Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 STIGA ST5266 P 40 ár á Íslandi Hágæða snjóblásarar Fjölbreytt úrval Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is VETRARSÓL er umboðsaðili Gulltryggð gæði Breskum stjórnvöldum er heimilt að að verða við kröfu Bandaríkja- stjórnar og framselja Julian Ass- ange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna til að svara þar til saka. Úrskurður um þetta var kveð- inn upp af tveimur breskum dóm- urum við áfrýjunardómstól í Lond- on í gærmorgun. Þeir sneru þannig við fyrri úrskurði í málinu frá því í janúar á þessu ári. Þá var framsals- beiðni Bandaríkjastjórnar hafnað með þeim rökum að það gæti reynst andlegri heilsu Assange hættulegt að vera í fangelsi vestan- hafs. Hætta væri á því að hann myndi reyna að stytta sér aldur. Læknar höfðu sagt andlega heilsu hans slæma. Ákærður fyrir njósnir Julian Assange sætir ákæru í Bandaríkjunum fyrir njósnir. Vef- síðan sem hann stofnaði, Wikileaks, birti fyrir um áratug þúsundir leynilegra skjala frá bandaríska hernum. Skjölin vörpuðu nýju ljósi á hernað Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan og komu sér mjög illa fyrir Bandaríkjastjórn. Lögmenn Assange hafa fullyrt að hann geti hlotið fangelsisdóm til allt að 175 ára í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur. Vestanhafs er aftur á móti giskað á að dómur yfir honum verði varla meiri en fjögurra til átta ára fangelsi. Assange hefur verið í einangr- unarvist í fangelsi í London frá 2019 þegar hann var gerður brott- rækur úr sendiráði Ekvador í borg- inni þar sem hann hafði dvalist frá 2012. Assange leitaði upphaflega hælis í sendiráðinu eftir að hann var eftirlýstur af Interpol, sakaður um nauðgun í Svíþjóð. Nauðg- unarmálið var fellt niður nokkrum árum seinna. Eftir að framsalinu var synjað af dómara í janúar áfrýjaði Banda- ríkjastjórn úrskurðinum og lagði jafnframt fram margs konar trygg- ingar fyrir því að réttindi og hagur Assange vestanhafs yrðu ekki fyrir borð borin. Dómarar áfrýjunar- dómstólsins töldu þessar trygg- ingar nægilegar og heimiluðu því framsalið. AFP Mótmæli Stuðningsmenn Assange söfnuðust saman fyrir utan réttarsalinn í London í gær og mótmæltu því að hann yrði framseldur. Heimilt að framselja Assange til Bandaríkjanna - Áfrýjunardómstóll telur öryggi hans nægilega tryggt Líklegt er að lög- menn Donalds Trump, fyrrum forseta Banda- ríkjanna, biðji Hæstarétt að stöðva afhend- ingu skjala frá embættistíð hans til þeirra sem rannsaka árásina á þinghúsið í Washington í byrjun þessa árs. Þeir hafa tvær vikur til að taka ákvörðun um það. Á fimmtudaginn hafnaði áfrýj- unardómstóll beiðni Trump um að skjölin verði ekki afhent. Óljóst er hvað Hæstiréttur gerir berist beiðnin. Hann gæti vísað málinu frá, stutt kröfu Trumps eða hafnað henni. Rætur málsins liggja í grun- semdum um að Trump og ráðgjafar hans hafi ýtt undir árásina á þing- húsið og jafnvel borið að einhverju leyti ábyrgð á henni. Telja rann- sóknaraðilar að gögnin varpi ljósi á þetta. BANDARÍKIN Trump-skjölin lík- lega til Hæstaréttar Donald Trump Hinn nýi kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, var í gær í París og Bruss- el til viðræðna við Macron Frakklands- forseta og æðstu stjórnendur NATO og ESB, Jens Stoltenberg og Úrsúlu von der Leyen. Þetta er fyrsta utan- landsferð hans eftir að hann tók við embættinu af Angelu Merkel. Mörg stór og brýn mál eru til umræðu á fundunum, þar á meðal vaxandi spenna í samskiptunum við Rússa vegna Úkraínumálsins. Scholz hef- ur varað Pútín Rússlandsforseta við því að áframhaldandi ögranir Rússa við landamæri Úkraínu geti haft áhrif á byggingu Nord Stream 2 gasleiðslunnar til Þýskalands. ÞÝSKALAND Scholz fundar í París og Brussel Olaf Scholz „Ég stend frammi fyrir ykkur í dag sem fulltrúi hvers einasta blaðamanns í heimi hér, sem færir svo ríkulegar fórnir við að gæta að mörkunum, halda gildum okkar og ætlunarverki til haga: að færa ykkur sannleikann og krefja valdið reikn- ingsskila,“ sagði Maria Ressa í ræðu sinni í Ráð- húsi Óslóar í gær, þar sem þeim Dmitrij Mura- tov voru veitt friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir að standa vörð um tjáningarfrelsið, „skil- yrði lýðræðis og varanlegs friðar,“ eins og það var orðað í úrskurðarorðum Nóbelsverðlauna- nefndarinnar þegar verðlaunahafarnir voru út- nefndir í haust. Ressa og Muratov eru blaðamenn, hún filipps- eysk, hann rússneskur, og hafa hvor tveggju vakið heimsathygli fyrir skrif sín, Ressa ritstýrir fréttavefnum Rappler, en Muratov óháða blaðinu Novaja Gazeta, sem kemur út tvisvar í viku. Ressa gerði gjörningaveður falsfrétta á lýðnetinu að umtalsefni og kallaði þær veiru lyga, sem dafnaði með lesendum og drægi fram ótta, reiði og hatur. „Ósýnileg kjarnorkusprengja hefur sprungið í upplýsingavistkerfi okkar og heim- urinn verður að bregðast við á sama hátt og hann gerði eftir Hiroshima,“ sagði Ressa. Muratov vitnaði í rússneska kjarneðlisfræðing- inn og mannréttindafrömuðinn Andrei Sakharov, friðarverðlaunahafa ársins 1975, sem sagðist sannfærður um að frelsi samviskunnar, í samfloti við önnur borgaraleg réttindi, væri grundvöllur framfara. „Við erum blaðamenn og verkefni okk- ar er skýrt – að greina staðreyndir frá hind- urvitnum,“ sagði Muratov, en nánar er fjallað um athöfnina á mbl.is í dag. atlisteinn@mbl.is Ósýnileg kjarnorkusprengja - Friðarverðlaun Nóbels veitt í Ósló í gær - Maria Ressa réðst gegn falsfrétt- um á lýðnetinu - Dmitrij Muratov kvað verkefni fjölmiðla heimsins skýrt Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Ræðan Maria Ressa líkti falsfréttum við veiru. Bláfátækir flóttamenn frá Afganistan, Rómafólk og fólk af öðrum þjóðernisminnihlutum í Ist- anbúl í Tyrklandi, 16 milljón manna borg með ið- andi mannlíf, hefur lifibrauð sitt einkum af því að tína upp plastflöskur, gler og annað nýtilegt sorp á götum borgarinnar og selja í endur- vinnslustöðvum. Enginn er ráðinn til þessarar vinnu og ekkert skipulag er á starfseminni sem þó heldur Istanbúl hreinni. Hinir örsnauðu lifa á því að selja sorpið í Istanbúl AFP Ekki færri en 53 létust og allt að 100 slösuðust, nokkrir mjög alvarlega, í gær þegar fólksflutningabíll valt og fór á hliðina í Chiapas í suðurhluta Mexíkó. Talið er að fólkið, karlar, konur og börn, hafi flest verið á flótta frá einhverju ríkja Mið-Amer- íku. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Gífurlegur fjöldi flóttamanna streymir frá ríkjum Mið-Ameríku til Mexíkó. Margir freista þess síðan að komast til Bandaríkjanna. Er fólkið að flýja hungur, fátækt, ofbeldi og hernaðarátök. Glæpa- gengi hafa oft milligöngu um slíka flutninga og skeyta ekkert um ör- yggi fólksins og ástand farartækj- anna sem notuð eru. 53 létust í Mexíkó - Flutningabíll með flóttafólki valt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.