Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur borist fyrir- spurn um það hvort heimilað verði að byggja fjölbýlishús með allt að 54 íbúðum á lóðinni Grensásvegi 50. Á lóðinni, sem er efst við götuna, standa hús sem verða rifin, ef áform- in ná fram að ganga. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnis- stjóra skipulagsfulltrúa. Það er Björn Skaptason, arkitekt hjá Atelier arkitektum, sem sendi fyrirspurnina til borgarinnar. Fram kemur í greinargerð að á lóðinni séu kjöraðstæður til að bjóða upp á skemmtilegar íbúðir með útsýni yfir borgina. Verði kennileiti á hæðinni Lóðin sé staðsett í landhalla við Grensásveg og er nýbyggingunni ætlað að vera nokkurs konar kenni- leiti á hæðinni. Íbúðir verða fjölbreyttar að stærð og gæði höfð í fyrirrúmi. Bílastæði verða bæði ofanjarðar og í bíla- geymslu í kjallara. Útivistarsvæði einkennast af gróðri og skjóli. Efstu hæðir nýbyggingar muni ekki hafa umtalsverð áhrif á skugga- varp nærliggjandi byggðar, þar sem aðalskuggavarp muni falla norðan- megin á bílastæði. Á neðri hæðum verða minni íbúðir en stærri eignir á efri hæðum. Bygg- ingin er brotin upp í einingar og stallast 4-6 hæðir og rís hæst á Grensásvegi, 10 hæðir. Húsið verður alls rúmlega 8.400 fermetrar. Meðal- stærð íbúða verður 97 fermetrar. Segja má að svæðið einkennist þegar af ólíkum byggingum, segir í fyrirspurninni. Fjölbýlishúsin sunn- anmegin á hæðinni eru stórir og ílangir byggingarmassar, stein- steypt fjölbýlishús frá því um 1970, 2-4 hæðir auk kjallara. Norðan- megin afmarkast svæði af einbýlis- húsum við Heiðagerði með kjallara, 1-2 hæðir/ ris. Austanmegin er Grensásvegur og handan hans íbúðarbyggð sem tilheyrir Smá- íbúðahverfinu. „Fjölbýlishús, átta hæða, eru við Espigerði ofar á hæðinni og fjölmörg dæmi í borginni þar sem byggt hefur verð í stærri mælikvarða að lágreist- ari byggð,“ segir í fyrirspurninni. Reiknað er með að eldri hús verði rifin á lóðinni Grensásvegi 50. Ekki hafi reynst hagkvæmt að breyta núverandi húsnæði í íbúðir þar sem burðarvirki hússins, þar á meðal lyftustokkar og útveggir, bjóði ekki upp á þá hagkvæmni. Einnig yrði erfitt að uppfylla bíla- stæða- og hjólastæðakröfur ásamt dvalarsvæði. Þriggja hæða hús á lóðinni Núverandi atvinnuhúsnæði er þrjár hæðir og kjallari á Grensas- vegi en í Skálagerði tvær hæðir. Húsið teiknaði Skúli Norðdahl arki- tekt árið 1970. Byggingar á lóðinni eru samtal 965,0 fermetrar. Burð- arvirki er að mestu steyptar súlur með léttum útveggjum. Margvísleg starfsemi er í fremra húsinu en í bakhúsinu er starfrækt dýralækna- stofa. Mikil uppbygging hefur verið á Grensásvegi undanfarin misseri. Stór fjölbýlishús eru að rísa á lóðinni Grensásvegi 1 og í Furugerði, á mót- um Grensásvegar og Bústaðavegar, er verið að reisa 30 íbúðir í lágreist- um byggingum. Tölvumynd/Atelier arkitektar Nýbyggingin Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að hið nýja 54 íbúða fjölbýlishús við Grensásveg muni líta út. Stórhýsi rísi ofarlega á Grensásveginum - Eldri hús sem eru á lóðinni Grensásvegi 50 verði rifin Morgunblaðið/sisi Núverandi hús Í dag eru á lóðinni tvö hús sem stendur til að rífa. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forysta Bændasamtakanna hefur áhyggjur af því að ef áburður hækk- ar jafn mikið í verði og nú stefnir í, eða um 150-200% frá síðasta vori, muni það leiða til samdráttar í framleiðslu og hafa í för með sér áhættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinn- ar. Kemur þetta fram í umsögn Bændasamtakanna við fjárlaga- frumvarp næsta árs. Bændur eru vanir að panta áburð fljótlega upp úr áramótum. Mikil óvissa er í þessum málum um þess- ar mundir og hafa áburðarsalar ekki treyst sér til að gefa út verðskrár. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, hefur eftir áburðarsölum að eins og er sé útlit fyrir 160% verðhækkun. Hvatt til mótvægisaðgerða „Það myndi hafa gríðarleg áhrif á rekstrarafkomu íslenskra bænda. Spurning er hvort þeir muni draga saman framleiðsluna eða fara í aðr- ar alvarlegar aðgerðir til að mæta þessu,“ segir Gunnar, spurður um afleiðingarnar. Sem dæmi má nefna að ef áburðarverð hækkar um 50% mun heildarkostnaður við áburðar- kaupin hækka um 1,3 milljarða frá síðasta ári. Telur Gunnar þetta tímabundin áhrif vegna gríðarlegra hækkana á orkuverði í Evrópu og vill að stjórn- völd og Bændasamtökin meti saman heildarmyndina, hver áhrifin verða hér á landi. Í umsögn Bændasam- takanna við fjárlagafrumvarpið er hvatt til þess að heimild verði veitt til þess að ríkið geti komið með mótvægisaðgerðir vegna mögu- legrar hækkunar áburðarverðs m.t.t. fæðuöryggis. Engar fjárhæðir eru nefndar enda segir Gunnar að atvinnuvegaráðuneytið hafi verið hvatt til að gera úttekt á málinu. Stjórnvöld í Noregi hafa greitt út stuðning á ræktað land til að mæta áburðarverðshækkunum. Bændasamtökin hvetja til þess að gerðar verði ráðstafanir til þess að áfram verði hægt að framleiða gæðaafurðir á Íslandi. Bændur eru hvattir til að nýta búfjáráburð sem mest og best, til að reyna að draga úr notkun tilbúins áburðar. Kjarnfóðurverð hækkar Áburðarmálið var rætt á stjórnarfundi Bændasamtakanna í gær. Gunnar segir að þar hafi einn- ig verið rætt um hækkanir á kjarn- fóðri sem þegar séu farnar að raun- gerast. Verð á þeim getur, eins og hækkanir á áburði, orðið til þess að bændur dragi úr framleiðslu. Gunn- ar segir að vegna hækkunar áburð- arverðs stefni í að korn verði enn dýrara næsta haust og ekki síst ef við það bætist að orkan við að þurrka kornið verður í sömu hæð- um og nú er. Það muni koma fram í enn hærra kjarnfóðurverði næsta vetur. Hætta á veruleg- um samdrætti - Stefnir í 160% hækkun áburðarverðs U M H V ER FI S V Æ N ÍS LE N S K H Ö N N U N GARÐASTRÆTI 2 ASWEGROW.IS Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.