Morgunblaðið - 11.12.2021, Qupperneq 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2021
England
Brentford – Watford ................................ 2:1
Staða efstu liða:
Manch. City 15 11 2 2 32:9 35
Liverpool 15 10 4 1 44:12 34
Chelsea 15 10 3 2 35:9 33
West Ham 15 8 3 4 28:19 27
Tottenham 14 8 1 5 16:17 25
Manch. Utd 15 7 3 5 25:24 24
Arsenal 15 7 2 6 18:22 23
Wolves 15 6 3 6 12:13 21
Brighton 15 4 8 3 14:16 20
Aston Villa 15 6 1 8 21:24 19
Þýskaland
Köln – Augsburg...................................... 0:2
- Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs-
burg vegna meiðsla.
B-deild:
Schalke – Nürnberg ................................ 4:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Schalke.
Holland
B-deild:
Oss – Jong Ajax........................................ 1:1
- Kristian Nökkvi Hlynsson var ónotaður
varamaður hjá Jong Ajax.
Danmörk
Bikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur:
Hvidovre – SönderjyskE................ 6:7 (3:2)
- Kristófer Ingi Kristinsson lék allan leik-
inn með SönderjyskE og skoraði í víta-
keppninni.
_ SönderjysE áfram, eftir sigur í víta-
keppni.
4.$--3795.$
Olísdeild karla
FH – Selfoss.......................................... 28:28
ÍBV – Víkingur ..................................... 27:23
KA – HK................................................ 33:30
Valur – Grótta....................................... 25:24
Stjarnan – Afturelding......................... 26:26
Staðan:
FH 12 8 2 2 340:305 18
Haukar 12 8 2 2 358:324 18
ÍBV 12 8 1 3 367:355 17
Stjarnan 12 7 2 3 356:349 16
Valur 11 7 2 2 312:280 16
Selfoss 12 6 1 5 314:308 13
Afturelding 12 4 4 4 342:335 12
KA 12 5 0 7 336:353 10
Fram 11 4 2 5 312:315 10
Grótta 11 3 1 7 293:301 7
Víkingur 12 1 0 11 271:338 2
HK 11 0 1 10 289:327 1
Olísdeild kvenna
Stjarnan – Afturelding......................... 37:22
Staðan:
Valur 9 8 0 1 254:193 16
Fram 9 7 1 1 241:220 15
KA/Þór 8 5 1 2 218:208 11
Haukar 9 4 1 4 242:239 9
Stjarnan 10 4 0 6 255:257 8
HK 9 3 1 5 207:217 7
ÍBV 7 2 0 5 180:183 4
Afturelding 9 0 0 9 187:267 0
Grill 66-deild kvenna
Víkingur – ÍR........................................ 26:28
Staða efstu liða:
ÍR 8 6 1 1 204:166 13
FH 8 5 2 1 206:166 12
Selfoss 8 5 1 2 228:208 11
Fram U 8 5 0 3 236:224 10
HM kvenna
MILLIRIÐILL 3:
Suður-Kórea – Þýskaland ................... 28:37
Ungverjaland – Kongó......................... 30:22
Tékkland – Danmörk ........................... 14:29
_ Danmörk 8, Þýskaland 8, Suður-Kórea 4,
Ungverjaland 4, Tékkland 0, Kongó 0.
MILLIRIÐILL 4:
Argentína – Brasilía............................. 19:24
Japan – Austurríki ............................... 32:30
Króatía – Spánn.................................... 23:27
_ Spánn 8, Brasilía 8, Japan 4, Króatía 2,
Argentína 2, Austurríki 0.
Þýskaland
B-deild:
Gummersbach – Elbflorenz ............... 30:29
- Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk
fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðars-
son 2. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið-
ið.
Rostock – Aue ...................................... 35:34
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 3 skot í marki liðsins.
Frakkland
Nancy – Nimes ..................................... 24:28
- Elvar Ásgeirsson skoraði 4 mörk fyrir
Nancy.
B-deild:
Nice – Massy Essonne ......................... 30:27
- Grétar Ari Guðjónsson varði 3 skot í
marki Nice.
Danmörk
Skive – GOG ......................................... 24:29
- Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot í
marki GOG.
Austurríki
Voslauer – Alpla Hard........................ 28:35
- Hannes Jón Jónsson þjálfar Alpla Hard.
%$.62)0-#
GRASVELLIR
Víðir Sigurðsson
Bjarni Helgason
Keppnistímabilið í íslenska fótbolt-
anum lengist um 45 daga, hálfa
sjöundu viku, ef breytingar sem
lagðar verða til á ársþingi KSÍ í
febrúar verða samþykktar.
Þá verður leikjum í úrvalsdeild
karla fjölgað úr 132 í 162 og leikið
frá 18. apríl til 29. október, í stað
30. apríl til 25. september eins og
gert var á þessu ári.
Lenging tímabilsins hefur lengi
verið baráttu- og áhugamál þeirra
sem vilja sjá íslenska fótboltann
vaxa og dafna og standast sívax-
andi kröfur á alþjóðavettvangi. Ís-
lenska tímabilið er það stysta í
Evrópu.
En stærsta áhyggjuefnið við
lengingu tímabilsins er án efa
ástand íslensku grasvallanna og
hvort þeir þoli það álag að keppni
hefjist upp úr miðjum apríl og
ljúki ekki fyrr en í lok október.
Grasvellirnir í deildinni eru ekki
með hitalagnir, eins og t.d. Kópa-
vogsvöllurinn var með áður en
hann var lagður gervigrasi.
Þá fjölgar grasvöllunum í deild-
inni á milli ára. Á þessu ári fór
meirihluti leikjanna fram á gervi-
grasi, sex lið voru með gras og sex
með gervigras, en KA þurfti að
spila hluta sinna heimaleikja á
gervigrasvellinum á Dalvík.
Nú er hinsvegar ÍBV komið í
deildina á ný með gras á Hásteins-
velli, sem verður reyndar fjarlægt
eftir tímabilið 2022, á meðan gervi-
grasliðin HK og Fylkir féllu úr
deildinni. Þar með eru sjö graslið
en fimm gervigraslið í deildinni
2022.
Þetta þýðir meðal annars að
a.m.k. einn leikur í fyrstu umferð-
inni 18. apríl þyrfti að fara fram á
grasi, nema KA verði úthlutað
heimaleik og hann fari fram á Dal-
vík.
Sama er að segja um loka-
umferðina en ein af leiðunum til að
vinna gegn þessu vandamáli er að
raða mótinu upp þannig að í fyrstu
einni til tveimur umferðunum væri
nær eingöngu leikið á gervigras-
völlum, sem og í lokaumferðinni.
En hvað segja vallarstjórarnir,
starfsmenn félaga og bæjarfélaga
sem hafa ekkert ákvörðunarvald
varðandi Íslandsmótið og verða að
sjá til þess að vellirnir verði í
standi ef af þessu verður?
Morgunblaðið ræddi við fimm
vallarstjóra grasvalla, einn fram-
kvæmdastjóra og einn formann, til
að fá stöðuna og sjónarmiðin hjá
þeim sjö félögum þar sem leikið
verður á grasi keppnistímabilið
2022.
Samnefnarinn í þeirra máli er sá
að um gríðarlega áskorun verði að
ræða að vera með grasvellina í not-
hæfu ástandi í apríl og október, og
þar þurfi fyrst og fremst að
treysta á hagstæða veðráttu.
Játum okkur sigraða
Sævar Pétursson, framkvæmda-
stjóri KA:
„Nýja fyrirkomulagið leggst
mjög vel í okkur en þessu fylgja
líka ákveðin vandamál þegar horft
er til vallaraðstæðna. Við munum
væntanlega ræða við vini okkar á
Dalvík um að spila á þeirra velli
enda alveg ljóst að það verður eng-
inn grasvöllur fyrir norðan tilbúinn
um miðjan apríl. Við vitum heldur
ekki hvernig grasvellirnir verða
um miðjan október þannig að þetta
verður áhugavert. Framtíðin fyrir
norðan felst í gervigrasvöllum og
við þurfum bara að játa okkur
sigraða í þeim efnum. Það verður
mikil áskorun að halda vellinum í
góðu ásigkomulagi og við, eins og
önnur lið sem spila á grasi, verðum
í basli í byrjun móts. Það er komið
Treysta á að
veðrið verði
hagstætt
- Vallarstjórar grasvallanna segja
lengingu tímabilsins mikla áskorun
Meistaravellir Heimavöllur KR-inga er einn af sjö gras-
völlum sem leikið verður á í úrvalsdeild karla 2022. Svona
leit hann út í gær. Spurning er hvernig hann kemur undan
vetri og hvort um snjóalög verður að ræða í aprílmánuði.
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FH fór í gær upp í toppsæti Olísdeild-
ar karla í handbolta eftir 28:28-
jafntefli gegn Selfossi á heimavelli.
Egill Magnússon skoraði jöfn-
unarmark FH á síðustu sekúndunni
eftir að Selfoss hafði verið með 28:25-
forskot þegar skammt var eftir.
FH-ingar neituðu hins vegar að
gefast upp á meðan Selfyssingar voru
klaufar hinum megin. Selfoss fór að
verja forskotið, sem er hættulegur
leikur gegn eins góðu liði og FH. FH-
ingar gengu á lagið og náðu í verð-
skuldað stig. Markið var kærkomið
fyrir Egil, en hann var aðeins með
eitt mark úr tíu skotum fyrir loka-
skotið. FH er með 18 stig eins og
grannarnir í Haukum en FH vann
leik liðanna á dögunum og er því í
toppsætinu.
Ásbjörn Friðriksson skoraði níu
mörk fyrir FH og Einar Örn Sindra-
son átta. Ragnar Jóhannsson gerði
átta fyrir Selfoss og Hergeir Gríms-
son fimm.
Ótrúlegt jafntefli í Garðabæ
Það benti allt til þess að Aftureld-
ing gæti loks fagnað sigri eftir þrjá
leiki í röð án þess að fá tvö stig. Mos-
fellingar voru með 22:12-forskot þeg-
ar 20 mínútur voru til leiksloka gegn
Stjörnunni og allt í blóma. Þá tóku
Stjörnumenn við sér og skoruðu 14
mörk gegn aðeins 4 á lokakaflanum
og tryggðu sér ótrúlegt jafntefli. Aft-
urelding hefur nú leikið fjóra leiki í
röð án sigurs á meðan Stjarnan hefur
leikið þrjá í röð án þess að tapa.
Leó Snær Pétursson skoraði tíu
mörk fyrir Stjörnuna og Björgvin
Þór Hólmgeirsson gerði níu. Árni
Bragi Eyjólfsson og Blær Hinriksson
skoruðu sjö hvor fyrir Aftureldingu.
Erfið fæðing hjá ÍBV
ÍBV er í þriðja sæti með 17 stig eft-
ir torsóttan 27:23-sigur á nýliðum
Víkings á heimavelli. Þegar skammt
var eftir var staðan 21:21 en Eyja-
menn voru sterkari á lokakaflanum.
ÍBV lenti einnig í vandræðum með
nýliða HK í síðasta leik, en þá skipt-
ust liðin á stigum eftir 39:39-jafntefli.
Leikmenn ÍBV ætluðu ekki að tapa
stigum gegn öðrum nýliðum og dugði
góður lokakafli til sigurs.
Gauti Gunnarsson og Kári Kristján
Kristjánsson gerðu sex mörk hvor
fyrir ÍBV á meðan Jóhannes Berg
Andrason fór á kostum fyrir Víking
og skoraði 13 mörk, þar af fimm úr
vítum.
Valur getur jafnað toppliðin
Valsmenn eru tveimur stigum á eft-
ir toppliðunum úr Hafnarfirði og með
leik til góða eftir 25:24-sigur á Gróttu
á heimavelli. Valsmenn hafa nú í tví-
gang lent í erfiðleikum með Gróttulið-
ið, en Valur vann einnig eins marks
sigur á Seltjarnarnesi í október, 22:21.
Grótta er í tíunda sæti og ætlar sér að
vera með í baráttunni um sæti í úr-
slitakeppninni.
Arnór Snær Óskarsson skoraði sjö
mörk fyrir Val og Tumi Steinn Rún-
arsson gerði sex. Birgir Steinn Jóns-
son skoraði sjö fyrir Gróttu og þeir Ív-
ar Logi Styrmisson og Igor Mrsulja
fjögur hvor.
KA vann 33:30-sigur á HK á heima-
velli. Mikið jafnræði var með liðunum
stærstan hluta leiks og var staðan
28:27, KA í vil, þegar skammt var eft-
ir. Heimamenn voru hins vegar sterk-
ari á lokakaflanum og unnu að lokum
þriggja marka sigur.
KA-menn virðast vera ná takti eftir
erfiða byrjun en liðið hefur unnið tvo
leiki í röð, eftir þrjú töp í röð þar á
undan. HK er að spila betur en í upp-
hafi móts og hafa nýliðarnir gert vel í
að ná jafntefli gegn ÍBV í Vest-
mannaeyjum og standa í KA á Ak-
ureyri. Liðið þarf hins vegar að fara
að safna stigum, en HK-ingar eru með
eitt stig, sex stigum frá öruggu sæti.
Ólafur Gústafsson og Einar Rafn
Eiðsson gerðu sjö mörk hvor fyrir KA
og Óðinn Þór Ríkarðsson skoraði sex.
Kristján Ottó Hjálmsson skoraði
fimm fyrir HK.
FH á toppinn eftir dramatík
- Egill jafnaði á síðustu sekúndunni - Stjarnan vann upp tíu marka forskot
- Valsmenn geta jafnað toppliðin - ÍBV og KA unnu eftir jafna leiki við nýliðana
Morgunblaðið/Unnur Karen
Hetjan FH-ingurinn Egill Magnússon, sem jafnaði á lokasekúndunni, sækir
að Selfyssingnum Alexander Má Egan í Kaplakrika í gærkvöldi.