Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 20

Morgunblaðið - 24.09.2021, Side 20
mína til að velja liti fyrir mig. Hún er snillingur í að velja liti og gaf mér líka ýmis góð ráð.“ Eldhúsið er hjartað í íbúðinni Eldhúsið er opið og skemmtilegt og er borðkrókurinn einn af hennar uppáhaldsstöðum. „Bekkurinn í borðkróknum er eins og sérsmíðaður í rýmið þrátt fyrir að þetta séu einingar sem er raðað saman. Mér finnst mjög gott að sitja undir eldhúsglugg- anum og fá mér kaffi og njóta þess að horfa á Hallgríms- kirkju eða fallegt sólarlag. Svo er líka gott að nota borðið til að vinna eða fyrir börnin til að læra við, því það er hægt að breiða vel úr sér þarna. Það var búið að gera eldhúsið upp þegar ég flutti en ég bætti við langri hillu fyrir ofan innréttinguna sem mér finnst gefa hlýleika og gera heimilislegt.“ Gluggarnir eru bjartir og draga umhverfið inn. „Ég féll alveg fyrir stóra glugganum í stofunni og hversu vel hann dregur fram lofthæðina og gefur skemmtilega birtu. Mér finnst stundum eins og ég búi í gróðurhúsi þar sem útsýnið úr gluggunum eru falleg laufmikil tré og plönturnar inni eru eins framhald af þeim. Birtan skiptir mig miklu máli og mér finnst lítil þörf fyrir gardínur.“ Borðkrókurinn í eldhúsinu er uppáhaldsstaðurinn fyr- ir kaffibollann á morgnana en brúni leðurstóllinn í stof- unni keppir við krókinn þegar kemur að vinsældum, sér í lagi þegar tími er fyrir lestur. „Svo er sjónvarpskrókurinn mjög huggulegur með góðri mynd.“ Listaverk í alls konar formum Ertu mikið fyrir að vera heima og skipuleggja þar? Að elda góðan mat og fleira í þeim dúr? „Ég er mikið heima við núna þar sem ég vinn að hluta til heima þegar ég er ekki að vinna fyrir Woman Political Leaders sem eru með skrifstofu á Vinnustofu Kjarvals. Ég hef mjög gaman að því að fá fólk í mat og elda mikið fyrir fjölskyldu og vini. Ég elska að búa til góðar stundir og íbúðin hentar svo sannarlega til þess. Auk þess elska ég hvað er stutt í margt sem skiptir mig máli. Sem dæmi útivist í Öskjuhlíð og sjósund í Nauthólsvík. Svo geng ég með hundinn á Klambratúni og fæ mér kaffi á Kjarvals- stöðum. Ég dýfi mér í sund í Sundhöllinni eða í Vest- urbæjarlauginni og svo kann ég auðvitað að meta að geta gengið eða hjólað í miðbæinn. Þar sem ég nýt þess að fara út að borða eða að sækja menningarviðburði.“ Hvaðan eru húsgögnin þín og innréttingar? „Húsgögnin eru héðan og þaðan og eru bæði gömul og ný. Sófinn í stofunni er Erik Jörgensen EJ220 2 úr Epal og sófaborðið er líka úr Epal. Ég er einnig með Wave- stólana úr Casa í stofunni. Bekkurinn í borðkróknum er nýr og var keyptur í þetta rými en hann er úr Fakó og stólarnir í eldhúsinu eru Vitra Eames úr Pennanum. Borðstofuborðið er úr Tekk/Habitat og hefur fylgt mér lengi. Svo kemur IKEA líka sterkt inn með annað. Ég hef gaman af fallegum ljósum og lömpum og er með Lou- is Poulsen standlampa sem ég held mikið upp á auk þess sem ég er meðal annars með lampa og nokkur ljós frá Heimili og hugmyndum og Habitat.“ Bækur ramma inn heimaskrifstofuna Hún segir brúna leðurstólinn í stofunni í sérstöku uppáhaldi hjá Hentu sem er heimilishundurinn af wip- pet-tegund. Hvað með myndlistina á heimilinu? „Ég hef mikinn áhuga á myndlist og á nokkur verk sem mér þykir afar vænt um. Mér finnst falleg myndlist gefa heimilinu persónuleika. Bækur eru líka ómissandi hluti af heimilinu og ramma inn litlu heimaskrifstofuna mína.“ Halldóra er að vinna í allskonar „giggum“ en það er nýtt orð yfir verktaka og sjálfstætt starfandi sem Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Herdís Pála Pálsdóttir hafa verið duglegar að kynna meðal annars í nýútkominni bók sinni sem heitir Völundarhús tækifæranna. „Þær lýsa „giggi“ sem afmörkuðu tímasettu verkefni sem hefur verið skilgreint og hefur upphaf og endi. Þannig að „giggari“ er kannski eitthvað sem hefur verið til mjög lengi en við höfum kallað það annað. Þessa dag- ana er ég með nokkur „gigg“ en ég hef verið að vinna stefnumótun fyrir mjög áhugavert fyrirtæki ásamt því að vera verkefnastjóri á Íslandi fyrir Heimsþing kven- leiðtoga í Hörpu í nóvember fyrir Woman Political Lead- ers. Svo kenni ég meistaranemum á Bifröst verk- efnastjórnun.“ Halldóra Vífils- dóttir hjálpaði húsráðanda við val á litum. Hundurinn Hneta veit um alla bestu staðina að hvíla sig á. Bækurnar ramma inn skrifstofuna í stofunni. Bekkurinn í borð- króknum er nýr og var keyptur inn í rým- ið. Hann er úr Fakó. Kaffivélin í bland við ristina og listmálaða bollana. Það er eitthvað við að hafa lampa í eldhúsinu sem gerir það hlýlegt. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sófinn í stofunni er Erik Jörgensen EJ220 2 úr Epal. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.