Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Endurvinnslan hf. óskar eftir 500 – 800 m2 atvinnuhúsnæði Endurvinnslan hf. óskar eftir húsnæði til kaups eða leigu, ca 500 – 700 m2með góðri lofthæð og innkeyrsluhurð/ar kostur. Nánar tiltekið er óskað eftir húsnæði fyrir flöskumóttöku miðsvæðis í Reykjavík til að þjónusta Reykjavík vestan Elliðaár. Húsnæðið þarf að hafa bílastæði fyrir um 15+ bifreiðar. Athugið að rekstri fylgir eitthvert ónæði og hávaði. Skrifstofur eða íbúðir á efri hæðum húsnæðis því óæskilegar. Tekið við ábendingum í tölvupósti - helgi@evhf.is eða símleiðis í S: 8605103 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Heildarsamtök launafólks gagnrýna fjölmarga þætti fjárlagafrumvarps næsta árs í umsögnum til Alþingis. Í umsögn ASÍ segir að hætta sé á að stefna í ríkisfjármálum skapi ekki grundvöll fyrir stöðugleika á vinnu- markaði. Brýnt sé að ráðist verði í stórátak í húsnæðismálum og að vel- ferð og félagslegur stöðugleiki verði ekki notuð sem hagstjórnartæki. „Boðaðar breytingar á barnabóta- kerfi munu að óbreyttu lækka barnabætur meirihluta barna sem skýrist af þeirri stefnu að kerfið sé eingöngu stuðningur til hinna allra tekjulægstu,“ segir í umsögninni, sem hagfræðingar ASÍ hafa sent þinginu. Þá er sagt ásættanlegt að skera niður nauðsynlegar fjárfestingar til að mæta tímabundnum sveiflum í hagkerfinu og fjallað er ítarlega um það nýmæli að persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts séu hækkuð með tilliti til verðbólgu að viðbættri langtímaaukningu á framleiðni. Bendir ASÍ á að persónuafsláttur og þrepamörk tekjuskatts þurfi að hækka til jafns við laun. Að öðrum kosti þyngist skattbyrði. Skattbyrð- in aukist hlutfallslega mest hjá þeim sem eru nálægt tilteknum þrepa- mörkum, t.d. nálægt skattleysis- mörkum. Þá er sérstaklega gagnrýnt að ef boðaðar breytingar á barnabótum nái fram að ganga verði þær til þess að barnabætur með flestum börnum rýrna. Vegna hækkunar á skerðing- arhlutföllum verði tekjuhærri for- eldrar fyrir raunlækkun barnabóta. Einnig megi sjá að ef breytingar eru skoðaðar miðað við ólíkan fjölda barna komi í ljós að barnabætur ein- stæðra foreldra með tekjur yfir 600- 750 þúsund kr. rýrni og sama gerist hjá sambýlisfólki með tekjur yfir 1.125-1.275 þúsund kr. „Mikilvægt er að skoða breyting- ar með það í huga hvar börn búa m.t.t. tekjudreifingar. Um 60-70% barna einstæðra foreldra búa á heimilum með tekjur innan við 600- 750 þúsund. Hjá sambúðarfólki búa 30-40% barna á heimilum með tekjur innan við 1.125-1.275 þúsund kr. […]. Það gefur sterklega til kynna að barnabætur með flestum börnum muni rýrna á næsta ári.“ ASÍ gagn- rýnir einnig að bætur almanna- og atvinnuleysistrygginga haldi ekki í við launaþróun. Stöðnun í stað sóknar Í ítarlegri umsögn BSRB er lýst áhyggjum af því að fjárlagfrumvarp- ið boði stöðnun í stað kraftmikillar sóknar til að vaxa út úr vandanum. Þrátt fyrir vaxandi eignaójöfnuð sé ekki gert ráð fyrir skattlagningu fjármagns og eigna eða frekari gjald- töku vegna auðlindanotkunar, hvorki í fjárlagafrumvarpinu né fjármála- stefnunni. „Engin breyting er boðuð á framlögum til almenna íbúðakerf- isins þrátt fyrir að leigjendur séu sá hópur sem er líklegastur til að vera með íþyngjandi húsnæðiskostnað, sérstaklega einstæðir foreldrar,“ segir m.a. í umsögn BSRB, sem segir einnig að hækkun elli- og örorkulíf- eyris dragi ekki úr þeirri kjaragliðn- un sem átt hafi sér stað á kjörtíma- bilinu. Lengja þurfi bótatímabil atvinnuleysisbóta, hækka atvinnu- leysisbætur og framlengja tíma- bundnu hækkunina á bótum vegna barna á framfæri atvinnuleitenda og vinnumarkaðsúrræði á borð við Hefjum störf. Auka þarf verulega framlög til heilbrigðiskerfisins Framlög til heilbrigðiskerfisins voru marktækt lægri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum á áratugnum 2010 til 2019 að því er segir í umsögn BHM, sem kallar eft- ir því að stjórnvöld auki verulega þessi framlög. „Barnabætur geta enn varla talist annað en fátæktar- styrkur. Sé miðað við hjón á með- altekjum aðildarfélaga BHM, annað í fullu starfi og hitt í hálfu starfi, má sjá að réttur þeirra til barnabóta er enginn,“ segir m.a. í ítarlegri um- sögn BHM. Segja barna- bætur flestra muni rýrna - ASÍ, BSRB og BHM gagnrýna fjár- lagafrumvarpið í umsögnum til þingsins Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Umsagnir við fjárlagafrumvarp næsta árs, bandormsfrumvörp og fjármálastefnu til ársins 2026 streyma inn til þingsins þessa dagana. „Sóknargjaldið skal með öðrum orðum skert veru- lega fjórtánda ár- ið í röð og raunar að þessu sinni lækkað um 8,8% milli ára eða úr 1.080 kr. á mán- uði í 985 kr.,“ seg- ir í gagnrýninni umsögn Bisk- upsstofu við fjárlagafrumvarpið sem send hefur verið til Alþingis. Þar segir að áfram eigi að ganga í sjóði trúfélaganna með því að skerða með valdboði lögmæt fé- lagsgjöld þeirra. Þau verði því enn eitt árið fyrir fordæmalausu tekju- falli þar sem tekjurnar verði nú að- eins um 51% af því sem vera ætti skv. lögum. „Alls nemur uppsöfnuð skerðing sóknargjaldsins á þessum 14 árum 19,05 milljörðum kr. ef fyrir- liggjandi fjárlagatillaga fyrir árið 2022 verður samþykkt,“ segir í um- sögn Biskupsstofu. Fá varla lán í bönkum Þá segir að margar sóknir séu komnar að fótum fram fjárhagslega og lítið eða ekkert viðhald verið á mörgum kirkjum og safnaðar- heimilum í rúman áratug, þannig að víða séu komin upp gríðarleg vanda- mál vegna leka, myglu o.fl. „Og nú er jafnvel svo komið, að sóknirnar fá varla lán eða aðra fyrirgreiðslu, eins og t.d. skuld- breytingar, í viðskiptabönkunum þar sem söfnuðirnir teljast ekki lengur traustir viðskiptamenn vegna bágs fjárhags.“ Skil ríkisins á innheimtum sókn- argjöldum hafi verið skorin þannig niður, að ríkið standi trúfélögunum aðeins skil á rétt rúmlega helmingi þeirra sóknargjalda sem innheimt eru. Farið ófrjálsri hendi um sjóði „Sumir vildu jafnvel taka sér í munn mun sterkari orð um þetta framferði og halda því fram, að farið hafi verið ófrjálsri hendi um sjóði trúfélaganna. Núverandi fjármála- ráðherra komst m.a. þannig að orði í samtali við undirritaðan árið 2013, að hér væri í raun um ígildi fjár- dráttar eða þjófnaðar að ræða,“ seg- ir í umsögninni til Alþingis, sem Pétur G. Markan biskupsritari skrifar undir. Sóknir komnar að fótum fram - Skerðing talin 19 milljarðar á 14 árum SÁÁ þarf að fá 300 milljóna kr. viðbótarframlag í fjárlaga- frumvarpi næsta árs fyrir innlagnir á Vog og lyfjameðferð við ópíóða- fíkn. Um þessar mundir eru um 600 manns á bið eftir að komast á Vog. Þetta kemur fram í umsögn SÁÁ við fjárlagafrumvarp ársins 2022. „Við höfum miklar áhyggjur af fjárlagafrumvarpinu þar sem vant- ar upp á framlög til SÁÁ. Fólki með fíknsjúkdóm er ekki tryggð heil- brigðisþjónusta sem það á rétt á og nauðsynlega þarf og biður um. SÁÁ veitir sjálfsagða heilbrigðis- þjónustu af söfn- unarfé, sem ríkið ætti að greiða. Það verður að leiðrétta,“ segir þar enn fremur. Fram kemur að vegna áhrifa far- aldurs kórónu- veirunnar gat SÁÁ ekki treyst á fjáraflanir og á árinu 2020 gat SÁÁ sinnt 455 færri innlögnum, hundruð ein- staklinga hafi farið á mis við þá lögbundnu heilbrigðisþjónustu sem þeir eigi rétt á. Vilja fá 300 milljóna kr. viðbót SÁÁ SEGIR 600 MANNS Á BIÐ EFTIR AÐ KOMAST Á VOG Forstjóri Sýnar segir „algjörlega galið“ að framlög til Ríkisútvarpsins verði aukin um 420 milljónir króna, eins og kveðið er á um í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Blaðamanna- félag Íslands gerir ekki athugasemd við aukninguna en vill að styrkir til einkarekinna miðla verði hækkaðir um samtals 30 milljónir króna. „Að sjálfsögðu er ekki hægt, líkt og er að gerast núna, að það sé verið að styrkja og búa til efnisveitu rík- issins á sama tíma og það er verið að bæta í fjárlög einhvers konar viðbót- arstyrk til ríkisútvarps,“ segir Heið- ar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. „Það hlýtur hver maður að sjá að það er ekki í anda nútímasam- félags.“ Því halli augljóslega á einka- rekna miðla. „Það er algjörlega frá- leitt að ríkið sé í samkeppni við einkaaðila á öll- um sviðum og neiti að taka á augljósum sam- keppnisyf- irburðum sem er- lendar efnisveitur hafa, þar sem við höfum, sem inn- lend efnisveita og fjölmiðill, ríka skyldu gagnvart íslenskri tungu,“ segir Heiðar, skyldum sem erlendar efnisveitur á borð við Netflix þurfa ekki að lúta. Aukningin til Ríkisútvarpsins ein og sér nemur hærri upphæð en allir einkareknir miðlar fá í sinn hlut í styrkjum frá ríkinu. Segist Heiðar þeirrar skoðunar að enginn fjölmiðill ætti að fá ríkisstyrk. ari@mbl.is Ekki í anda nútímasamfélags - Gagnrýnir aukningu en BÍ ekki Heiðar Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.