Strandapósturinn - 01.06.2018, Page 156
154
maðurinn hennar Dísu, vaknar við mikinn umgang við dyrnar.
Þegar hann athugar málið var þó engin við þær. Þetta endurtók
sig tvisvar sinnum í viðbót og Þórir passaði vel upp á að dyrnar
væri læstar vegna þessara láta. Sigvaldi kemur svo heim stuttu eft-
ir að Þórir fór að aðgæta dyrnar í síðasta skipti og kemur að ólæst-
um dyrum sem þau hjónin eru sannfærð um að hafi verið opnar
vegna Bessa, vegna þess að þegar tekið var í hurðina aftur var allt
harðlæst.
Mamma hefur líka sagt frá því að í eitt skipti fór þvottavélin
hennar á þvílíka fart inni í þvottahúsi hjá henni og fór fyrir
hurðina inn í þvottahús svo hún varð að fara út og inn að aftan til
að færa gripinn frá. Nokkrum mínútum síðar kemur Jón bróðir
hennar, og var henni þá ljóst hvað hefði gengið á með þvottavél-
ina. Bessi var í stuði þann daginn.
Það virðist sem að Bessi hafi mildast með árunum, því
Magðalena Ásgeirsdóttir, dóttir Sigríðar frá Sandnesi, segir að
hann hafi bjargað lífi hennar í Egyptalandi, þar sem hann hindr-
aði för hennar að dal konungana. Þennan morgun fannst Möggu
eins og einhver lægi á henni og tengir hún þessa ónotatilfinningu
við Bessa einhverra hluta vegna. Hún ákvað því að fresta för sinni.
Sem betur fer treysti hún innsæi sínu þennan dag því um morgun-
inn urðu hryðjuverkaárásir þar sem 70 manns voru myrtir, svo í
þessu tilfelli bjargaði hann lífi hennar. Bessi hefur því breyst úr
mikilli óværu yfir í verndandi vætt undir það síðasta, en mildumst
við svo sem ekki öll með aldrinum?
Á meðan ég var sem mest að skoða sögu Bessa og spyrjast fyrir
um hann meðal ættingjanna hefur aldrei verið jafn mikill drauga-
gangur heima hjá mömmu, svo honum er augljóslega ekki neitt
svakalega vel við það að fólkið hans sé að skoða hans sögu. Það er
mjög algengt að ef eitthvað gengur á, hlutir sem fljúga á gólfið á
óskiljanlegan hátt með látum, fólk detti um ósýnilega hóla inni í
stofu eða önnur skrítin óhöpp er Bessa draugsgreyinu kennt um.
Í það minnsta er oft líf og fjör í kringum þann gamla.