Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
✝
Birgir Henn-
ingsson sjó-
maður fæddist í
Reykjavík 24. októ-
ber 1962. Hann lést
á líknardeildinni
17. nóvember 2021
eftir baráttu við
krabbamein.
Foreldrar hans
voru Sigríður Jó-
hannsdóttir, f. 16.6.
1939, d. 10.10.
2003, og Henning Finnbogason,
f. 9.10. 1932, d. 30.10. 2010.
Birgir átti einn bróður, Ómar, f.
23.1. 1964, kvæntur Elísabetu
Pétursdóttur, eiga þau þrjú
börn.
Hinn 16.6. 1990 kvæntist
Birgir eftirlifandi eiginkonu
sinni, Gyðu Ólafsdóttur, f. 26.2.
1966. Foreldrar hennar voru
Ólöf Lydía Bridde, f. 29.1. 1935,
d. 23.10. 1987, og Ólafur Ólafs-
son, f. 1.11. 1932, d. 27.11. 2007.
Birgir og Gyða eignuðust
eina dóttur,
Henný Björk, f.
14.10. 1993. Birgir
átti fyrir Birgittu
Rut, f. 29.10. 1981,
hennar maður er
Halldór Geir Jens-
son. Börn þeirra
eru Arnór Bjarki,
f. 25.10. 2008, og
Kristín, f. 27.7.
2016, d. 24.8.
2018.
Birgir starfaði við ýmis störf
á árum áður en hóf fljótlega
sjómennsku. Hann starfaði hjá
sömu útgerð á Svani RE45 í 22
ár auk þess að vera með trillur
og gera út sína eigin trillu um
tíma.
Birgir var listrænn, málaði
málverk sem prýða mörg
heimili og gaf út bæði lög og
texta sem hafa hljómað á öld-
um ljósvakans.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Vinur minn og mágur, Birgir
Henningsson, er fallinn frá.
Með yfirvegun og stóískri ró
tókst hann á við sjúkdóm sinn.
Maður heyrði hann svo oft
segja: „Þetta er bara svona, ég
er bara góður, ég hef ekki yfir
neinu að kvarta, hef átt gott líf
og nýt alls þess besta sem hægt
er að njóta. Hér heima er ég
meðhöndlaður sem Sir, hvað
get ég haft það betra.“
Biggi var ákaflega geðgóður
maður sem á sinni lífsins göngu
hafði góð áhrif á alla þá sem í
kringum hann voru, enda vin-
margur. Þar fór maður er gerði
ekki aðrar kröfur til annarra en
þær að þú værir ekki með „al-
menn leiðindi“ eins og hann var
vanur að segja. Hann gerði eng-
an mun á því hver þú varst,
hvaðan þú komst eða hvert för
þinni væri heitið, allir voru jafn-
ir fyrir honum. Hann gat setið á
bekk með ráðherra eða þing-
manni, spjallað við sjómenn
sem listamenn eða sest niður
með þeim sem minna máttu sín,
keypt fyrir þá kaffibolla og eytt
tíma sínum með þeim.
Biggi var einstakur og hlýr
maður sem var annt um alla þá
sem stóðu honum nærri. Hann
spurði ávallt um strákana okkar
Kristrúnar og hvernig gengi hjá
þeim, enda fékk hann alltaf
hlýtt faðmlag frá þeim er hann
kom í heimsókn. „Hann er for-
ingi,“ sögðu þeir alltaf um
Bigga. Hann naut þess að koma
í kaffi, fá almennilegt sjó-
mannakaffi, eins og hann sagði
svo oft, og ræða um daginn og
veginn. Hégómi, hroki og yf-
irlæti í fari fólks var honum lítt
að skapi og hann eyddi ekki
tíma sínum í slíkt. Þetta þægi-
lega viðmót, lífsspeki og húmor
einkenndu Birgi. Kannski eru
þetta þau grundavallaratriði
sem fleiri ættu að tileinka sér
vegna þess að þau skiluðu hon-
um, að hans sögn, eiginkonu
sinni, dætrum og sterkum vina-
hópi. Sérstaklega ber þar að
nefna Inga og Sirrý, sem hafa
staðið ótrúlega þétt við bakið á
Birgi og hans fjölskyldu. Einnig
vil ég nefna Óla, bróður Gyðu,
og Ellen eiginkonu hans. Þau
hafa öll verið ein af þessum
styrku stoðum sem hver fjöl-
skylda þarf á að halda í erf-
iðleikum sem þessum.
Birgir fann hvíld í því að
mála. Pensillinn varð frelsið
sem gerði honum kleift að stíga
út úr veikindum sínum um
stund og láta hugann reika.
Hann sá myndir og form sem
hann tjáði á sinn einstaka hátt.
Það getur stundum verið erf-
itt að skilja hvað á suma er lagt,
hvernig þeir komast í gegnum
áföll eða læra að lifa með þeim,
vita kannski hvert stefnir í lífi
sínu eða að eitthvað hjartnæmt
er frá þeim tekið. Við stöndum
berskjölduð gagnvart slíku og
sækjum þá styrk okkar hvert í
annað, sem og í okkar trú.
Minningar koma þá fram í huga
okkar og taka á sig mynd.
Minningar um ferðalög, veiði-
ferðir og aðrar gleðistundir.
Lífsins ganga umbreytist í tár á
augabragði. Birgir, þú skildir
eftir þín fallegustu fræ sem
áfram munu bera þér vott um
kærleika, ást og hlýju.
Það kemur að því í lífi okkar
allra við lífsins sólarlag að við
erum ofurliði borin, leitum á
náðir Drottins og skiptum um
dvalarstað. Fyrir mér, vinur
minn, ertu hins vegar ekki far-
inn því ég kem alltaf til með að
sjá þig á bakkanum handan við
ána.
Þakka þér samfylgdina,
Biggi minn, og vináttuna.
Andrés Ellert Ólafsson.
Þá er vinur okkar og veiði-
félagi, Birgir Henningsson, lát-
inn, langt fyrir aldur fram. Við
vorum saman í veiðifélaginu
„Varðliðum lýðveldisins“. Eins
og nafnið gefur til kynna tókum
við okkur ekki of hátíðlega en
vorum samt uppfullir af vitn-
eskju, veiðisögum og hoknir af
reynslu, að því er við töldum.
Leiðir okkar lágu yfirleitt sam-
an í veiðitúrum inn í Veiðivötn.
Með húmorinn að leiðarljósi féll
Birgir vel inn í hópinn. Auð-
veldur í umgengni og ávallt
reiðubúinn að aðstoða. Það
brást aldrei að alltaf þekkti
Biggi einhvern í Veiðivötnum
sem lumaði á veiðisögum eða
brögðum sem gefa skyldu þann
stóra. Við hlógum alltaf saman
að þessum sögum, því hvergi
eru til fleiri „sérfræðingar“ um
veiði en einmitt í Veiðivötnum.
Birgir lét ekki veikindi sín aftra
sér frá að mæta í vötnin, en
hann vildi ekki vera byrði á ein-
um eða neinum. Í okkar síðustu
ferð nú í ágústmánuði var
mættur félagi hans af sjó til
margra ára, Róbert, en þeirra
vinátta spannar allt frá því er
Róbert var að stíga sín fyrstu
skref á sjó. Birgir tók hann þá
undir sinn verndarvæng og
kenndi honum handtökin, skrif-
aðar og óskrifaðar reglur. Nú
var Róbert hins vegar mættur
við hlið félaga síns í hans síð-
ustu veiðiferð. Er þetta til
marks um þau sterku vina-
tengsl sem Birgir hafði við vini
sína. Við þökkum fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með Birgi, það verður tómlegt
að fara í vötnin án hans. Við
vottum Gyðu, Henný og Birg-
ittu okkar dýpstu samúð, sem
og öllum þeim er til Birgis
þekktu. Missir þeirra er mikill.
F.h. Varðliða lýðveldisins,
Ólafur Erling Ólafsson og
Óðinn Pétur Vigfússon.
Birgir
Henningsson
Mig langar að
minnast tengda-
móður minnar með fáeinum orð-
um.
Áslaug var góður og sannur
vinur, alltaf boðin og búin að
hjálpa við hvað sem þurfti, sama
á hvaða tíma sólarhringsins.
Hún var mikill húmoristi og
það var alltaf stutt í grínið, allt
fram á það seinasta. Ég gleymi
því t.d. aldrei þegar við Björg
vorum nýlega byrjuð saman og
ég var heima hjá þeim mæðgum
á Leifsgötunni þegar við Áslaug
tókum okkur til og lugum því að
aumingja Björgu að við værum
skyld – það hitti að vísu ekki al-
veg í mark, en okkur Áslaugu
þótti þetta mjög sniðugt djók.
Mér fannst alltaf svo aðdáun-
arvert hve vel Áslaug náði að
varðveita sitt innra barn, hún
hafði sérstakt lag á því að nálg-
ast fólk á jafningjagrundvelli,
óháð aldri og fyrri störfum, allt
frá ungbörnum upp í háaldraða.
Hún var fordómalaus með
öllu og átti einstaklega auðvelt
með að setja sig í spor annarra.
Það var kannski þess vegna sem
öllum leið vel í nærveru hennar.
Þegar ég bjó hjá þeim mæðg-
um á Leifsgötunni kom gjarnan
fyrir að maður var eitthvað að
kveinka sér yfir timburmönnum
á sunnudagsmorgnum. Þá átti
Áslaug það gjarnan til að segja
eitthvað á þessa leið: „Jæja, nú
býð ég ykkur á Kenny“ og því
næst lá leiðin á KFC þar sem
við gæddum okkur á djúpsteikt-
um kræsingum með kransæða-
kremi.
Það eru ekki allir svona
heppnir í tengdamömmulot-
tóinu.
Áslaug var mikill músíkant í
sér og kunni sannarlega að
njóta tónlistar og hafði virkilega
djúpan skilning á tónlist. Hún
hafði gaman af því að hlusta
þegar ég sat í stofunni og æfði
mig, það skipti engu máli
Áslaug M.G.
Blöndal
✝
Áslaug Mar-
grét Gunnars-
dóttir Blöndal
fæddist 23. sept-
ember 1957. Hún
lést 7. október
2021.
Útförin fór fram
í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
hversu ómstrítt og
hávært. Hún bjó
nefnilega yfir þeim
eiginleika að geta
fundið fegurðina í
öllu.
Hún var stuðn-
ingsmaður og
aðdáandi númer
eitt þegar kom að
tónlistinni. Hún
mætti á alla tón-
leika hjá okkur
Björgu og hjálpaði okkur oftar
en ekki við að flytja græjur og
magnara. Hún var líka dugleg
að mæta þegar vinir okkar voru
að halda tónleika. Hún tyllti sér
iðulega á fremsta bekk og fagn-
aði hæst allra á milli laga og að
tónleikum loknum. Ef henni
virkilega líkaði það sem hún
heyrði var hún vön að kalla:
„Sjöföld gæsahúð!“ og þá vissi
maður að tónleikarnir væru vel
heppnaðir.
Löngu samtölin sem við átt-
um í eldhúskróknum á Leifsgöt-
unni eru mér sérstaklega minn-
isstæð. Við spjölluðum um allt
milli himins og jarðar, en oftar
en ekki spjölluðum við um yf-
irnáttúrulega hluti og Áslaug
sagði mér frá miðilsfundum og
draumum. Hún grínaðist stund-
um með að hún væri galdra-
norn, eftir á að hyggja hefur
einhver alvara fylgt því gríni,
vegna þess að hún var vön að
færa píanó þeirra mæðgna
reglulega milli herbergja í íbúð-
inni ein síns liðs (það var ekki á
hjólum). Ég skildi aldrei hvern-
ig í ósköpunum hún fór að því.
Ég mun sakna allra þeirra
góðu samverustunda sem við
áttum og verð ævinlega þakk-
látur fyrir alla hjálpina, sam-
ræðurnar, einkahúmorinn og
hvatninguna.
Elsku Áslaug, ég vona að
dvölin í Sumarlandinu verði þér
sem allra best. Minning þín
mun lifa með okkur sem vorum
svo heppin að fá að kynnast þér.
Þinn vinur og tengdasonur,
Þorkell Ragnar Grétarsson.
Ég var 5 ára, Guðmundur,
bróðir minn, 3ja ára; foreldrar
okkar koma heim með þriðja
barnið, systur okkar. Frá fyrstu
sýn elskuðum við hana, reistum
henni skjaldborg bróðurkær-
leika og aðdáunar; í spartneskri
hetjusýn soldátans, sem sté
fram og kvartaði undan í því við
fylkingarforingjann að sverð
hans væri of stutt. Svar foringj-
ans var einfalt: „Stígðu skrefi
framar.“
Börn fæðast saklaus – óspillt;
þau kunna ekki skil á skálmöld
heimsins, blóðstríði, svikum né
undirferli. Það lærist með aldri
og árum. Eðlisávísun okkar
bræðra var frá upphafi að stíga
skrefi framar fyrir systur okk-
ar. Við slógumst um hana fram
yfir þroskaárin, næst tvöfaldan
varnarvegg í anda Caesars er
hann barðist gegn Göllum 52
f.Kr – og hafði sigur. Caesar
reit frásögn sína (De Bello Gal-
licum) í þriðju persónu og telst
sú frásögn enn í dag meistara-
verk í pólitískum áróðri. Ég las
þessa bók 13 ára og skildi hana
svo, að ég yrði að vernda systur
mína. Við bræður stóðum einir
gegn óþekktum óvinum. Báðir
vildu gera betur. Ég minnist
þess við slógumst heiftarlega í
svefnherbergi foreldranna
hvorum þætti vænna um hana
og ætti meira tilkall til hennar.
Við beittum hnúum og hnefum í
þessu mikla Gallastríði, brutum
t.d. forláta snyrtiborð móður
minnar og rústuðum töfraspegl-
inum „le miroir élégant“ en
enduðum bæði sekir og saklaus-
ir. Mömmu mislíkaði stórum,
enda snyrtifræðingur – og rofin
hin helgu vé. Hún lét þó kyrrt
liggja. Skömmu síðar kom speg-
ill. Mamma minntist aldrei
framar á þessa orrustu. Hún
skildi forsenduna, þetta var
gott stríð og hún var stolt af
okkur. Þetta vakti frumskilning
minn á móður, konu og meyju.
Ég var 12, Guðmundur 10 og
systir okkar sjö ára.
Konan er ekki eykt heldur ei-
lífð. Án hennar er ekkert. Móð-
ir, systir, eiginkona, dóttir og
ættmóðirin, amma.
Lífið er fæstum skemmtisigl-
ing né lognsævi. Lífið er stríð
og stormar. Ósjaldan fellur
voldug eik í fárviðri. Sefið
hneigir sig undan stormi en rís
á ný. Áslaug var sefið. Hún stóð
af sér stormana og dansaði þess
á milli lífsdansinn við undirleik
sumarsólar andans og lífsgleði
hjartans. Glitvefur lífsþroskans
er óumræðilegur í fegurstu
mynd. Kærleiksfaðmur. Leiðar-
ljós í myrkrinu. Tungutakið ein-
falt en voldugt; barnamál bjart-
sýni, reynslu, skilnings, hugg-
unar og kjarks. Hún hlustaði og
hugsaði áður en hún talaði.
Sem eldist þú og eflist
að árum
æ sjaldnar sinnir eigin
sárum
þín augu gráta annarra
tárum.
(Ingimar Erlendur Sigurðsson)
Endurminningin merlar æ
í mánasilfri hvað sem var,
yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar,
gleðina jafnar, sefar sorg;
svipþyrping
sækir þing
í sinnis hljóðri borg.
(Grímur Thomsen)
Og ég sem drykklangt drúpi
höfði yfir
dauðans ró,
hvort er ég heldur hann, sem
eftir lifir,
eða hinn, sem dó?
(Steinn Steinarr)
Haraldur G. Blöndal, María
Aldís, börn og barnabörn.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Ástkær sonur okkar og bróðir,
BRAGI ÓSKAR BALDURSSON,
lést miðvikudaginn 1. desember
á Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 13. desember klukkan 13.
Vegna sóttvarna eru gestir beðnir að sýna neikvætt hraðpróf við
inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild.
Faðmlög afþökkuð í athöfn vegna covid.
Athöfninni verður streymt, laef.is/bragi-oskar-baldursson/
Anna Maggý Pálsdóttir
Lárus Baldursson
Páll Baldursson
Baldur Bárður Bragason Esmat Paimani Bragason
Róbert Badí Baldursson
Ástkær eiginmaður minn, bróðir, mágur
og vinur,
BÚI GUÐMUNDSSON,
Búi í Hliðskjálf,
vélstjóri,
Eskivöllum 21a,
lést á heimili sínu 6. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
15. desember klukkan 13.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur og þeir sem er boðið viðstaddir útförina.
Streymt verður á https://youtu.be/1DjR0Kq7-U8
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Hjartavernd.
Rannveig Helgadóttir
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SÓLVEIGAR HULDU
ZOPHONÍASDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Lögmannshlíðar og Auðarsystra IOOF.
Guðmundur Bjarnar Stefánsson
Guðbjörg B. Guðmundsd.
Stefán Bjarnar Guðmunds.
Soffía Guðmundsdóttir Reynir Sigurðsson
Sólveig Bjarnar Guðmundsd. Jóhannes Kárason
Ingi Bjarnar Guðmundsson
Guðm. Bjarnar Guðmunds. Sigrún Eydís Jónsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn