Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Það er eitthvað við dökka svefn-
herbergisveggi sem heillar. Rúmteppi
og púðar voru keypt í New York.
Ragna Sif segir að hún sé smá draslari og að hún elski að
gramsa í gömlum hlutum.
„Borðstofustólarnir eru IKEA, en ég hef ekki fundið aðra
sem ég elska nógu mikið til að safna fyrir eða splæsa í. Ég er
smá draslari og elska að gramsa í gömlu og gefa nýjan tilgang.
Sófaborðið er til dæmis gömul marmaraplata sem ég fann upp
við vegg bak við einhverja skápa í Samhjálp fyrir tíu til tólf ár-
um. Hún hafði auðsjáanlega verið úti lengstan tíma af sínu lífi
en ég elskaði það. Undir henni eru svo bara tveir beykikubbar
úr Bauhaus sem ég málaði svarta. Eins er gamalt borðstofu-
borð frá ömmu minni í föðurætt svo með nýtt hlutverk sem
skrifborð inni í stofu en ég vinn mikið þar og maðurinn minn
líka og þá sérstaklega í þessu kórónuveiru-ástandi.“
Listaverkin á veggjum heimilisins eru alls konar.
„Listin á veggjunum eru bara allskonar bland. Sumt er
gamalt sem við höfum erft, annað er bara eitthvað sem mér
finnst fallegt og skemmtilegt úr sem dæmi Góða hirðinum. Við
erum einnig með ljósmyndir eftir mig sjálfa upp á vegg og
sitthvað sem við keyptum á sínum tíma í New York. Við höld-
um mikið upp á verk sem við keyptum einmitt þar eftir Nik-
olai Makarov. Við keyptum það á frekar stórum tímamótum
þar sem við vorum aðeins að uppskera eftir þrotlausa vinnu-
törn í nokkur ár.“
Fossvogurinn hefur verið framhald af heimilinu í faraldr-
inum
Ragna Sif er einnig mjög hrifin af gömlum ljósum sem hún
hefur ferðast með víða að úr heiminum.
„Ég hef burðast með alls konar krónur og lampa heim við
mismiklar vinsældir, en sumt fæst samþykkt á endanum þótt
ég þurfi nú stundum aðeins að selja hugmyndina. Ég hef oft
sagt að allt ljótt sé fallegt, maður þurfi bara að sjá það. Ég hef
þessa þörf fyrir að blanda alls kyns efnum og lögum en fæ svo
líka þörf fyrir að hreinsa eitt og annað smálegt út inn á milli.
Það er alveg eitthvað til í þessu „less is more“ þótt það sjáist
kannski ekki alltaf hjá mér.“
Ertu mikið heima hjá þér?
„Já við erum mikið heima, enda finnst mér við bara svaka-
lega lánsöm að eiga gott heimili þar sem við njótum þess að
elda góðan mat og hafa huggulegt. Ég elska samt líka að fara
út og hitta vini og fjölskyldu. Að ferðast og njóta náttúrunnar
en þá er líka alltaf gott að koma heim aftur.“
Hvað gerir hús að góðu heimili?
„Persónulegt og frjálslegt innbú og bara það sem hentar
hverjum og einum að hafa í kringum sig er málið að mínu áliti.
Það sem höfðar til manns og eitthvað sem tekur utan um
mann, sem er ekki of stíft og að heimilið þoli venjulegan um-
gang og ágang.
Hlutir verða að mega rispast og að það sjái á einhverju er
bara skemmtilegt. Samt reynir maður alltaf að ganga um af
virðingu og fara vel með. Svo er það svo dýrmætt að geta lok-
að að sér og að slaka á eftir daginn og geta notið þess líka að
bjóða gestum í mat og að öllum líði þá vel.“
Hvað hefur kórónuveirutíminn kennt þér þegar kemur að
heimilinu?
„Aðallega að það er gott að geta unnið heima og haft pláss
til þess í góðu umhverfi. Ég kann svo vel að meta nálægð
heimilisins við sjóinn, en hér á Kársnesinu er frábært að búa
og Fossvogurinn sem við erum svo nálægt er síbreytilegur og
hefur verið framhald af heimilinu í faraldrinum.“
Á stigaganginum má sjá stóra ljós-
mynd eftir Rögnu Sif. Verk eftir
hana ná finna á vefnum ragnasif.is.
Bleikur veggur gerir
mikið fyrir stofuna.
Það geta fundist miklar ger-
semar á mörkuðum ef
marka má það sem Ragna
Sif finnur víða. Þetta lista-
verk er keypt á Bland.
„Ég hef burðast með alls
konar krónur og lampa
heim við mismiklar vin-
sældir, en sumt fæst sam-
þykkt á endanum þótt ég
þurfi nú stundum aðeins
að selja hugmyndina“