Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2021, Síða 2

Víkurfréttir - 01.09.2021, Síða 2
Óska samráðs vegna framtíðarskipulags í Helguvík Nýjasta deiliskipulag fyrir iðn- aðarsvæðið í Helguvík er frá árinu 2015 og miðast við þá iðnaðaruppbygginu sem fyrir- huguð var á svæðin. Breyting hefur orðið á fyrirhugaðri upp- byggingu á iðnaðarsvæðinu í Helguvík og það lóðaskipulag sem er í núverandi deiliskipulagi hentar misjafnlega því tengdu. „Hluti iðnaðarsvæðisins í Helguvík er á forræði Reykjanes- hafnar og er lagt til að samráðs verði óskað við Reykjanesbæ var- andi framtíðarskipulag svæðisins. Hafnarstjóra og formanni stjórnar er falið að hafa samband við skipulagsyfirvöld Reykjanesbæjar og óska eftir viðræðum um fram- tíðarskipulag svæðisins,“ segir í samhljóða samþykkt stjórnar Reykjaneshafnar. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Mundi Gosævintýrið gerir menn sjúka, í Grindavík gestirnir húka. Komnir í keng, kvíðnir í spreng því í Kvikunni kostar að kúka. Aðkoma frá þjóðvegi að athafnasvæði við Njarðvíkurhöfn verði skoðuð Stjórn Reykjaneshafnar segir að við yfirferð á aðalskipulagi Reykjanes- bæjar, sem nú er í endurskoðunar- ferli, hafi vaknað spurningar um aðkomu frá þjóðvegi að atvinnu- og hafnarstarfsemi við Njarðvíkurhöfn. „Stjórn Reykjaneshafnar hefur yfirfarið vinnslutillögu aðalskipulags er varða svæði sem tilheyra atvinnu- og hafnarstarfsemi Reykjaneshafnar. Við þá yfirferð hafa vaknað spurn- ingar, sérstaklega er varðar aðkomu frá þjóðveg að atvinnu- og hafnar- starfsemi við Njarðvíkurhöfn. Stjórn Reykjaneshafnar felur hafnarstjóra og formanni stjórnar að koma við- komandi athugasemdum á framfæri við skipulagsyfirvöld Reykjanes- bæjar,“ segir í afgreiðslu stjórnar- innar sem var samþykkt samhljóða. Vonandi aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar Reykjaneshöfn hefur síðast- liðið ár, í samstarfi við Markaðs- stofu Reykjanes og Reykjanesbæ, unnið að komu smærri skemmti- ferðaskipa til Suðurnesja og lagt þar áherslu á að Keflavíkurhöfn hentaði vel til móttöku slíkra skipa. „Stjórn Reykjaneshafnar fagnar því að það starf sem hófst á árinu 2019 við markaðssetningu m.a. á Keflavíkurhöfn sem viðkomustað smærri skemmtiferðaskipa virðist vera að skila sér. Í ár hafa fjögur skemmtiferðaskip komið á ytri höfnina og nýtt sér þá aðstöðu í Keflavíkurhöfn sem þjónustar létta- báta varðandi losun og lestun far- þega eða vöru. Eitt skemmtiferðaskip lagðist að hafnarkanti í Keflavíkurhöfn þar sem farþegar voru sóttir af ferðaþjónustuaðilum til skoðunar- ferðar á Suðurnesjum. Er það von stjórnar Reykjaneshafnar að þetta sé aðeins upphafið að meiri umferð slíkra skipa til Keflavíkurhafnar á komandi árum,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar sem samþykkt var samhljóða á fundi þann 26. ágúst síðastliðinn. Taka gjald af ferðamönnum vegna salerna Bæjarráð Grindavíkur hefur sam- þykkt að taka gjald af ferðamönnum vegna salerna í Kvikunni ef einungis er nýtt sú aðstaða. Þetta var sam- þykkt á síðasta fundi bæjarráðs en sviðsstjóri frístunda- og menning- arsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Honum hefur jafnframt verið falið að útfæra málið. Skemmtiferðaskipið National Geographic Endurance í höfn í Keflavík á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi Frá Ljósanótt 2019. gert verði ráð fyrir samkomutakmörkunum á ljósanótt á næsta ári „Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar hvetur til þess að strax verði farið að huga að undirbúningi Ljós- anæturhátíðarinnar á næsta ári þar sem unnið verði að útfærslum sem taki mið af því að við búum enn við sam- komutakmarkanir. Þá mælir ráðið með að farið verði í sérstaka stefnumótun fyrir hátíðina,“ segir i fundar- gögnum síðasta fundar menningar- og atvinnuráðs. Menningar- og atvinnuráð tekur undir sjónarmið stýri- hóps Ljósanætur og taldi ekki gerlegt að halda Ljósanótt dagana 2. til 5. september næstkomandi í ljósi þeirra sam- komutakmarkana sem nú eru í gildi og útbreiðslu kórón- uveirusmita. Ráðið telur mikilvægt að sveitarfélagið sýni ábyrgð og stuðli ekki að óþarfa samsöfnun fólks á óvissu- tímum og því var hátíðinni í ár aflýst. 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.