Morgunblaðið - 11.12.2021, Page 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Norðurál er umbótasinnað fyrir-
tæki og við erum alltaf að leita leiða
til að gera betur. Á það jafnt við um
öryggis-, umhverfis- og gæðamál,
framleiðslu eða aðra þætti í rekstr-
inum,“ segir Sigrún Helgadóttir,
framkvæmdastjóri Norðuráls á
Grundartanga. Fyrirtækið er hið
stærsta á Vesturlandi, starfsmenn
eru um 600 talsins, veltan á árinu
2020 var 77,2 milljarðar króna og
framleiðslan á ári er um 320 þúsund
tonn af áli. Sigrún hóf störf hjá
Norðuráli árið 2012 og tók við stöðu
framkvæmdastjóra álversins í febr-
úar á þessu ári.
Auka virði framleiðslunnar
Áliðnaðurinn í landinu stendur
vel um þessar mundir; afkoman er
ágæt og eftirspurn eftir framleiðsl-
unni mikil. „Við erum í sterkri
stöðu og höfum forskot í samkeppn-
inni. Fólk og fyrirtæki hafa miklar
og vaxandi áhyggjur af loftslags-
málum og horfa í auknum mæli á
kolefniáhrif framleiðsluþátta.
Stærsti einstaki þátturinn í kolefn-
isspori álframleiðslu á heimsvísu er
raforkan. Á Íslandi er orkan end-
urnýjanleg og þegar það helst í
hendur við stöðugan rekstur og
öruggan tækjabúnað getum við
framleitt ál sem er það grænasta í
heimi,“ segir Sigrún.
Starfsemi Norðuráls hófst árið
1998 og til að byrja með var fram-
leiðslugeta um 60 þúsund tonn.
Smám saman var verksmiðjan
stækkuð og stóð sú vegferð allt til
ársins 2007. Auk framleiðsluaukn-
ingar, hefur í seinni tíð verið lögð
aukin áhersla á að styrkja og efla
innviði og auka virði framleiðsl-
unnar.
Viðskiptavinir Norðuráls eru að
stórum hluta evrópsk fyrirtæki sem
framleiða hluti í bíla. Framkvæmdir
eru nú hafnar við nýja fram-
leiðslulínu þaðan sem álið fer til
áframvinnslu í álsívalninga, verð-
mætari afurð, sem nýtist beint til
framleiðslu á vörum eins og bílum,
byggingum og tæknibúnaði.
„Munurinn er sá að það ál sem
við framleiðum nú þarf að end-
urbræða og vinna frekar áður en
það nýtist í þessa framleiðslu,“ seg-
ir Sigrún. „Þar sem við munum
nota fljótandi ál til framleiðslunnar
og ekki þarf að endurbræða það til
frekari vinnslu ytra verður kolefn-
issporið minna og verðmætaaukn-
ingin verður eftir hér heima á Ís-
landi.“
Fá græna fjármögnun
Framkvæmdir við nýju fram-
leiðslulínuna eru hafnar og er gert
ráð fyrir að framleiðsla þar hefjist á
fyrri hluta ársins 2024. Þetta er
fjárfesting upp á um 16 milljarða
króna og er ætlunin að um helm-
ingur af framleiðslu álversins fari
þar í gegn. „Þetta eru háar fjár-
hæðir, en vegna þess hve umhverf-
isáhrif framkvæmdarinnar eru já-
kvæð hefur verkefnið fengið græna
fjármögnun frá Arion banka. Þá
munu útflutningstekjur álversins
aukast um 3 til 4 milljarða á ári, án
þess að við aukum álframleiðsluna,
segir framkvæmdastjórinn og enn-
fremur:
„Með því erum við í raun að
halda áfram á vegferð, sem staðið
hefur yfir um nokkurra ára skeið,
en árið 2014 hóf Norðurál að fram-
leiða álblöndur, ál blandað efnum
eins og kísli og magnesíum, eftir
séróskum viðskiptavina. Markmiðið
hjá okkur er að auka verðmæta-
sköpun, auka framlegð og búa svo
um hnútana að meira af ágóðanum
verði til hér á landi.“
Sigrún segir áherslu á umhverfis-
mál gegnumgangandi í öllum
rekstri álversins. Markmiðið sé að
geta framleitt ál án þess að losa
kolefni, en tæknin er ekki komin
þangað enn. „En við getum hins
vegar minnkað önnur umhverfis-
áhrif rekstursins og það höfum við
gert með virkri þátttöku starfs-
fólksins. Við höfum til dæmis sett
okkur metnaðarfull markmið um að
minnka sorp sem til fellur hjá okk-
ur og erum nú þegar komin með
allstóran flota rafmagnsbíla sem
notaður er til samkeyrslu til og frá
vinnu. Þetta eru bara tvö dæmi, en
með svona skrefum, stórum og
litlum, náum við árangri til lengri
tíma. Til marks um hve alvarlega
við tökum umhverfismál að bón-
uskerfi starfsfólks er að hluta tengt
árangri í þessum málaflokki. Starfs-
fólk nýtur ábatans sem verður þeg-
ar umhverfisáhrif minnka. Þannig á
það líka að vera. Stóra markmiðið
er kolefnishlutleysi þar sem því
verður komið við og við náum því
markmiði ekki nema með því að
vinna saman.“
Konum í starfsliði fjölgi
Eins og áður segir starfa um 600
manns hjá Norðuráli og búa um
tveir þriðju hlutar þeirra á Vest-
urlandi, t.d. á Akranesi, Borgarnesi
og svæðinu þar í kring. Auk þeirra
skapar starfsemi álversins líka
mörg afleidd störf hjá ýmiss konar
tækni- og þjónustufyrirtækjum og í
flutningum.
„Norðurál er eftirsóttur vinnu-
staður og þannig viljum við líka
vera. Síðasta vor sóttu um 800
manns um 200 sumarstörf og það
segir líka sitt að eftir 23 ára starf-
semi eru hér 40 starfsmenn sem
hafa verið með okkur frá upphafi.
Þessi geiri er því marki brenndur
að kynjahlutföllin eru ekki jöfn, en
konum í starfsliði okkar fjölgar
stöðugt. Þær eru til dæmis um
fimmtungur þeirra sem starfa í
framleiðslunni og um þriðjungur
stjórnenda og sérfræðinga eru kon-
ur,“ segir Sigrún. Hún segir að við
ráðningar sé unnið eftir því mark-
miði að jafna kynjaskiptingu á öll-
um sviðum og að í ár hafi konur
verið um 43% þeirra sem ráðin voru
í sumarstörf í framleiðslunni.
Vinnustaður sé fjölskylduvænn
„Jafnari kynjaskipting hefur haft
veruleg jákvæð áhrif á starfsemi og
starfsanda, sem er samræmi við
reynslu annarra og niðurstöður
rannsókna. Þá hefur okkur líka ver-
ið kappsmál að gera Norðurál að
fjölskylduvænni vinnustað og í því
skyni meðal annars voru vaktir í
ker- og steypuskála styttar úr 12
tímum í 8 og vinnutími dag-
vinnufólks styttur umfram það sem
verið er að gera á almennum vinnu-
markaði. Þetta á eftir að skila sér í
ánægðara starfsfólki og gera góðan
vinnustað betri,“ segir Sigrún
Helgadóttir.
Nýjar áherslur hjá Norðuráli
- Ný framleiðsla á verðmætari afurðum á Grundartanga - Sama magn - Séróskir viðskiptavina
- Umhverfismálin eru alltaf nærri - Kynjaskipting verði jafnari, segir framkvæmdastjóri
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stjórnandinn Markmiðið hjá okkur er að auka framlegð og búa svo um
hnútana að meira af ágóðanum verði til hér, segir Sigrún í viðtalinu.
Ljósmynd/Norðurál
Steypuskáli Áliðnaðurinn stendur vel um þessar mundir; afkoman er ágæt og eftirspurn eftir framleiðslunni mikil.
Ljósmynd/Norðurál
Grundartangi Grænblá hús álversins setja sterkan svip á umhverfið í Hval-
firði. Alls vinna um 600 manns í fyrirtækinu og þá eru afleidd störf ótalin.
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri