Morgunblaðið - 24.09.2021, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Raðaðu saman þínum skáp
Framleitt í eik nat, hvítaðri eik og svertuð eik
S
elma Rut er um þessar mundir í
endurhæfingu vegna langvinnra
veikinda.
Eins og heimilið hennar ber
með sér er hún með brennandi
áhuga á öllu innanhúss, hvort sem það er
hönnun, stílisering eða fallegir hlutir með sál.
„Ég elska líka að gefa gömlum hlutum nýtt
líf og má segja að það sé sameiginlegt áhuga-
mál okkar hjóna að taka hluti í gegn; breyta
og bæta.“
Þegar yngsta barn þeirra hjóna fæddist ár-
ið 2016 ákváðu þau að stækka við sig.
„Við tókum þá ákvörðun að henda okkur út
í djúpu laugina og byggja okkur hús frá
grunni.
Það hefur þó tekið töluvert lengri tíma en
við lögðum upp með. Við bjuggum hjá for-
eldrum mínum í 17 mánuði og svo í bíl-
skúrnum í að verða ár á meðan húsið var
klárað að innan. Við erum þó ekki búin enn þá
og erum að leggja lokahönd á pall í kringum
húsið áður en það verður ráðist í að gera
þakkant.“
Barnaherbergin eru ástríðan
Selma Rut er mikið fyrir ljósa tóna og liti
og vil hafa bjarta í kringum sig.
„Ég myndi segja að besta ákvörðunin í
eldhúsinu væri stór og rúmgóð eyja í opnu
rými og tveir bakaraofnar,“ segir hún. Þeg-
ar hún er spurð út í fallegu barnaherbergin í
húsinu játar hún að henni finnist mjög gam-
an að gera fallegt í kringum börnin sín.
„Við ákváðum inni hjá syni okkar að
smíða í kringum rúmið og lakka í sama lit og
veggirnir þannig að við gætum komið í veg
fyrir að Legókubbar og annað smádót væri
alltaf að detta upp fyrir.
Gaflarnir eru renningar sagaðir úr kross-
við, pússaðir og bæsaðir.
Hjá yngstu dótturinni er bleikt alls-
ráðandi enda er það uppáhaldslitur döm-
unar. Við notuðum gamlan sjónvarpsskáp
„Ég elska
falleg barna-
herbergi“
Selma Rut Ingvarsdóttir býr í Mosfellsbænum í fallegu
húsi sem þau fjölskyldan eru að gera upp. Barnaherbergin
eru einstaklega vel heppnuð, enda veit Selma Rut fátt
skemmtilegra en að gera fallegt í kringum börnin sín.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Svarthvítu fjölskyldumyndirnar
setja svip sinn á sjónvarps-
herbergið.
Selma Rut er gift þriggja
barna móðir sem býr í fal-
legu húsi sem er stöðugt
að taka breytingum.
Ljósir tónar eru ríkjandi á
heimilinu. Hér má sjá skáp
úr IKEA í góðum félagsskap
eldri stóls.