Morgunblaðið - 11.12.2021, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
Vallarbraut 6, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
3ja herbergja endaíbúð á þriðju hæð í húsi
fyrir 55 ára og eldri í Njarðvík Reykjanesbæ,
í göngufæri við þjónustumiðstöð Nesvalla.
Nánari upplýsingar á skrifstofu eða á eignasala@eignsala.is
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 41.500.000 Birt stærð eignar 85,7 m2
M
agnús Carlsen vann auð-
veldan sigur yfir Jan
Nepomniacthchi í 11.
einvígisskák þeirra í
Dúbaí í gær og með því lauk einvíg-
inu með yfirburðasigri Norðmanns-
ins, 7½:3½. Hann varð heimsmeist-
ari árið 2013 og hefur varið titilinn
fjórum sinnum, gegn Anand árið
2014, Karjakin, 2016, Caruana 2018
og nú Nepomniachtchi. Frammi-
staða Rússans eftir að hann tapaði
sjöttu skákinni veldur vonbrigðum
og undrun og er vart hægt að kalla
hann verðugan áskoranda ef horft til
þeirra furðulega mistaka sem honum
urðu á. Taflmennskan í gær var ótrú-
lega slök, hann tefldi allt of hratt og
ónákvæmt og eftir aðeins 26 leiki gat
Magnús gert út um skákina en valdi
tiltölulega létt unnið hróksendatafl.
Nepo átti samt enga möguleika og
gafst upp efir 46 leiki.
Heimsmeistaraeinvígin kalla alltaf
á samanburð við önnur og ef þau eru
tekin sem farið hafa fram síðustu 100
ár þá Kúbumaðurinn José Raoul Ca-
pabanca vann Emanuel Lasker á
heimavelli í Havana minnist ég ekki
jafn slakrar taflmennsku og í raun
algerrar uppgjafar hjá nokkrum
þátttakanda, en játa þó að nokkur
einvígi sem Alexander Aljékín háði
við óverðuga andstæðinga á milli-
stríðsárunum gætu fallið í þann
flokk. Nepo verðskuldar harða gagn-
rýni fyrir frammistöðuna. Skákin í
gær gekk þannig fyrir sig:
HM-einvígi í Dúbaí 2021; 11.
skák:
Jan Nepomniachtchi – Magnús
Carlsen
Ítalskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4.
d3
Það hefði mátt búast við hvassasta
leiknum, 4. Rg5, en Nepo vissi að
Magnús þekkir alla refilstigu þeirrar
leiðar.
4. … Bc5 5. c3 d6 6. O-O a5 7. He1
Ba7 8. Ra3 h6 9. Rc2 O-O 10. Be3
Bxe3 11. Rxe3 He8 12. a4 Be6 13.
Bxe6 Hxe6 14. Db3 b6 15. Had1 Re7
16. h3 Dd7 17. Rh2 Hd8 18. Rhg4
Rxg4 19. hxg4 d5 20. d4
20. .. exd4 21. exd5 He4!
Vitaskuld ekki 21. … Rxd5 22.
Hxd4 og hvítur stendur til vinnings.
22. Dc2 Hf4 23. g3??
Ótrúlega slakur leikur. Eftir 23.
Hxd4 er staðan í jafnvægi.
23. … dxe3 24. gxf4 Dxg4+ 25.
Kf1 Dh3+ 26. Kg1
26. … Rf5?
Það vakti furðu að Magnús sá ekki
einfalda leið til vinnings, 26. ..exf2+!
27. Dxf2 (ekki 27. Kxf2 Dh2+ og
drottningin fellur) Hd6! ásamt –Hg6.
27. d6 Rh4 28. fxe3 Dg3+
Eftir 28. … Rf3+ 29. Kf2 Dh2+
30. Kxf3 Dxc2 31. dxc7! Á hvítur
möguleika á því að bjarga stöðunni.
29. Kf1 Rf3
Öruggasta leiðin. Hótunin 30. …
Dg1+ 30. Ke2 Dg2+ neyðir hvítan
til að fara út í vonlítið hróksendatafl.
30. Df2 Dh3 31. Dg2 Dxg2 32.
Kxg2 Rxe1 33. Hxe1 Hxd6 34. Kf3
Hd2 35. Hb1 g6 36. b4 axb4 37.
Hxb4 Ha2 38. Ke4 h5 39. Kd5 Hc2
40. Hb3 h4 41. Kc6 h3 42. Kxc7 h2
43. Hb1 Hxc3 44. Kxb6
44. … Hb3+! 45. Hxb3 h1(D) 46.
a5
Einhverjir töldu að frípeðið gæfi
Nepo einhverja von en staðan er létt-
unnin á svart.
46. … De4! 47. Ka7 De7+ 48. Ka8
Kg7 49. Hb6 Dc5
- og Nepo gafst upp.
Það verður að tekjast líklegt að
Magnús haldi titlinum næstu árin.
Einbeitni hans við skákborðið var
frábær og þó að Nepo næði stundum
miklu tímaforskoti raskaði það aldrei
ró hans. Í dag er talið að honum stafi
mest hætt af hinum unga Írana Al-
ireza Firouzjka. Þá hefur Filippsey-
ingurinn Wesley So oft reynst hon-
um erfiður. Gallinn er hins vegar sá
að So hefur enn ekki unnið sér sæti í
áskorendakeppninni 2022 en fær
tækifæri til þess í byrjun næsta árs.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Föstudaginn 26. nóv-
ember birtist frétt í
Morgunblaðinu undir
yfirskriftinni „ Segir
þýska verslun græða á
sinni hönnun“. Þar kem-
ur m.a. fram að Hugrún
Ívarsdóttir hönnuður
hafi í byrjun árs leitað til
Myndstefs vegna eftirlík-
inga af hönnun sinni, þar
á meðal vegna fram-
leiðslu fyrirtækis míns,
Glófa ehf./VARMA, fyrir þýskt fyrir-
tæki. Mér barst póstur frá Myndstefi
23. febrúar sem ég svaraði daginn eft-
ir. Mér barst svo svar frá Myndstefi
21. maí þar sem fram kemur að svar
hafi borist frá þýska fyrirtækinu þar
sem líkindum með hönnun þeirra og
Hugrúnar sé hafnað. Þá kemur fram í
bréfi Myndstefs að málinu sé lokið af
þeirra hálfu, án málaloka eða sátta.
Fyrirtækið mitt, Glófi ehf./
VARMA, framleiðir alls kyns vél-
prjónaðar ullarvörur fyrir 30 til 50
mismunandi aðila á hverju ári, undir
þeirra vörumerkjum. Þar er um að
ræða stór og smá fyrirtæki, sem og
fjölda hönnuða. Auk þess framleiðum
við fjölda vara undir okkar eigin vöru-
merki, VARMA, sem seldar eru í um
120 verslunum um allt land. Við gæt-
um þess ætíð, þegar við framleiðum
VARMA-vörur, að við séum ekki að
líkja eftir hönnun annarra og höfum
aldrei verið staðin að broti á höf-
undar- eða hönnunarrétti annarra.
Þegar við framleiðum vörur fyrir
aðra, eins og í fyrrgreindu tilviki,
koma þeir aðilar með sína hönnun eða
hugmyndir að hönnunarlegri út-
færslu til okkar og selja vörurnar
undir sínu vörumerki. Við brýnum
fyrir þessum aðilum að gæta þess að
nýta ekki hönnun annarra. Það er því
alveg ljóst að þegar við framleiðum
fyrir aðra, eftir hönnun sem þessir að-
ilar koma með til okkar, er hönnunin á
þeirra vegum en ekki okkar.
Í fréttinni er haft eftir Hugrúnu að
hún hafi fengið þær upplýsingar frá
okkur að framleiðsla okkar fyrir
þýska fyrirtækið hafi verið fá teppi,
en svo hnýtir hún í okkur með því að
gefa í skyn að það sé e.t.v. ekki rétt
því þau séu alltaf í sölu og svo bætist
fleiri vörur við. Það að vara sé í sölu
segir ekkert um magnið sem framleitt
hefur verið. Greinilega
gengur salan ekkert allt-
of vel miðað við þann
fjölda teppa sem við höf-
um framleitt fyrir þýska
fyrirtækið, á rúmu ári.
Umrætt teppi er fram-
leitt eftir hönnun þýska
fyrirtækisins, undir
þeirra vörumerki, og er
með mynd af hesti. Við
höfum fundið fjölda ára-
tuga gamalla mynda af
teppum með hesta-
mynstri, mörg hver ekki ósvipuð því
sem er í teppi Hugrúnar og þýska
fyrirtækisins.
Hugrún nefnir líka lundateppi sem
sé óheppilega líkt hennar teppi, sem
hún geri ráð fyrir að sé líka framleitt
af okkur. Það er rétt að við gerðum
frumgerð af lundateppi fyrir þýska
fyrirtækið, eftir þeirra hönnunarfor-
skrift, en engin framleiðsla hefur átt
sér stað á því hjá okkur.
Mér hefði þótt eðlilegt að Morgun-
blaðið leitaði viðbragða hjá okkur áður
en fréttin með fyrrgreindum full-
yrðingum í okkar garð birtist, því í því
sem Hugrún segir felast ákveðin meið-
yrði. Við erum eini aðilinn sem til-
greindur er sem þátttakandi í að
brjóta á meintum hönnunarrétti henn-
ar. Ég virði viðhorf hennar sem hönn-
uðar, en dreg hins vegar í efa að hönn-
unarverndin sé svo víðtæk að það
teljist brot á rétti hennar að vera með
mynd af hesti á framleiðsluvöru sem
þessari. Ég tel hins vegar mikilvægt
að hönnuðir haldi rétti sínum á lofti.
Styrkur hönnunarréttar í hverju tilviki
fyrir sig ræðst hins vegar öðru fremur
af frumleikastigi hönnunarinnar.
Hönnunarvernd
Eftir Pál Kr. Pálsson
»Ég virði viðhorf
hennar sem hönn-
uðar, en dreg hins vegar
í efa að hönnunarvernd-
in sé svo víðtæk að það
teljist brot á rétti henn-
ar að vera með mynd af
hesti á framleiðsluvöru
sem þessari.
Páll Kr. Pálsson
Höfundur er framkvæmdastjóri og
eigandi Varma/Glófa ehf.
Jón Gunnar Tómasson fæddist
7. desember 1931 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru hjónin
Tómas Jónsson borgarritari, f.
1900, d. 1964, og Sigríður Thor-
oddsen, f. 1903, d. 1996.
Jón útskrifaðist úr lagadeild
HÍ 1957 og lauk meistaranámi
frá Columbia-háskólanum í
New York 1958.
Jón hafði m.a. verið lög-
reglustjóri í Bolungarvík þegar
hann tók við starfi skrifstofu-
stjóra borgarstjórnar Reykja-
víkur árið 1966. Hann tók við
embætti borgarlögmanns 1979,
var borgarritari 1982 og ríkis-
lögmaður 1994-1999.
Um langt skeið sat Jón í
kjaradómi og síðar kjaranefnd,
hann var formaður stjórnar
SPRON 1976-2004 og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
ríkið, sveitarfélög, félaga-
samtök og íþróttahreyfinguna.
Hann var um langt skeið for-
maður yfirkjörstjórnar
Reykjavíkur og formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Jón hlaut fálkaorðuna og var
handhafi gullmerkis KSÍ, Golf-
klúbbs Reykjavíkur og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Eiginkona Jóns var Sigur-
laug Erla Jóhannesdóttir, f.
1933, d. 2014, hjúkrunarfræð-
ingur. Börn þeirra eru þrjú.
Jón lést 23. apríl 2016.
Merkir Íslendingar
Jón G.
Tómasson
Morgunblaðið/AFP
Í sérflokki Magnús Carlsen við taflið í gær. Hann var gríðarlega einbeittur.
Magnús Carlsen
varði heimsmeistara-
titilinn í fjórða sinn