Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2021, Síða 1

Víkurfréttir - 20.10.2021, Síða 1
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR A S TA@A L LT.I S | 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR U N N U R@A L LT.I S | 560-5506 JÓHANN INGI KJÆRNESTED J O H A N N@A L LT.I S | 560-5508 DÍSA EDWARDS D I S A E@A L LT.I S | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR E L I N B O RG@A L LT.I S | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PA L L@A L LT.I S | 560-5501 Mygla hefur greinst í Myllubakka- skóla í Keflavík og hafa nokkrir starfsmenn og nemendur fundið fyrir verulegum einkennum. Lag- færingar á þessum sjötuga grunn- skóla hafa farið fram en hafa ekki borið fullnægjandi árangur. Skóla- stjóri Myllubakkaskóla er einn þeirra sem er í veikindaleyfi vegna myglunnar en einnig fleiri starfs- menn. Nærri tvö ár eru síðan myglan greindist fyrst að sögn Helga Arnar- sonar, sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar, en málið hefur reynst erfiðara en áætlað var. Mygla hefur fundist á mörgum stöðum í byggingunni en elsti hluti hennar er frá árinu 1952. „Við höfum fengið sjö skýrslur sem hafa verið unnar eftir sýnatökur og sýna allar einhverja myglu. Það er búið að lagfæra fullt en þegar mygla var farin að finnast víðar í hús- næðinu var talið rétt að hætta að vera með einhverjar reddingar og fara í heildstæðari aðgerðir,“ segir Helgi. Málið var tekið fyrir á fundi bæjar- ráðs Reykjanesbæjar síðastliðinn fimmtudag. Þar lagði formaður bæjarráðs til að stofnaðir yrðu tveir starfshópar sem tækju strax til starfa við að kanna umfang vandans og leita leiða til úrbóta eins fljótt og auðið er. Annar starfshópurinn myndi skoða aðgerðir sem snúa að núver- andi húsnæði en hinn myndi finna lausn með bráðabirgðahúsnæði ef þess gerist þörf. „Við ætlum sem sagt að staldra við núna og stöðva framkvæmdir sem voru hafnar eða voru á teikniborðinu og fá álit frá fleiri sérfræðingum. Við höfum verið með sérfræðinga með okkur í þessu en aðrir skólar sem hafa lent í svipuðum málum hafa nýtt sér þjónustu fleiri sérfræðinga. Þetta er stærra vandamál en við gerðum okkur grein fyrir. Það er ljóst að það þarf að gera verulegar endurbætur á þessum elsta grunn- skóla bæjarins. Nú er tengibygging í skólanum innsigluð og þar af leið- andi lokuð en að öðru leyti er allt annað húsnæði skólans í notkun. Vonandi gengur okkur vel í þessari vinnu í starfshópunum og finnum endanlega lausn á vandamálinu,“ sagði Helgi. Í Myllubakkaskóla eru um 370 nemendur og kennarar eru á fjórða tug. – Skólastjórinn í veikindaleyfi. Starfshópar skipaðir og unnið að heildarlausn. Mygla í elsta skóla Reykjanesbæjar Ökumaður sem lögregla hafði af- skipti af fyrir helgi svaf ölvunar- svefni undir stýri í bifreið sinni þegar að var komið. Bifreiðin var í gangi og tónlist í botni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Annar ökumaður sem hand- tekinn var fyrr í vikunni sem leið vegna ölvunaraksturs var með þriggja ára barn sitt með sér í bifreiðinni. Tilkynning var send á barnavernd. Í bifreið sem stöðvuð var við hefðbundið eftirlit fundust meint kannabisefni við leit að fenginni heimild. Þrjú ólögráða ungmenni voru í bifreiðinni, ásamt öku- manni, og var haft samband við foreldra þeirra og málið tilkynnt til barnaverndar. Svaf ölvunar- svefni undir stýri með tón- listina í botni Leiðarljós í lífhöfn Áhugaverð sýning um Reykjanesvita og sögu sjóslysa við Reykjanes SJÁIÐ UMFJÖLLUN Í MIÐOPNU OG Í SUÐURNESJAMAGASÍNI Myllubakkaskóli verður 70 ára á næsta ári. Nú herjar mygla á húsnæðið. Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar FLJÓTLEGRI KOSTURINN Corny súkkulaði 50 gr FLJ ÓTLEGRI KOSTURINN Mexíkóskt þema í kvöld? Miðvikudagur 20. október 2021 // 39. tbl. // 42. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.