Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 14
S
igrún er líf- og umhverfisfræð-
ingur sem hefur lengst af unnið
við kennslu, náttúruvernd og um-
hverfismennt. Síðustu 13 árin
hafa þó nær eingöngu farið í rit-
störf.
„Ég var að ljúka við ævisögu Sigurðar
Þórarinssonar, jarðfræðings og söngva-
skálds; „Sigurður Þórarinsson.
Mynd af manni.“ Hann fæddist
árið 1912 og lést árið 1983.
Á meðan hann lifði vissi öll
þjóðin hver hann var en
hann er mörgum
gleymdur nú. Ævisagan
er tveggja binda verk,
800 síður með 700
myndum og kemur von-
andi út í næstu eða þar-
næstu viku.“
Byggðu húsið fyrir 35 árum
Sigrún býr í fallegu húsi sem
þau fjölskyldan byggðu fyrir 35 árum.
„Húsið var á mörkum Reykjavíkur í
Selásnum og úr gluggum þess útsýni
í allar áttir. Nú hefur mikið verið
byggt hér í kring en við erum engu
að síður á mörkum borgar og heiða-
landa sem er dýrmætt og reyndar
ákaflega óvenjulegt í veröldinni. Flest-
ar borgir eru umluktar landbún-
aðarlandi. En ef ég ætti að lýsa heimilinu
mínu þá er það fyrst og fremst notalegt.“
Alin upp af fólki sem féll aldrei verk úr
hendi
Hvað getur þú sagt mér um áhuga þinn á
íslensku handverki?
„Ég er alin upp hjá fólki sem aldrei féll
verk úr hendi. Fóstra mín saumaði og prjón-
aði, ekki bara föt og hagnýta hluti heldur
líka alls kyns veggteppi, púða, áklæði á stóla
og margt fleira. Karólína Guðmundsdóttir
vefnaðarkona var systir fóstra míns en hún
útbjó og seldi alls kyns munstur og óf java
til útsaums og gaukaði oft að mér efni til
slíks. Hún var mikil listakona og brautryðj-
andi eins og sjá má á sýningunni um hana
sem nú hefur verið sett upp á Árbæj-
arsafni.“
Hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands hefur
orðið vart mikils áhuga fólks á útsaumi eins
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 25 ár
Hiti í bústaðinn
og krosssaumi sem var mjög vinsæll um
miðja síðustu öld. Inni á heimili Sigrúnar
eru tveir fallegir púðar frá þeim.
„Það er lítið að hafa í búðum af munstrum
og efnum í púða. Sú hugmynd kviknaði í
sambandi við sýninguna á Árbæjarsafni um
Karólínu vefara að velja nokkur af hennar
munstrum og útbúa pakkningar með efni og
garni í ákveðið munstur. Fólk gæti þá auð-
veldlega saumað litla mynd sem síðan mætti
ramma inn eða setja í púða eða tösku.
Þetta er sýnishorn af tveim slíkum púð-
um. Hægt er að fá miklu fleiri munstur og
liti en pakkningarnar eru til sölu hjá Heim-
ilisiðnaðarfélaginu í Nethyl 2, á Árbæj-
arsafni og víðar.“
Heimilið er griðastaður
Áttu þér uppáhaldsstað heima?
„Húsið mitt er ákaflega opið, lítið um af-
markaða staði. Hvaða staður er í uppáhaldi
fer eftir því hvað ég er að gera hverju
sinni.“
Sigrún segir gott að vera í umhverfi sem
vekur virðingu fyrir náttúrunni.
„Það er líka gott að vera innan um hluti
sem lög hefur verið hugsun í og vinna, vand-
virkni og natni. Þess vegna er gott að hafa í
kringum sig góðar bækur, listmuni og fal-
legt handverk og að borða vel útbúinn mat.“
Tvö af þeim krosssaumsmunstrum sem unnin hafa verið eftir göml-
um munstrum frá Vefstofu Karólínu Guðmundsdóttur og sett í sér-
stakar sölupakkningar. Hér hafa myndirnar verið settar í púða.
„Húsiðmitt er ákaflega opið“
Sigrún Helgadóttir býr í fal-
legu húsi sem er fullt af
fegurð og spennandi hand-
verki. Sjálf er hún alin upp af
fólki sem féll aldrei verk úr
hendi og þar sem handverk
spilaði stórt hlutverk.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ýmiss konar kross-
saumur, áklæði á stóla,
púðar og dúkar.
Gluggatjöld hekluð úr hör.
Sigrún Helgadóttir. Á bak við hana
er veggteppi unnið með góbelín-
saumi í ullarjava frá Vefstofu Karól-
ínu Guðmundsdóttur. Svipuð teppi
voru oft hengd ofan við legubekki.
Morgunblaðið/Eggert
Krosssaumuð stól-
seta. Munstrið er úr
Sjónabókinni, bók
með gömlum íslensk-
um munstrum sem
kom út fyrir nokkrum
árum. Setan er saum-
uð úr garnafgöngum.
Seta á antíkstól handofin af
Karólínu Guðmundsdóttur.
Útsaumaður bekk-
ur í gluggatjöldum
úr ullarjava. Sigrún
útskýrir þá ná-
kvæmnisvinnu að
vefa ullarjava svo
jafnt að hægt sé að
sauma í hann.