Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 16

Morgunblaðið - 11.12.2021, Side 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 544 5151 tímapantanir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íbúar Rangárþings ytra hafa ekki áhuga á að sameinast Skaftárhreppi, Mýrdalshreppi og Rangárþingi eystra. Þetta kemur fram í könnun sem sveitarstjórn lét gera. Hins veg- ar má lesa út úr könnuninni að meirihluti þátttakenda hafi áhuga á sameiningu, þar sem nágrannasveit- arfélagið Rangárþing eystra er með. Eftir að sameining fimm sveitar- félaga á Suðurlandi féll á því að íbú- ar Ásahrepps vildu ekki sameiningu óskaði Skaftárhreppur eftir afstöðu sveitarstjórna til þess að taka upp viðræður um sameiningu sveitar- félaganna fjögurra þar sem samein- ing var samþykkt. Sveitarstjórn Rangárþings eystra var jákvæð til erindisins, sveitar- stjórn Rangárþings ytra ákvað að kanna hug íbúanna áður en afstaða yrði tekin en sveitarstjórn Mýrdals- hrepps hafnaði málaleitaninni. 43% vilja engar viðræður Niðurstöður skoðanakönnunar meðal íbúa Rangárþings ytra voru þær að 21,2% þátttakenda vildu hefja viðræður um sameiningu við Skaftárhrepp og Rangárþing eystra, 35,3% töldu rétt að hefja viðræður einungis við Rangárþing eystra og 43,4% þátttakenda vildu hætta frek- ari viðræðum að sinni. Sveitarstjórn Rangárþings ytra leit svo á að niðurstöðurnar gæfu til kynna að ekki væri mikill áhugi fyrir því að taka þátt í þeim viðræðum sem Skaftárhreppur lagði til og var erindinu því hafnað. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri segir að túlka megi niðurstöður könnunarinnar þannig að fleiri séu meðmæltir því að skoða sameiningu, fremur en að hafa kyrrstöðu í þess- um málum. Sömuleiðis megi túlka niðurstöðurnar þannig að 57% þátt- takenda séu tilbúin að skoða samein- ingu þar sem Rangárþing eystra sé með. Hann tekur fram að framhaldið hafi ekki verið rætt en samsinnir því að ef eitthvað eigi að gera hljóti þrengri sameining, til dæmis Rang- árþings ytra og eystra, að koma til greina. Áhugi er á sameiningu í Rangárþingi - Umleitanir um stóra sameiningu á Suðurlandi eru alveg úr sögunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Hellu Íbúar Rangárþings ytra eru opnir fyrir þrengri sameiningu. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikill fjöldi barna er með virkt kór- ónuveirusmit og í einangrun af þeim sökum. Langflest þeirra smita eru meðal barna á aldrinum 6-12 ára eða 289 talsins. Þá eru 86 börn fimm ára og yngri með virkt smit samkvæmt tölum á covid.is í gær. Einna fæst smit eru meðal ung- menna á aldrinum 13-17 ára eða 62 talsins. Næstflest eru smitin í ald- urshópnum 30-39 ára, 264 talsins. Ef horft er til landsins alls eru 1.373 í einangrun og fækkaði þeim um 30 á milli daga. Aftur á móti fjölgaði þeim sem eru í sóttkví um- talsvert á milli daga eða um 185. Þeir eru nú 1.859. Enn eru mörg virk smit á Aust- urlandi en þar hafa nýlega komið upp hópsmit. Nú eru 53 virk smit í fjórðungnum en 203 í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 145 með virkt smit og í einangrun og 157 í sóttkví. Sem fyrr eru flest virk smit á höf- uðborgarsvæðinu, 983 alls. Þar eru 1.288 í sóttkví. Fjórir í öndunarvél Á fimmtudag greindist 101 nýtt kórónuveirusmit innanlands. Þar af voru 54 einstaklingar í sóttkví. Fimm smit greindust að auki á landamærunum. Í gær lá 21 á sjúkrahúsi af völdum kórónuveir- unnar, þar af fimm á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Á Land- spítalanum lágu 17 sjúklingar í gær vegna kórónuveirunnar. Frá upp- hafi fjórðu bylgju, 30. júní síðastlið- inn, hafa 219 verið lagðir inn vegna Covid-19 á Landspítala. 86 289 62 221 264 214 124 79 33 175 150 125 100 75 50 25 0 Heimild: covid.is kl. 13.00 í gær 106 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí 1.373 erumeð virkt smit og í einangrun 1.859 einstaklingar eru í sóttkví 17 einstaklingar eruásjúkrahúsi, þaraffimmágjörgæslu Staðfest smit 7 daga meðaltal Fjöldi innlagðra á LSH með Covid-19 smit 154 32 17 112 júlí ágúst september október nóvember 106 Fjöldi í einangrun og sóttkví eftir lands- hlutum Óstaðsett 27 25 Austurland 53 203 Höfuðborgarsvæði 983 1.288 Suðurnes 145 157 Norðurland vestra 2 3 Norðurland eystra 31 26 Suðurland 59 63 Vestfirðir 26 33 Vesturland 47 61 Með virkt smit og í einangrun Fjöldi í sóttkví Fjöldi í einangrun 1,28 milljón sýni hafa verið tekin frá 28. febrúar 2020 Fjöldi með virkt smit og í einangrun eftir aldri Innanlandssýni 60% Landamærasýni 1 31% Landamærasýni 2 9% 0-5 ára 6-12 13-17 18-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70+ des. Flest smitin eru nú í aldurshópnum 6-12 ára - 101 kórónuveirusmit á fimmtudag - 21 á sjúkrahúsi í gær „Ef það verða strangar samkomutakmarkanir í gildi þá er kirkjan með plan b og plan c tilbúið fyrir hátíðirnar,“ segir Pétur Georg Markan biskupsrit- ari. Núverandi samkomu- takmarkanir vegna kórónuveir- unnar fela í sér að aðeins mega 50 koma saman en allt að 500 ef fólk framvísar neikvæðu hrað- prófi. Takmarkanir þessar gilda til 21. desember og ekki er ljóst hvort þær verða framlengdar eða hvort slakað verði á þeim. Pétur segir að eins og aðrir bíði kirkjunnar menn og konur og vonist til að ástandið skáni svo hægt verði að koma saman yfir jólahátíðina. „En það sem Covid-tíminn hefur kennt okkur og þróað og þroskað í kirkjunni er nátt- úrulega getan til að vera með hátíðahaldið í streymi. Við erum með plan klárt fyrir það,“ segir biskupsritari, en sú var ein- mitt raunin fyrir ári. Bryddað var upp á þeirri nýbreytni í fyrra að hátíðarmessan á jóla- dag var send út í ríkissjónvarp- inu. Pétur segir að það hafi gef- ist vel og verði endurtekið í ár. „Hátíðarmessan verður í Lang- holtskirkju þetta árið. Það er sjálfsögð þjónusta að senda hana út í sjónvarpinu og við munum halda því áfram, óháð samkomutakmörkunum. Sú hefð er komin til að vera.“ Allt klárt fyrir streymi VARAÁÆTLUN FYRIR HENDI HJÁ KIRKJUNNI UM JÓLIN Pétur Markan Uppstillingarnefnd Eflingar hefur ákveðið að auglýsa eftir tilnefn- ingum til setu í stjórn Eflingar á A- lista. Þetta er í fyrsta sinn í sögu fé- lagsins sem þessi leið er farin, segir í tilkynningu Eflingar frá í gær. Þegar Sigurður Bessason hætti sem formaður Eflingar kom trún- aðarmannaráð með tillögu um að auglýst yrði eftir tilnefningum um formann en sú tillaga var ekki aug- lýst opinberlega. Segir Efling að með þessum hætti sé lýðræðislegur réttur fé- lagsmanna tryggður, til að taka þátt í starfinu. Allir fullgildir félagsmenn geta tilnefnt sjálfa sig eða annan full- gildan félagsmann. Uppstillingar- nefnd metur hæfi þeirra sem til- nefndir eru og horfir auk þess til þess að stjórnin endurspegli fé- lagsmenn með tilliti til uppruna, kyns, starfsgreina, aldurs og ann- arra þátta. Áhugasamir geta sent tilnefn- ingar á efling@efling.is eða til skrifstofu Eflingar. Skilafrestur til- nefninga er mánudagurinn 3. jan- úar næstkomandi. Fylgja þarf nafn, kennitala, vinnustaður, netfang og sími viðkomandi. Efling óskar eftir tilnefningum bókasafn bæjarins fái þarna framtíðarstað. Það sé í dag í óhentugu húsnæði á fjórum hæðum. „Það verður á einni hæð í þessu nýja húsi og er hannað sem nokkurs konar margmiðlunarsetur. Eðli bókasafna hefur verið að þróast um heim allan og við tökum þarna myndarlegt skref. Bókasafnið er ein af menningarstofnunum bæjarins og verður nú gert enn hærra undir höfði,“ segir Rósa. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er mikil ásókn í verslunarrými við Strandgötuna og í miðbænum. Þessi framkvæmd verður mikil lyftistöng fyr- ir bæinn,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í miðbæ Hafnarfjarðar á næstu misserum. Eitt af þeim verkefnum sem eru í bí- gerð er við Strandgötu 26-30 og að verslunarmiðstöðinni Firði. Áður stóð til að byggja 100 herbergja hótel við Strandgötuna en áformin hafa breyst og nú er stefnt að því að koma þarna fyrir matvöruverslun og þjónustu á jarðhæð, nútímabókasafni, almenningsgarði og hót- elíbúðum í smáhýsum við Strandgötuna. Rósa segir í samtali við Morgunblaðið að tillögur þessa efnis hafi þegar verið samþykktar og ekkert sé því til fyr- irstöðu að framkvæmdir hefjist fyrir vorið. „Fyrst og fremst verður gott að fá nýtt verslunarrými í miðbæinn. Hér er hvert einasta pláss nýtt í dag svo ekki veitir af. Kannski fáum við líka fleiri veitingastaði eða eitt- hvað annað spennandi,“ segir Rósa, sem fagnar líka að Auka framboð á verslanarými - Uppbygging við Strandgötu í Hafnarfirði á að hefjast í vor Uppbygging Aðkoma að nýrri byggingu við Strandgötu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.