Morgunblaðið - 11.12.2021, Page 28

Morgunblaðið - 11.12.2021, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021 Sjónvarpsstöðin Hringbraut átti nýlega viðtal við Hrönn Ólafíu Jörundsdóttur, for- stjóra MAST, þar sem blóðmerahald og þær skelfilegu hliðar þess sem nýlega hafa komið upp á yfirborðið – þökk sé erlendum dýraverndunarsam- tökum – var rætt. Forstjórinn sagði það vera mat MAST að hægt væri að fram- kvæma blóðtöku af fylfullum merum án þess að ógna velferð dýranna. Fyrir mér illskilj- anlegt mat. Skorti for- stjórann hér nauðsyn- legar upplýsingar og þekkingu eða var ein- hvers konar meðvirkni enn í gangi? Hvernig á að vera hægt, með góðum og dýravænum hætti, að koma ótömdum, villtum hryssum sem búið er að rífa folaldið frá úr útigangi inn í þröngan blóðtökubás, þar sem hryssan er njörvuð niður og höfuð strengt upp með reipum – dýrið bókstaflega neglt – til að hægt sé að opna slagæð á hálsi og tappa þar af blóði í 15 langar mínútur! Heil eilífð fyrir dýrið. Hvernig get- ur forstjórinn ímyndað sér að þessi fjötrun ótaminnar hryssu og það of- beldi sem beita þarf dýrið til að koma nál í háls og tappa fimm lítr- um af blóði af því geti farið fram með friði og spekt! Rétt er að leggja áherslu á að hér er langmest um villtar, ótamdar merar að ræða sem eru í útigangi allt árið og eru auðvitað styggar og fælnar. Ætti forstjóranum því að vera ljóst að mannúðlegt og dýra- vænt blóðmerahald í þessu formi er ómögulegt! Dýralæknar á hálum ís Forstjóri MAST vildi líka gera nokkuð með það að dýralæknar væru alltaf við, við hverja einustu blóðtöku, eins og hún sagði. Þeir voru þá líka við í öllum þeim til- fellum þar sem gögn AWF og TSB- dýraverndunarsamtakanna sýna meiðingar, misþyrmingar og ofbeldi við dýrin! Þessi athugasemd sýnir því fremur að ekkert er á marga þessara dýralækna að treysta held- ur en hitt að viðvera og meint eft- irlit og handleiðsla þeirra komi dýr- unum að nokkru gagni. Þá segir forstjórinn þetta: „MAST er búið að hafa samband við (erlendu) dýraverndunarsamtökin sem birtu umrætt myndefni til að fá myndefnið, á hvaða bæjum þessar myndir voru teknar.“ Fyrir mér er það ekki traustvekj- andi eða sannfærandi að MAST skuli þurfa að nýta sér rannsóknir erlendra aðila til að átta sig á dýra- haldi sem MAST sjálft á að hafa eft- irlit með og á sjálft að bera ábyrgð á að fari fram af mannúð á grund- velli dýravelferðar og standist um- fram allt lög landsins. Brást fagráðið skyldum sínum? 25. apríl 2016 fundaði fagráð um velferð dýra. Fundarboðandi var Þóra J. Jónasdóttir dýralæknir gæludýra og dýravelferðar. Fund- arstjóri var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Aðrir fundarmenn voru m.a. Katrín Andrésdóttir, fulltrúi Dýralæknafélagsins, dr. Sig- ríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, og Jón Kalmann, fulltrúi Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fagráðið gerði sér lítið fyr- ir og gaf grænt ljós á þann ófögnuð og það dýraníð sem sannast hefur að blóðmera- haldið er og allt þetta fólk hefði átt að vita að svo sé hefði það viljað eða reynt að kynna sér það. Fyrir mér brást fagráðið hér algjörlega skyldum sínum! Bók- unin var stutt og ein- föld: „Fagráðið er já- kvætt gagnvart nýju leyfi með þeim fyr- irvörum sem fram komu í umræðum, sbr. texta.“ Hver hefði trú- að svona vinnubrögð- um upp á þetta mæta fólk, sem maður hefði haldið að það væri. Lagagrundvöllur í lausu lofti 20. júní 2016 gaf MAST svo út „leyfi til blóðsöfnunar úr hryss- um …“ til Ísteka. Byggði MAST þetta leyfi á reglugerð nr. 279/2002 en þessari reglugerð er þó eingöngu ætlað að tryggja velferð dýra við tilraunir á þeim! Athygli vekur að Þóra J. Jón- asdóttir, sem heita á dýralæknir gæludýra og dýravelferðar, gaf út leyfið en hún var líka fundarboðandi þegar fagráðið gaf grænt ljós á þessa óiðju. Hún virðist því leika allstórt hlutverk hjá MAST. Sér um mál frá gæludýrum upp í fjölda- framleiðslu á blóði og frjósem- ishormónum! Í markmiði reglugerðar 279/2002 stendur: „Markmið reglugerðar- innar er að tryggja velferð dýra sem notuð eru í tilrauna- eða vísindaskyni eða alin í þeim til- gangi.“ Hvernig í ósköpunum er hægt að tengja velferð tilraunadýra saman við stórfellda fjöldaframleiðslu á blóði, 170 tonn á ári? Við þessa laga- túlkun þurfti virkilega frjótt ímynd- unarafl, sveigjanleg afstaða og hömlulítil meðvirkni MAST með blóðmerahaldi að koma til að mati undirritaðs. Undirritaður spurði yfirlögfræðing MAST hvort hann hefði veitt stjórn MAST leiðsögn um notkun þessarar reglugerðar við leyfisveitingu. Hann sagðist ekki minnast þess. Önnur lög, nr. 55/2013, hefðu átt að koma í veg fyrir þessa leyfisveit- ingu, þessa óiðju, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur.“ Og hver á að sjá um fram- kvæmd þessara laga? Sú stofnun heitir einmitt Matvælastofnun; MAST! Ráðherra ræður för Fyrir tæpum tveimur árum velt- um við Jarðarvinir upp þeim ófögn- uði sem blóðmerahaldið er og skor- uðum á yfirdýralækni, stjórnendur MAST og ekki síst á þáverandi landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, að þessi óiðja yrði stöðv- uð, m.a. annars vegna þess að hún bryti í bága við lög. Ráðherra gerði ekkert með málið frekar en fjöl- mörg önnur dýraverndunar- og dýravelferðarmál. Ekki hans sterka hlið. Nú er kominn nýr ráðherra, Svandís Svavarsdóttir. Vinstri- græn. Vonandi stendur hún undir nafni og lætur ekki hagsmunaaðila vaða yfir sig! Eftir Ole Anton Bieltvedt »Hvernig get- ur fjötrun ótaminnar hryssu, ofbeldi við að koma nál í háls hennar og tappa af henni fimm lítrum af blóði farið fram með friði og spekt? Ole Anton Bieltvedt Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Vinnubrögð MAST og fagráðs stórlega ámælisverð Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Leikskólinn Undra- land var ekki opnaður aftur eftir sumarfrí í sumar. Um var að ræða einkarekinn leik- skóla í Kópavogi sem hafði verið starf- ræktur frá árinu 1986. Við erum svo heppin að hafa náð að kynnast starfi og þjónustu Undralands síðasta starfsárið. Undraland bauð upp á framúr- skarandi þjónustu og virkilega flott og faglegt starf að öllu leyti. Þegar Undralandi er lokað kaupir Kópa- vogsbær húsnæði leikskólans og rek- ur þar leikskólann Urðarhól- Skólatröð. Um leið og við þökkum eigendum og starfsfólki Undralands kærlega fyrir frábæra tíma og þjónustu vilj- um við vekja athygli á þeim mun sem foreldrar barna í þessum skólum upplifa núna, en leikskólagjöldin hafa hækkað og þjónustan verið skert. Leikskólagjöldin hafa hækkað um allt að 8.444 kr. á mánuði sem er 101.328 kr. á ári. Vistunartíminn er styttri, ekki er boðið upp á morgun- mat fyrir börnin, starfsdagar eru fleiri eða fimm talsins og ekki að fullu samræmdir með grunnskólum Kópavogs. Með fjögurra vikna sum- arlokun leikskóla, fimm starfsdögum og nú síðast dögum vegna manneklu er ekkert eftir af sumarleyfi foreldra og sveigjanleikinn til að ráðstafa fríi með börnunum enginn. Við þetta bætist svo lengra sumarfrí, vetrarfrí og fleiri starfsdagar hjá foreldrum sem einnig eiga grunnskólabörn. Starfið á Urðarhóli er mjög fag- legt, við fjölskyldan erum ánægð með heilsustefnuna og börnin okkar fara glöð og kát í og úr leikskólanum og líður vel þar. Starfsfólk leikskól- anna hefur unnið ákaflega gott starf við erfiðar aðstæður í Covid-19. En spurningin er: Hvaða þjónustu viljum við bjóða upp á í Kópavogi? Viljum við ekki styðja við börnin og heimilin, veita þeim góða þjónustu í hröðu samfélagi og laða að okkur fjölskyldu- fólk? Í Kópavogi eru 23 leikskólar og af þeim eru tveir einkareknir (8,7%). Velur barnafólk Garðabæ? Frá árinu 2015 hefur börnum á leikskólum Kópavogsbæjar fækkað um 218, en það gerir um 10% fækkun barna á leikskólum bæjarins. Á sama tíma hefur börnum á leikskólum Garða- bæjar fjölgað um 177, sem gerir um 19% fjölgun barna á leikskólum bæj- arins. Það vekur einnig athygli að börn á leikskólaaldri (eins til fimm ára) voru 2.253 talsins í lok árs 2020 í Kópavogi en börn skráð á leikskóla í bænum eru 1.939. Það eru því 314 börn með lögheimili sitt í Kópavogi en eru ekki skráð á leikskóla í bænum. Í Garða- bæ er þessu öfugt farið; börn með lögheimili í Garðabæ í lok árs 2020 voru 894 en börn skráð á leikskóla í bænum 1.089. Það eru því 194 börn sem ekki eru með lögheimili í Garða- bæ skráð á leikskóla í bænum. Leik- skólar Garðabæjar þjónusta þannig 22% fleiri börn en eru þar með lög- heimili. Getur verið að foreldrar barna á leikskólaaldri í Kópavogi séu að velja það að fara með börnin sín á leikskóla í Garðabæ? Í Garðabæ eru 15 leikskólar og af þeim eru fimm einkareknir (33,3%). Gæðastundir Orðið gæðastundir er mikið notað um þessar mundir, þá sérstaklega í tengslum við samskipti og samveru barna og foreldra. Þar er átt við stundir sem foreldrar og börn njóta þess að verja tíma sínum saman án utanaðkomandi áreitis, frá síma, vinnu eða öðru. Í nútímasamfélagi þar sem hrað- inn er mikill eru foreldrar stöðugt að reyna að finna tíma til að njóta gæðastunda með börnunum sínum. En fjölskyldur eru alls konar, störf foreldra eru mismunandi og fjöl- skyldusamsetningar nútímans marg- víslegar. Sumir leikskólar hafa gengið langt í að reyna að þröngva að gæðastund- um með margvíslegum hætti, en yfirleitt er það með skertri þjónustu af einhverju tagi. Sem dæmi um þetta er að bjóða ekki upp á morgun- mat fyrir börnin, hvetja með stöð- ugum tölvupóstum og samtölum til að foreldrar nýti styttingu vinnuvik- unnar með börnum sínum. Að loka yfir sumartímann í sumarfríi. Nú þegar líður að jólum er það að for- eldrar eigi að taka frí á milli jóla og nýárs og verja tíma með börnunum sínum. Slík er atlagan að foreldrar eru komnir með samviskubit ætli þeir sér að hafa börnin á leikskól- anum á þessum tíma, sem þó er heil vinnuvika þessi jólin. Þröngvaðar gæðastundir eru ekki til Ég er þess fullviss að foreldrarnir sem ég hef séð í bílum sínum á morgnana fyrir utan leikskólann að gefa börnunum sínum að borða, í stresskasti að ná á réttum tíma í vinnuna, upplifa þetta ekki sem mikla gæðastund og hvað þá heldur börnin sjálf. Eða þeir foreldrar sem farnir eru að kvíða því að setja börnin sín í leik- skólann á milli jóla og nýárs af ótta við að vera dæmd af starfsmönnum eða öðrum foreldrum. Að gefa frelsi með því að bjóða val- kosti um tímasetningu sumarfrís sem raunverulega hentar foreldrum fjölgar gæðastundum og fækkar stundum þar sem börnin eru sett fyrir framan hvolpasveitina á meðan foreldrar vinna. Það er hvorki hlutverk leikskóla né líklegt til árangurs að hann reyni að skikka fjölskyldur til gæðastunda. Aukið frelsi og þjónusta við foreldra er það sem eykur og fjölgar gæða- stundum fjölskyldna. Gæðastundir eiga að vera á milli foreldra og barna þegar þeim hentar en ekki þegar leikskólanum hentar. Fjölgum gæða- stundum í Kópavogi Eftir Sigvalda Egil Lárusson Sigvaldi Egill Lárusson » Aukið frelsi og þjónusta við foreldra er það sem eykur og fjölgar gæðastundum fjölskyldna. Höfundur er fjármálastjóri og fjölskyldufaðir á Kársnesinu með börn í leikskóla og á grunnskólastigi. sigvaldi.egill@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.