Morgunblaðið - 11.12.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Litháen hefur óskað eftir að
önnur ríki Evrópusambands-
ins sýni samstöðu vegna efnahags-
aðgerða Kína gegn litla landinu við
Eystrasaltið. Litháen lenti í klóm
kínverska
drekans við
það að
bjóða Taív-
an að opna
skrifstofu í
landinu, en
Kína unir
því sem
kunnugt er
illa ef önnur ríki eiga samskipti við
Taívan sem hægt væri að túlka á
þann veg að þau viðurkenni Taívan
sem sjálfstætt ríki. Þó hefur eyjan
Taívan í raun verið sjálfstætt ríki
frá miðri síðustu öld, en Kína vill
líta á það sem hluta af megin-
landinu.
- - -
Þessi „glæpur“ Litháens hefur
orðið til þess að fyrirtæki í
Litháen hafa lent í því að vörur
þeirra, sem hingað til hafa ratað
óhindrað inn á kínverska mark-
aðinn, hafa í raun verið bannaðar
þar. Þetta er gert með því að Kína
neitar að afgreiða þær úr tolli, án
nokkurs fyrirvara eða skýringa.
- - -
Kína hefur einnig hótað Tékk-
landi aðgerðum þar sem
Tékkland tók á móti sendinefnd frá
Taívan í október.
- - -
Hótanir Kína vegna Vetraról-
ympíuleikanna verður að
skoða í þessu ljósi. Þau hafa varað
vestræn ríki við því að þau muni
„gjalda þess dýru verði“ sniðgangi
þau Vetrarólympíuleikana í Peking
á næsta ári, líkt og Bandaríkin
hyggjast gera.
- - -
Það kann að vera að með því
fjölgi kínversk stjórnvöld
hræddum gestum, en þau auka
ekki hróður sinn erlendis.
Hræddum gestum
kann að fjölga
STAKSTEINAR
Rúmenskur karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
manndráp af gáleysi og að hafa látið
farast fyrir að koma manni til bjarg-
ar, þegar Daníel Eiríksson lést í
Kópavogi í byrjun apríl á þessu ári.
Maðurinn er til vara ákærður fyrir
hættubrot og að hafa látið farast fyr-
ir að koma manni til bjargar.
Fjölskylda Daníels krefur mann-
inn um 15 milljónir króna í skaða- og
miskabætur.
Í ákæru kemur fram að maðurinn
hafi ekið bifreið á 15-20 km hraða út
af bílaplani við Vindakór þrátt fyrir
að Daníel héldi báðum höndum í hlið-
arrúðu á bílnum og þar af leiðandi
dregist eða hlaupið með tæpa 14
metra þar hann til hann féll í jörðina.
Í framhaldinu hafi ákærði ekið af
vettvangi án þess að huga að Daníel
og með þeirri háttsemi stofnað lífi og
heilsu Daníels í augljósan háska, að
því er segir í ákærunni
Afleiðingar þessa alls séu þær að
Daníel lést á sjúkrahúsi daginn eftir
vegna höfuðáverka sem hann hlaut
við fallið daginn áður.
Þrír menn voru handteknir vegna
málsins. Einn þeirra var úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald og síðar í far-
bann. Komst hann úr landi og stóð til
að gefa út evrópska handtökuskipun
en til þess kom þó ekki.
Ákæra fyrir manndráp af gáleysi
- Kom manni ekki til bjargar sem dróst
með bíl út af bílastæði og lést í kjölfarið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindakór Ákæra hefur verið gefin
út vegna atviks þar fyrr á árinu.
Skemmtileg bók fyrir
forvitin grunnskólabörn
og laumu jólasveina
Umer að ræða vandaða og fræðilega bók fyrir grunnskólabörn, meðævintýralegum
tilgangi. Tengd sögulegum stöðumáAusturlandi, íþróttamennsku ungviða og þekktra
persóna.Mikilvægi tengsla foreldar og barna. Hlýnun jarðar, heimsminjar, UNESCO
og innsýn í grænlenskamenningu.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Bergsveinn Birgisson, rithöfundur
og doktor í norrænum fræðum, birti
í gær yfirlýsingu þar sem hann segir
„hryggilegt“ að sjá hve ómál-
efnalega þeir Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri og Sverrir Jakobsson
prófessor hafi svarað ásökunum
Bergsveins um að seðlabankastjóri
hafi stolið efni úr bók hans án þess
að geta heimilda.
Sverrir, sem er prófessor í mið-
aldasögu við Háskóla Íslands, sagð-
ist í samtali við Fréttablaðið í gær
ekki hafa lagst í rækilegan sam-
anburð á verkunum tveimur, en að
hvorugt ritið væri skrifað sem sagn-
fræðirit.
Um bók Ásgeirs, sem nefnist
Eyjan hans Ingólfs, sagði Sverrir:
„Ég verð að segja mér finnist hún
ekki minna mikið á Svarta víkinginn,
nema að báðir eru mjög trúir á gildi
Landnámu sem sögulegrar heim-
ildar, sem er ekki hefðbundin skoð-
un meðal miðaldasagnfræðinga.“
Segir textann ritrýndan
Bergsveinn segist ekki viss um
hvort þessi tilraun þeirra sé gerð til
þess að „þyrla ryki í augu siðanefnd-
ar Háskóla Íslands“ til þess að málið
fái ekki málefnalega meðferð hjá
Bergsveinn svarar
Ásgeiri og Sverri
- Deilt um ritstuld úr bók Bergsveins
Bergsveinn
Birgisson
Ásgeir
Jónsson
nefndinni. Átakanlegt sé þó að verða
vitni að þeirri skoðun að það sé álitið
í lagi að stela af alþýðufræðimanni.
Bergsveinn segir ljóst að Sverrir
hafi ekki áttað sig á því að hann sé
doktor í norrænum fræðum. Ára-
tuga vísindaleg rannsókn liggi að
baki bókinni, hún hafi komið út hjá
einu virtasta fræðibókaforlagi Nor-
egs og tíu sérfræðingar ritrýnt text-
ann.
Ásgeir sagði í yfirlýsingu fyrr í
gær að síðustu dagar hefðu verið af-
ar sérstakir þar sem hann hafi verið
þjófkenndur í fyrsta skipti á ævinni.
Sagðist hann ekki hafa viljað
bregðast við fyrr en hann hefði feng-
ið ráðrúm til þess að lesa bók Berg-
sveins. Hann muni því fjalla ítarlega
um málið síðar.