Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 8

Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 8
Kjartan Már Kjartansson er með góða tilfinningu fyrir hausti og komandi vetri en hann átti góðar stundir í sumarfríinu á landinu fagra en fór einnig til Tenerife í vor þar sem hann fagnaði 60 ára afmæli sínu – og eins og við er að búast er mikið að gera hjá bæjarstjóranum í Reykjanesbæ. Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Undanfarin ár hef ég tekið sumarfríið í nokkrum hlutum og jafnvel tekið hluta að vetri. Í tilefni af sextugsafmæli mínu í maí fórum við hjónin til Tenerife eftir að hafa verið bólusett og áttum þar frábæra daga í golfi og sól. Þangað höfðum við ekki komið áður. Í júlí áttum við yndislega samveru með börnum, tengdabörnum og barnabörnum í sumarhúsi í Stykkishólmi. Eftir þá dvöl héldum við hjónin svo í blíðuna norður og spiluðum golf á Akureyri, Dalvík og Sauðárkróki. Allt frábærir vellir en ólíkir. Golfvöllur Dalvíkinga er í Svarfaðardal og þangað hafði ég ekki komið áður en á örugglega eftir að koma aftur. Þvílík náttúrufegurð! Auk þess fór ég í árlega veiði með góðum vinum og hef mjög gaman af því.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Það sem kom skemmtilega á óvart var hvað okkur gekk vel að ferðast um á bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Þar munar mikið um afkastamiklar 150kw rafhleðslu- stöðvar sem verið er að koma upp á víða, m.a. á hringveginum í Víði- gerði í Vestur-Húnavatnssýslu. Svo eru 50kw hleðslustöðvar að finna víða, m.a. á Akureyri, Geysi, á Vega- mótum á Snæfellsnesi, á nokkrum stöðum á Suðurlandi og víðar. Upp- bygging innviða fyrir rafmagnsbíla gengur vel sem er afar ánægjulegt að mínu mati.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Já, mér finnst mjög gaman að heimsækja Snæfellsnesið. Náttúru- fegurðin þar er engu lík. Þar búa mágkona mín og svili og við heim- sækjum þau af og til. Fyrir nokkrum árum gekk ég á topp Snæfellsjökuls og útsýnið þaðan er stórfenglegt. Þá finnst okkur hjónum Akureyri og ná- grenni smá „erlendis“ í góðu veðri.“ Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Hún er bara fín. Það er margt gott að gerast og bjartara yfir öllu en t.d. fyrir ári síðan. Núna er unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2022 og þriggja ára áætlunar fyrir 2023– 2025 og í tengslum við þá vinnu öðlast maður góða yfirsýn yfir það sem er að gerast og reynir að spá í spilin eftir bestu getu. Það verður vissulega áskorun að koma saman raunhæfri áætlun með jákvæðri nið- urstöðu því tekjur sveitarfélagsins hafa dregist saman, í kjölfar mikils atvinnuleysis, og margir útgjaldaliðir, ekki síst laun, hækkað mikið. Íbúa- fjölgunin heldur áfram þrátt fyrir mesta atvinnuleysi Íslandssögunnar og það kallar á margs konar upp- byggingu. Samfélagið okkar er yngra en mörg önnur og það kallar m.a. á fjölgun leik- og grunnskóla. Það eru því nokkrar stórar framkvæmdir í gangi eða undirbúningi, s.s. áfram- haldandi bygging Stapaskóla, þ.e. íþróttahús og svo leikskóli. Fram- kvæmdir við nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík hefjast á næsta ári sem og bygging nýs hjúkrunarheim- ilis við Nesvelli og hugsanlega fleiri verkefni. Þá eru ótalin fjölmörg verk- efni á tengd flugvellinu, bæði NATO og ISAVIA. Ég trúi því að ferðaþjón- ustan og flugið haldi áfram að eflast og að við verðum komin á gott ról atvinnulega séð næsta sumar. Það stendur til að halda framkvæmda- þing í haust þar sem farið verður nánar yfir þetta allt saman.“ Hver eru stærstu málin í þínu sveit- arfélagi um þessar mundir? „Atvinnumálin vega þungt. Einnig er sagt um svona heimsfaraldra, eins og við erum að upplifa núna, að þeir skiptist í þrjár bylgjur. Fyrsta bylgjan er faraldurinn sjálfur, önnur bylgja eru efnahagslegar afleiðingar, og þetta hvort tveggja höfum við þegar fengið að reyna, en þriðja og kannski alvarlegasta bylgjan eru samfélagslegar afleiðingar sem enginn veit hversu alvarlegar verða eða vara lengi. Þar á ég við margs konar áskoranir í félagsþjónustunni, sálræna erfiðleika, heimilisofbeldi, barnaverndarmál o.fl. Að búa okkur undir þau verkefni er að mínu mati mikilvægasta verkefnið um þessar mundir.“ Ertu búinn að fara að gosinu í Fagradalsfjalli nýlega og hvernig meturðu stöðuna? „Já, ég gekk að því ásamt vini mínum fljótlega eftir að það hófst. Ég hef ekki farið að því í sumar en fékk þyrluflug yfir gosstöðvarnar í afmælisgjöf frá börnum og barna- börnum í maí og hver veit nema að sú ferð verði farin fljótlega og þá helst í ljósaskiptunum ef hægt er. Það er mjög erfitt að meta stöðuna þegar um náttúruhamfarir er að ræða. Á meðan gosið ógnar ekki lífi og heilsu erum við heppin. Ef fer að gjósa víðar á Reykjanesinu gæti staðan versnað.“ Hvernig myndir þú skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suður- nesjum? „Ég myndi fyrst taka rúnt um Reykjanesbæ, heimsækja Rokksafnið og DUUS Safnahús og fara þaðan í Garð og Sandgerði. Síðan myndi ég halda áfram um Hvalsnes og Stafnes út í Hafnir, að Reykjanesvita og Vala- hnúk, fara út á útsýnispallinn við Brimketil og enda í Grindavík. Þaðan lægi svo leiðin aftur til Reykjanes- bæjar, hugsanlega með stoppi og göngutúr í kringum Seltjörn. Að loknum góðum degi myndi ég bjóða gestunum að njóta kvöldverðar á einhverjum af þeim góðu veitinga- stöðum sem hér er að finna. Að lokum myndi ég hvetja þau til að gista hóteli og koma við í Vogum á heimleiðinni daginn eftir og aka sem leið liggur um Vatnsleysuströnd.“ Ef þú fengir tækifæri á að koma með góð ráð til verðandi þing- manna kjördæmisins, hver væru þau? „Að lofa ekki meiru en þeir geta staðið við, eiga góð samskipti við íbúa allt kjörtímabilið og leggjast á árarnar með okkur, óháð stjórmála- flokkum, í að efla margvíslega opin- bera þjónustu ríkisins hér á Suður- nesjum. Má þar nefna málaflokka eins og atvinnumál, heilbrigðismál, öldrunarmál, menntamál, löggæslu, samgöngur og margt fleira.“ Nú er Ljósanótt ekki haldin, annað árið í röð. Hvað viltu segja um það? Ljósanótt hefur nú verið aflýst tvö ár í röð vegna heimsfaraldurs Covid19. Það var hvorki einföld né skemmtileg ákvörðun að taka. Ljósa- nótt hefur mismunandi þýðingu fyrir fólk. Fyrir suma er hún fjölskyldu- hátíð, fyrir aðra listahátíð og enn aðrir bíða spenntir eftir tilboði versl- anna, leiktækjum eða fornbílaakstri. Allt er þetta rétt. Niðurstaðan varð hins vegar sú að Ljósanótt stæði ekki undir nafni nema með fjölmennum viðburðum eins og Heimatónleikum, Árgangagöngu, útitónleikum á stóra sviðinu og flugeldasýningu. Án þeirra væri þetta orðin önnur hátíð og það var fólk ekki tilbúið að fallast á. Það var búið að semja við hljóm- sveitir og listamenn með fyrirvara um að hætta þyrfti við innan ákveð- inna tímamarka og því varð að taka þessa óþægilegu ákvörðun á þessum tímapunkti. Við vonum svo sannar- lega að við náum að halda Ljósanótt í fullri stærð árið 2022 en megum ekki tapa gleðinni þangað til. Listamenn munu í haust og á komandi vetri standa fyrir alls konar viðburðum, sýningum og tónleikum sem ég vil hvetja bæjarbúa til að sækja vel.“ Gekk vel að ferðast um landið á rafmagnsbílnum Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er bjartsýnn og segir bjartara yfir öllu en í fyrra Kjartan Már og Jóna kona hans í fríinu á Tenerife í vor. Á efri myndinni eru þau með börnum sínum og fjölskyldum á góðri stundu. 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.