Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 13

Víkurfréttir - 01.09.2021, Side 13
Eysteinn Þór Kristinsson er nýráðinn skólastjóri Grunnskóla Grinda- víkur en hann hefur alið manninn í Neskaupstað alla tíð. Er nú kominn í „heitasta“ bæjarfélagið á landinu og segist hafa fengið mjög góðar móttökur. Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Ég er bjartsýnsmaður að eðlisfari og vona svo sannarlega að komandi skólaár verði okkur gott. Ég hef fulla trú á að veturinn verði mun uppbyggilegri og skemmtilegri en sá síðasti og hvað þá vorönnin sem var þar á undan.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Stærsta mál Grunnskóla Grindavíkur er væntanlega nýbyggingarframkvæmdir þær sem eiga sér stað við Hópsskóla. Við von- umst til að taka nýtt húsnæði þar í notkun fljótlega í byrjun nýs árs. Nýja húsnæðið mun verða afar kærkomið fyrir aðstöðu yngstu nemenda skólans og starfsfólk þess stigs.“ Hilmar Egill Sveinbjörnsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, segir tilfinninguna fyrir haustinu og komandi vetri vera góða. „Það eru mörg krefjandi verkefni framundan en ég held að við öll sem komum að skólastarfi séum orðin meistarar í að haga seglum eftir vindi hverju sinni. Ég hlakka til vetrarins og veit að við tökumst á við hann af æðruleysi,“ segir Hilmar í samtali við Víkurfréttir. Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Vellíðan nemenda og starfsmanna sem eru búin að fara í gegnum tvo erfiða Covid-vetur. Ég vona svo hjartanlega að við getum haldið skólastarfinu sem eðlilegustu þetta skólaárið.“ Hvernig varðir þú sumarfríinu? „Eins og fleiri sem búa á SV- horninu varði ég sumrinu á Aust- urlandi. Átti indæla daga á tjald- svæðinu í Atlavík og naut alls þess besta sem þessi landshluti hefur upp á að bjóða.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Þegar vinir mínir frá Costa Rica- árunum boðuðu óvænt komu sína til Íslands og við áttum frábærar stundir eftir að hafa ekki sést í sautján ár.“ Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? „Mér finnst þetta land svo stórkost- legt til ferðalaga að ég á erfitt með að gera upp á milli – en ef ég á að nefna einhvern uppáhaldslands- hluta þá eru það Vestfirðir.“ Víkurfréttum lék forvitin á að vita hvernig Hilmar Egill myndi skipu- leggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum. Hann sagðist að sjálfsögðu byrja á stuttu rölti í Vogunum. „Því næst færi ég á Garðskaga, Stafnes, Hafnir, Reykjanestá og Grindavík með öllum þeim flottu stoppum sem eru á leiðinni. Ég tæki með nesti fyrir hádegismatinn og endaði svo í mat hjá honum Þormari vini mínum á Papas í Grindavík, enda frábær staður fyrir svanga ferðalanga.“ „Sumarfrí skólastjóra er vanalega ekki langt né samfellt en dögunum sem ég gat tekið frí var vel varið. Ég fór í maí í dá- samlegum hópi kvenna að gosstöðvum sem var áhrifaríkt. Í sumar útskrifaðist tengdasonur minn, Jón Ágúst, með tvær BS gráður frá HR og sonur minn, Þröstur, ásamt kærustunni sinni, Írisi Ósk, útskrifuðust frá bandarískum háskóla með BS gráður. Það voru því veisluhöld í kringum það,“ segir Sigur- björg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ, þegar Víkurfréttir spurðu hana út í sumarfríið. „Ég fór talsvert í golf í sumar og dagsferð á völlinn í Öndverðar- nesi með góðum æskuvinkonum á besta degi sumarsins stóð klárlega upp úr. Svo fékk ég að verja góðum tíma með barnabarninu mínu, Baldri Loga, þegar foreldrarnir, Sóley og Jón, fóru til Hollands að undirbúa flutning þangað.“ Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? „Ég held að fertugafmælisveisla Hildar Bjarneyjar frænku hafi komið mest á óvart. Eftir langan tíma án partýstands voru allir svo tilbúnir að skemmta sér. Mikið fjör.“ Golfvöllurinn í Öndverðar- nesi uppáhaldsstaðurinn Golfvöllurinn í Öndverðarnesi er uppáhaldsstaður Sigurbjargar innan- lands. „Við erum með sumarbústað í nágrenni hans og förum oft og spilum golf þar. Svo er alltaf fallegt að spila á Kiðjabergi.“ Aðspurð hvernig Sigurbjörg myndi skipuleggja góða dagsferð með gesti á Suðurnesjum, sagði hún: „Það er svo margt spennandi á Suðurnesjum og Reykjanesbæ. Sígilda svarið var Garðskagi og Bláa lónið en mér finnst göngustígar Reykjanesbæjar líka mjög heillandi. Sérstaklega nýja leiðin í Grænásnum. Hún er mjög skemmtileg.“ Hver er tilfinningin fyrir haustinu og komandi vetri? „Tilfinningarnar eru mjög blendnar gagnvart haustinu. Þegar maður starfar í þessu umhverfi sem skólinn er þá hefur heimsfaraldur mjög mikil áhrif og á mjög marga þegar upp koma smit. Haustið hefur því miður ekki farið vel af stað en við vonum það besta en erum undirbúin undir að þurfa að bregðast við, hratt og örugglega.“ Hver eru stærstu málin í þínum skóla um þessar mundir? „Það eru mörg verkefnin í skól- anum mínum og sem betur fer eru þau flest skemmtileg. Við erum að stofna nýtt námsúrræði fyrir nem- endur í Reykjanesbæ, Lindina, sem er skemmtilegt verkefni. Við erum svo að vinna stór verkefni tengd læsi og námsárangri sem verður gaman að taka þátt í og fylgjast með. Það er skrýtin staða að vera í skóla þar sem nemendum fækkar en það skapar líka tækifæri til að gera nýja hluti. Við hefjum t.d. skóla síðar á morgnana fyrir unglingana okkar eða klukkan 8:30 og höfum einnig tekið upp klukkutíma kennslu- stundir sem hafa reynst afar vel. Það eru bara spennandi tímar framundan í Akurskóla.“ Hilmar Egill, skólastjóri í Vogum, mælir með því að enda góða dagsferð á Papas í Grindavík. Öll orðin meistarar í að haga seglum eftir vindi SKRÝTIN STAÐA AÐ VERA Í SKÓLA ÞAR SEM NEMENDUM FÆKKAR – segir Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, sem fór talsvert í golf í sumar og segir göngustígana í Reykjanesbæ mjög heillandi. Norðfjörðurinn er alltaf fallegastur – segir Eysteinn Þór Kristinsson, nýráðinn skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 13

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.