Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 2

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 2
Þ egar við fjölskyldan fluttum í vor hringsnerist hraðlest í hausn- um á mér. Í eldhúsinu hafði verið tveggja metra hár vínkælir, sem ég veit að marga dreymir um að eignast, en ég gat ekki hugsað mér að hafa slíkan grip sem eldhússtáss. Ætli það hafi ekki verið óttinn við að lenda á meðferð- arstofnun ef ég hefði tveggja metra hátt búbblu-altari fyrir augunum alla daga. Fyrir mig er alveg nógu mikil áskorun að eiga ísskáp. Mitt fyrsta verk var að hafa samband við arkitektinn sem hannaði eld- húsið fyrir nokkrum árum og biðja hann um að hanna endurbætur án vínkælis. Ekki stóð á viðbrögðunum. Á örfáum dögum var hann búinn að teikna þetta líka fína eldhús og það eina sem vantaði upp á var að fá tré- smiðjuna sem smíðaði innréttinguna til þess að smíða viðbæturnar. Eftir nokkrar tilraunir svaraði trésmiðjan póstinum mínum og gaf okkur tilboð. Manninum mínum ofbauð reyndar verðmiðinn á sérsmíðinni en ég benti honum á að hann ætti bara að vera þakklátur fyrir að einhver vildi smíða þetta fyrir okkur og það á tilsettum tíma. Björt og brosandi var ég farin að raða inn í skápa í huganum. Svo kom að því að mennirnir frá trésmiðjunni vildu endilega mæla upp teikn- ingarnar svo þetta yrði allt upp á tíu þegar innréttingin mætti á svæðið um miðjan júní. Sælan varði þó ekki lengi. Tveimur dögum áður en innréttingin átti að koma í hús barst tölvu- póstur um að innréttingin væri ekki tilbúin en þær gætu hugsanlega byrj- að að smíða hana eftir tvo mánuði. Ég hef alltaf svo mikla trú á fólki og er svo góðu vön að það hvarflaði ekki að mér að innréttingafyrirtækið myndi svíkja mig. Í stað þess að halda áfram að svekkja mig á þessu ákvað ég að slaufa pöntuninni og finna aðra lausn. Næstu kvöld lá ég andvaka að hugsa hvað við gætum gert í staðinn. Skyndilega mundi ég eftir því að í bílskúrnum ættum við forláta pales- ander-skáp sem hugsanlega gæti komið í staðinn fyrir sérsmíðuðu hill- urnar. Fyrrnefndur skápur er handsmíðaður í Danmörku og mikil völd- unarsmíði. Næsta skref var að hringja í smiði sem ég þekki og svíkja mig aldrei. Stuttu síðar voru litlu meistararnir mættir á svæðið og um hálftíma síðar var skápurinn kominn upp á vegg. Einhvern veginn smellpassaði hann og var í raun miklu betri lausn en sú sem ég hafði séð fyrir mér áður. Í skápinn má raða bollum og diskum, skrautmun- um eða nota sem bókahillur. Á hverjum morgni hugsa ég hlýlega til tengdaföður míns sem erfði skápinn eftir móður sína. Á meðan efri hlutinn af þess- um palesander-skáp lifir góðu lífi í eldhús- inu er neðri hlutinn á ganginum þar sem hann gegnir lykilhlutverki sem hirsla og hleðslustöð fyrir raftækin sem trufla til- veru nútímafólks eins og okkar. Það sem ég lærði af þessu er að það þarf ekki alltaf að sækja vatn- ið yfir lækinn því stundum blasir lausnin við þegar við neyðumst til að hugsa! Svikin loforð MartaMaría Jónasdóttir Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn heima? „Það er við eldhúsborðið heima með kaffibolla, sér- staklega um helgar.“ Áttu þér uppáhaldshúsgagn? „Við eigum lítinn hægindastól sem við keyptum þegar við bjuggum í London og vorum með pínulitla stofu. Þar var mjög lítið pláss og umfang stólsins í samræmi við það. Í dag er stóllinn inni í herbergi dóttur minnar og nýt- ist í kvöldlesturinn fyrir hana.“ Hvers virði er að eiga sína eign sjálfur? „Aðalmálið er húsnæðisöryggi og viðráðanlegur húsnæðiskostn- aður. Á Íslandi er mjög erfiður leigumarkaður, þar sem erfitt hef- ur verið fyrir fólk að treysta á lang- tímaleigu á hóflegu verði. Því er ekki skrítið að mjög margir vilji eiga sína eigin eign. En það þarf ekki að vera þannig. Víða, sem dæmi í Þýskalandi, er um helmingur af markaðnum leigu- húsnæði. Þar skiptir mestu máli öryggið og heilbrigður rammi í kringum mark- aðinn.“ Ættu allir Íslendingar að geta keypt sér íbúð? „Allir Íslendingar ættu að geta treyst á öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Það eru mannrétt- indi að hafa þak yfir höfuð sér, og það getur verið í formi leigu eða eignar. Það er mjög mikilvægt að stutt sé betur við uppbyggingu leigumarkaðs sem býður upp á hóflega leigu og öryggi. Það getur hentað fólki á mismunandi tímum í lífinu, sumir myndu alltaf vilja leigja, en fyrir ungt fólk er það líka lykilatriði að geta verið í leigu- húsnæði á fyrstu árunum sínum sem gerir því kleift að spara meira fyrir innborgun í eign.“ Hvernig lýsir þú þínum persónulega stíl? „Við erum með talsvert af einfaldri skandinavískri hönnun heima, en höfum frekar lagt upp með að vera með áhrifa- rík listaverk, nær allt ungt fólk sem hefur verið að stíga sín fyrstu skref á listasviðinu. Bæði eru þetta áhugaverð- ari verk að mínu mati, en eins finnst mér mikilvægt að styðja við unga og núlifandi listamenn.“ Býrðu í draumahúsinu þínu? „Já, vonandi þarf ég aldrei að flytja aftur. Við fluttum mjög oft milli leiguíbúða þegar við bjuggum erlendis. Við flutt- um í parhús í fyrra, þar sem fyrri eigendur höfðu haldið upphaflegri hönnun mjög vel við. Húsið er byggt árið 1967 og er mjög hlýlegt. Þar er stór stofa og stórt alrými en lítil herbergi sem er nákvæmlega það sem hentar okkur. Við fjölskyldan erum svo lítið í herbergjunum okkar.“ Hver er uppáhaldslistamálarinn þinn? „Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir er einstaklega hæfi- leikaríkur listamaður að mínu mati.“ Hvaða snjallforrit notar þú mest? „Það er dagatalið mitt. Áður en ég fór í kosn- ingabaráttu var ég aldrei á samfélagsmiðlum og lagði alltaf frá mér símann eftir níu á kvöldin. Þetta hefur breyst tímabundið við- urkenni ég.“ Hvort ertu meira fyrir bað eða sturtu? „Ég fer alltaf í sturtu, en er mjög ánægð að við erum með baðkarið á meðan dótt- ir okkar er lítil. Það er notað á hverju kvöldi.“ Ef þú réðir öllu í landinu, hverju myndirðu breyta þegar kemur að heim- ilum Íslendinga? „Ég myndi vilja fjölga litríkum húsum á land- inu – og panelleggja fleiri loft og veggi.“ Hver er tilgangur lífsins? „Samverustundir með fjöl- skyldu.“ Hver er uppáhaldsliturinn þinn á veggjum á heimilinu? „Við erum bara með hvíta málaða veggi heima. Það er líka viðarpanell í loftinu hjá okkur og á þó nokkrum veggjum í stofunum sem þýðir að það er ekki mikið pláss fyrir litagleði. Síðan er nóg af litum í listaverkunum.“ Hvernig dekrar þú við þig heima? „Með því að hangsa um helgar. Bestu helgarnar eru þær sem eru algjörlega óskipulagðar, morgunmaturinn tekinn á þremur klukkutímum, göngutúr og afslöppun með fjöl- skyldunni.“ Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? „Ég er mjög hrifin af danskri húsgagnahönnun. Finn Juhl hannaði ótrúlega falleg húsgögn á sínum tíma, einföld og tímalaus. Ótrúlegt handverk og húsgögn sem eiga að ganga á milli kynslóða enda rándýr – líftíminn skiptir þó máli.“ Hvort er betra að elda eða ganga frá? „Elda, það er klárt mál.“ Hvers hlakkar þú til? „Ég er bara full tilhlökkunar að fá að taka þátt í sam- félagsþjónustu í auknum mæli í gegnum þingstörf! Það hefur verið ótrúlega gefandi að stíga inn á hið pólitíska svið á síðustu mánuðum. Ég ætla þó að gera mitt allra besta að raska heimilislífinu mínu ekki um of. Fjölskyldan mín er í fyrsta sæti – ég vinn í kringum þau. Ég er mjög meðvituð um það núna þegar ég breyti um gír.“ „Vonandi þarf ég aldrei að flytja aftur“ Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, er hagfræðingur að mennt sem hefur unnið við efnahagsgreiningar undanfarin ár í Bandaríkjunum og Lond- on. Hún fékk nóg af því að flytja á milli leiguíbúða þegar hún bjó erlendis á sínum tíma. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Kristrún er hrifin af danskri húsgagna- hönnun, þá sér í lagi húsgögnum eftir Finn Juhl. Kristrún Frostadóttir flutti mikið þegar hún bjó erlendis. Hún býr nú á góðum stað og á notalegt heimili sem hún vonar að geta búið í lengi. Ljósmynd/ Finn Juhl.com Bestu helgarnar eru þegar morgunmaturinn er tekinn á þremur klukkustundum. Jóhanna Kristbjörg Sigurðar- dóttir er í uppáhaldi hjá henni. Hún fer oftast í sturtu sjálf en er ánægð með baðið líka. Ljósmynd/ Colourbox Ef Kristrún réði öllu í landinu þá væri hún til í að fjölga litríkum húsum í landinu. Ljósmynd/ Colourbox 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndin er frá Minarc.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.