Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 6

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 E ldhúsið er hannað í lok 2019 í nánu samstarfi við eiganda hússins sem ég þekkti fyrir. Eldhúsið sem var í húsinu var komið til ára sinna, úr dökkum við í lokuðu rými og ekki endilega hentugt fyrir núverandi eiganda. Við vorum samt ekki alveg sammála í upp- hafi hvort eða hvernig eldhúsið ætti að vera. Ég vildi opna eldhúsið inn í borðstofu og stofu og tengja þannig rýmið betur við önnur rými hússins en eigandinn var ekki alveg viss með það. Í mínum augum er húsið ein- staklega vel hannað hús frá áttunda áratugn- um með opnum rýmum, stórum gluggum og bjart. Þáverandi eldhús var ekki í tengslum við önnur rými eins og títt var í hönnun húsa áður fyrr, þar sem húsmóðirin átti sér sama- stað í eldhúsinu. Í nútímasamfélagi er eld- húsið samverustaður fjölskyldu og vina, enda algengt að fólk vinni mikið og tími samver- stunda sé af skornum skammti. Því er að mínu mati mikilvægt að geta safnast saman yfir matargerðinni, farið yfir daginn, gert heimalærdóminn og svo framvegis meðan á matargerð stendur,“ segir Sigríður. Sigríður segir að eigandi hússins hafi ekki viljað hvítt nýtískulegt eldhús. „Eigandinn var mjög opinn fyrir að gera eitthvað skemmtilegt en á sama tíma með skýra sýn á hvað hún vildi og vildi ekki. Við fórum í gegnum alls kyns hugmyndir og margar ansi skemmtilegar og litríkar, en módern hvítt eldhús var ekki á óskalistanum. Morgunblaðið/Eggert Arkitektinn Sigríður Arngrímsdóttir á heiðurinn af eldhúsi nokkru á höf- uðborgarsvæðinu. Hún og eigandi eldhússins tókust svolítið á áður en hönnunarferlið byrjaði. Eigandinn vildi alls ekki hvítt nýtískulegt eldhús. MartaMaría | mm@mbl.is Skipulagið á eldhúsinu er gott. Stór eyja gegnir lyk- ilhlutverki. Stólarnir voru keyptir í Willamia. Þeir eru með brass-fótum eins og bakið á eyjunni. Vildi alls ekki hvítt nýtísku- legt eldhús 5 SJÁ SÍÐU 8 Sigríður Arngríms- dóttir arkitekt hann- aði eldhúsið fyrir viðskiptavin sinn. Innréttingin er úr IKEA en borðplatan er í rauninni stór flís úr Álfaborg. Takið eftir brasskantinum í kringum innrétt- inguna? Hann setur mikinn svip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.