Víkurfréttir - 01.09.2021, Síða 24
Til staðar fyrir þig
Þú færð persónulega þjónustu og ráðgjöf í 22 útibúum
og þjónustuskrifstofum Sjóvá um land allt.
Grafinn hefur verið skurður í
mynni Nátthaga og í hann lagðar
lagnir, rör og ýmsar tegundir af ein-
angrunar- eða fylliefnum. Landsnet
hefur fengið afnot af öðrum enda
skurðsins og í hann er settur
strengsandur og hann þjappaður
eftir kúnstarinnar reglum. Hita-
mælar settir í skurðinn og svo er
fyllt upp í hann.
„Svo bíðum við spennt og von-
umst til þess að hraunið renni yfir
skurðinn. Heppnist þessi tilraun von-
umst við til þess að eignast mæli-
niðurstöður sem telja má einstakar
á heimsvísu og verða mjög mikilvægt
innlegg í vitneskju um áhrif hraun-
flæðis á jarðstrengi og aðra innviði
sem grafnir eru í jörðu,“ segir í færslu
Landsnets á Facebook. Þar segist
fyrirtækið bíða spennt eftir að hraun
renni yfir skurðinn en fyrirtækið er
þátttakandi í spennandi verkefni í
Nátthaga við gosstöðvarnar í Fagra-
dalsfjalli. Verkefnið snýst um að
freista þess að mæla áhrif hraun-
rennslis á lagnir í jörðu.
Aðilar sem koma að þessu verk-
efni eru Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra, Jarðvísindastofnun Há-
skólans, Veðurstofa Íslands, Lands-
virkjun, Neyðarlínan 112, Verkís,
Verkfræðistofa EFLA, Míla, Gagna-
veitan, Tensor, Rafholt ofl.
Bíða spennt eftir
að hraunið renni
yfir skurðinn
Frummatsskýrsla um mat á um-
hverfisáhrifum um breikkun
Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
hefur verið lögð fyrir skipulags-
yfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum.
Breikkunin er frá Krýsuvíkurvegi
að Hvassahrauni.
Skipulagsnefnd Voga tekur vel í
framkvæmdina og telur hana auka
umferðaröryggi. Sveitarfélagið hefur
nýverið í samvinnu við Vegagerðina
lagt 2,6 km göngustíg meðfram
Vatnsleysustrandarvegi. Fyrirhug-
aðir eru stígar á milli sveitarfélaga
á Suðurnesjum og því tilvalið að
tekið verði tillit til göngustíga fyrir
gangandi og hjólandi við tvöföldun
Reykjanesbrautar. Með þeim mögu-
lega að í framtíðinni verði eitt sam-
fellt stígakerfi frá flugstöð að höfuð-
borgarsvæðinu.
Tekið verði tillit
til göngustíga við
breikkun Reykja-
nesbrautar
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS