægð frá borhol- unni væri heitt vatn að finna. Meira en tólf þúsund ára gamalt heitt vatn hóf að fossa upp í miðju þorpi eftir að starfsmenn Ræktunarsambandsins komu niður á æð af heitu vatni sem gaf 2 Sjá t.d. grein Óskars Torfasonar, „Hitaveita Drangsness 20 ára – að sjá draumana rætast“ sem birtist í sýningarskrá sýningarinnar Þegar vatnið fraus sumarið 2017.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.