Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 26

Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 R únaristan á Tune- steininum í Nor- egi (um 400 e.Kr.) er á meðal merkustu heimilda frá frumnorrænum tíma. Fræðimönnum hefur geng- ið illa að fá botn í textann, sérstaklega síðari hluta hans. Rúnirnar eru ristar á tvær gagnstæðar hliðar steinsins, sem er rauðleitt granít, 2 metrar á hæð og æði tilkomumikill að sjá, eins og ég hef sannreynt nokkrum sinnum á menn- ingarsögusafninu í Ósló. Hliðar steinsins sem rún- irnar eru ristar á eru nefndar A- og B-hliðin. Með tilliti til málbreyt- inga væri textinn svona á íslensku (orð sem vantar eru innan hornklofa): A: „Ég Vír eftir Óðríði vitand- hleifa orti [rúnir].“ B: „[Ví]r Óðríði stein [reisti]. Þrjár dætur deildu arf, síastir (nánastir) erfingja.“ Á A- hliðinni segir maður að nafni Vír frá því að hann hafi ort (gert) rúnir eftir Óðríði vit- andhleifa, höfðingja sem deildi út brauðhleifum (sbr. ensku lord, úr fornensku hlafweard ‘hleif- vörður’). Á B-hliðinni segist einhver (hugsanlega sami Vír sem talar á A-hliðinni) hafa reist stein í minningu Óðríðar. Svo er bætt við að þrjár dætur hafi deilt arfinum, nánustu erfingjarnir. Helsta vafamálið á A-hliðinni er í lok setningarinnar þar sem mótar fyrir rún sem af laginu að dæma hlýtur að vera r, en efsti hluti steins- ins hefur brotnað af og glatast ásamt með afganginum af orðinu. Soph- us Bugge las ‘rúnir’ og það hefur verið viðtekin skoðun síðan. Aftur á móti er túlkun á B-hliðinni mjög vandasöm; nánast hvert einasta atriði er óljóst nema ‘þrjár dætur’, erfingjar hins sálaða höfðinga Óðríðar vitandhleifa. Svo virðist sem á B-hliðinni séu tvær setningar. Sögnina vantar í þá fyrri en hún hlýtur að hafa merkt ‘reisa’ eða þ.u.l. þar sem andlag hennar er ‘steinn’. Í síðari setningunni er ‘þrjár dætur’ frumlag sagnarinnar ‘deildu’ en andlag hennar er ‘arfur’, ‘þrjár dætur deildu arf’ (með þolfalli, en við myndum nota þágufall: ‘deildu arfi’). Þar á eftir koma orðin ‘síastir erfingja’, sem virðist merkja „nánustu erfingjarnir“. En hvað er ‘síastir’ (sijosteR)? Það er dularfyllsta orðið á Tune-steininum enda hafa lærdómsmenn reytt hár sitt og skegg í ör- væntingu út af því. Að mínum dómi er þetta eldfornt orð sem merkir „náskyldur“ en ýmsar aðrar túlkanir hafa verið settar fram. Sá mikli fræðaþulur Wolfgang Krause var ungur maður á uppleið í Þýskalandi nasismans. Honum datt það „snjallræði“ í hug að þarna stæði arískur, þ.e. „arískustu erfingjarnir“ (arjosteR; það vantaði bara a í upphafi orðsins og sí væri illa skrifað r). Fáir trúa röksemdum Krauses lengur en lesháttur hans hefur orðið furðu lífseigur í handbókum um rúna- fræði. Þetta litla dæmi sýnir að galin hugmyndafræði og pólitísk henti- stefna geta leitt jafnvel grandvörustu fræðimenn út í fáránlegar ógöngur – og þegar einu sinni er búið að færa slíkar delluhugmyndir til bókar getur reynst þrautin þyngri að uppræta þær. Arískustu erfingjarnir? Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Rúnir: Tune-steinninn í Noregi. Þ ess er nú minnst að 30 ár eru frá því að Sov- étríkin urðu að engu. Upplausn ríkisins hófst árið 1988 þegar stjórnvöld í Eistlandi lýstu lýð- veldið sjálfstætt innan sovéska sambandsrík- isins. Litháar urðu hins vegar fyrstir til að segja skilið við Sovétríkin og lýsa yfir sjálfstæði 11. mars 1990. Aðskilnaður Eystrasaltsríkjanna frá Sovétríkjunum hlaut viðurkenningu í september 1991. Síðan kom Belo- vezha-samningurinn 6. desember 1991. Með honum sam- þykktu Boris Jeltsin, forseti SFSR, Sovéska sósíalíska sambandsríkisins Rússlands, Leonid Kravtsjuk, forseti Úkraínu, og Stanislav Shushkevitsj, flokksformaður í Hvíta-Rússlandi, að koma á fót Samveldi sjálfstæðra ríkja (CIS) í stað Sovétríkjanna. Öll fráfarandi lýðveldi Sovétríkjanna gengu í samveldið nema Eystrasaltsríkin og Georgía. Var Samveldi sjálf- stæðra ríkja formlega stofnað með Alma-Ata-skjalinu 21. desember 1990. Í því voru Armenía, Azerbaijan, Hvíta- Rússland, Kazakhstan, Kirghizstan, Moldavía, Rússland, Tajikistan, Turkmenistan, Ukraína og Uzbekistan. Georgia gekk í samveldið 1993. Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, sagði af sér 25. desem- ber 1991 og fól Boris Jeltsín for- setavaldið ásamt lyklum að sovéskum kjarnorkuvopnum. Jeltsín varð þá forseti Rússneska sambandsríkisins. Að kvöldi sama dags var rauður fáni Sovétríkj- anna dreginn niður á Kreml- arkastala og að húni var dreginn þrílitur fáni Rússlands. Sovéska þingið staðfesti 26. desember 1991 sjálfstæði fyrrverandi sovésku lýðveldanna og Sovétríkin voru formlega úr sögunni. Kalda stríðinu var endanlega lokið. Úkraína sagði skilið við stofnanir Samveldis sjálf- stæðra ríkja árið 2018. Eystrasaltsríkin þrjú eru nú í NATO og Evrópusambandinu (ESB). Stjórnvöld Úkra- ínu, Georgíu og Moldavíu hafa lýst áhuga á að sigla í kjöl- far Eystrasaltsríkjanna við mikla reiði ráðamanna í Moskvu. Vladimir Pútin Rússlandsforseti réðst inn í Georgíu ár- ið 2008, lagði undir sig hluta Úkraínu árið 2014 og mikil togstreita er í Moldavíu vegna ítaka Rússa þar. Pútin og félagar eru í nánum samskiptum við ráðamenn Serbíu og stunda undirróður og óvinafagnað í ríkjum á Balkanskaga sem áður lutu stjórn Títós einræðisherra í Júgóslavíu. Nágrannaþjóðir Rússa og Hvítrússa óttast valdabrölt og ögranir stjórnvalda landanna. Vegna NATO- og ESB- aðildar eiga Eystrasaltsþjóðirnar staðfasta bandamenn sem hafa skuldbundið sig með samningum og herafla til að leggja þeim lið á hættustund. Sama verður ekki sagt um Úkraínumenn sem sjá allt að 175.000 rússneska her- menn við landamæri sín og grunar að Pútin sendi þá gegn sér í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr. Frosin jörð auð- veldar þungum vígdrekum að sækja fram á sléttunum. Í byrjun vikunnar birtist hér í blaðinu grein eftir Carl Bildt, fyrrv. ráðherra í Svíþjóð. Þar dregur hann upp þá skuggalegu mynd að samtímis eða um svipað leyti gefi þeir fyrirmæli um hernað, Valdimir Pútin gegn Úkraínu og Xi Jinping Kínaforseti gegn Taívan. Báðir telja sig hafa ástæðu til valdbeitingar, Pútin til að halda Úkraínu á áhrifasvæði sínu og Xi til að tryggja framgang stefnunnar um eitt ríki – tvö kerfi. Þegar Pútin komst til valda árið 2000 var óttinn við NATO ekki efstur á blaði í áróðri hans eins og nú. Stofnað hafði verið til samstarfs Rússa og NATO. Því var ekki slitið fyrr en nú fyrir skömmu. Við brottför bandaríska varnarliðsins héðan árið 2006 svöruðu Bandaríkjamenn ábendingum um að viðbúnaður hér hefði gildi vegna Rússa á Norður-Atlantshafi á þann veg að kvíði af þessum sökum væri ástæðulaus: Rússar væru bandamenn NATO-þjóðanna og floti þeirra í rúst eins og ríkið sjálft. Leiðtogar NATO-ríkjanna gáfu árið 2008 grænt ljós á aðild Georgíu og Úkraínu að bandalag- inu án nokkurra tímasetninga. Pútin telur sig eiga að ákveða hvar ríkin skipa sér en hvorki stjórn- endur þeirra né NATO. Rússar hafa þó ekkert neitunarvald um þetta efni. Pútin hefur hvað eftir annað lát- ið reyna á hve langt hann kemst. Honum líðst að herða tök á eigin þjóð með fangelsun andstæðinga sinna og takmörkunum á skoðana- og tjáningarfrelsi. Hann lætur nú reyna á staðfestu nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi samhliða áreiti í garð Bandaríkjastjórnar og NATO. Evrópuþjóðir eru háðar jarðgasi frá Rússlandi. Þegar utanríkisráðherrarnir Antony Blinken og Seigeij Lavror hittust hér í Hörpu í maí 2021 féll Blinken frá andstöðu við nýja rússneska gasleiðslu til Þýskalands, Nord Stream 2. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við Pútin á fjarfundi 7. desember 2021 að stjórn sín gæti enn stöðvað Nord Stream 2. Þá mætti enn herða efnahagslegar refsiaðgerð- ir. Rússum kann að verða bannað að nota staðlaða sam- skiptakerfið SWIFT til alþjóðlegra færslna á milli banka. Berlínarmúrin og Sovétríkin hrundu án þess að til vopnaðra átaka kæmi eða mannskæðra uppþota. Nú á 30 ára afmæli sovéska hrunsins minnir ástandið á það sem var í Kúbudeilunni fyrir tæpum 60 árum þegar spenna magnaðist vegna sovéskra kjarnaflauga á Kúbu í óþökk Bandaríkjastjórnar. Hvað gerist næst? spurðu menn með öndina í hálsinum. Deilan leystist friðsamlega á ögur- stund og til varð samskiptakerfi milli austurs og vesturs sem stuðlaði að trausti og stöðugleika þrátt fyrir ágrein- ing. Hvað gerist næst? spyrja menn og líta til Pútins og liðs- afla hans. Óvissan ein veldur kvíða og hættu – meiri en nokkru sinni undanfarin 30 ár. Vígreifir Rússar minnast hruns Sovétríkin hrundu án þess að til vopnaðra átaka kæmi eða mannskæðra uppþota. Nú á 30 ára afmæli sovéska hruns- ins minnir ástandið á það sem var í Kúbudeilunni. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Í Úlfljóti 2007 birti Sigurður Lín- dal lagaprófessor 80 bls. ritgerð, í rauninni litla bók, um stjórnspeki Snorra Sturlusonar, eins og hún birtist í Heimskringlu, og hefur þessi merkilega ritsmíð ekki hlotið þá athygli, sem hún á skilið. Sig- urður greinir þar á milli tveggja hugmynda um lög og rétt: að hann sé eðlisréttur (natural law) eða vild- arréttur (legal positivism). Sam- kvæmt eðlisrétti eru lögin til ofar valdhöfum og óháð þeim. Heilagur Tómas Akvínas fann uppsprettu eðl- isréttarins í mannlegri skynsemi, en Snorri Sturluson í venjum og for- dæmi, hinum góðu, gömlu lögum, eins og það er stundum orðað. Samkvæmt vildarrétti eru lögin hins vegar sett af valdhöfum og til marks um vilja þeirra. Á norðlægum slóðum kom vildarréttur til sögu, þegar ríkisvald efldist á miðöldum. Löggjafinn átti þá að vera konung- urinn, einvaldurinn. Þessar tvær hugmyndir um lög og rétt rákust eftirminnilega á, þegar norskur sendimaður, Loðinn Leppur, reidd- ist því mjög á Alþingi 1281, „að bú- karlar gerðu sig svo digra, að þeir huguðu að skipa lögum í landi, þeim sem kóngur einn saman átti að ráða“. Í lýðræðisríkjum nútímans er litið svo á, að lýðurinn sé löggjafinn, þótt í reynd fari kjörnir fulltrúar hans með löggjafarvaldið. En Sig- urður benti á, að jafnbrýnt væri að setja löggjafanum skorður, þótt að baki hans stæði meiri hluti í kosn- ingum, og að fornu, þegar hann ríkti sem konungur af Guðs náð. Kenningin um stjórnarskrárbund- ið lýðræði hvílir í raun á hugmynd- inni um eðlisrétt. Hún er, að til séu almenn sannindi eða lögmál, sem þurfi að vera óhult fyrir lýðræðinu, vildarréttinum, ef svo má segja, svo sem friðhelgi eignarréttarins, at- vinnufrelsi, bann við ritskoðun og bann við skattheimtu án lagaheim- ildar. Þessi almennu sannindi geyma í sér reynsluvit kynslóðanna. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Eðlisréttur og vildarréttur Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Nýskráður 07/2020, ekinn 11 þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Leðursæti, glerþak, Matrix LED ökuljós, sólargardínur afturí, skynvæddur hraðastillir, stafrænt mælaborð, blindsvæðisvörn, bakkmynda- vél, hiti í framrúðu og öllum sætum. Raðnúmer 253395 SKODA SUPERB IV STYLE+ M.BENZ A 250E AMG LINE EDITION Nýskráður 04/2021, ekinn aðeins 3 Þ.km, bensín & rafmagn (69 km drægni), sjálfskiptur (8 gíra). AMG innan og utan, Editionpakki og Næturpakki, 19“ álfelgur, leðurklætt mælaborð o.fl. Raðnúmer 2253477 000 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringd eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson u VW GOLF GTE NEW Nýskráður 09/2020, ekinn aðeins 8 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur (6 gíra). Stafrænt mælaborð, IQ LED ljós, sjónlínuskjá, 18“ álfelgur o.fl. Raðnúmer 253476

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.