Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.10.2021, Page 14

Víkurfréttir - 20.10.2021, Page 14
Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? „Eina sem ég geri er að passa að ég sé með næga orku á tanknum þegar leikurinn byrjar. Ég passa mig á að borða vel fjórum, fimm tímum fyrir leik og borða svo eitthvað á milli fram að leik, t.d. ávexti.“ Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? „Ég byrjaði um fimm ára að æfa körfu. Það er mikill körfubolti í minni fjölskyldu, pabbi og öll systkini mín spiluðu körfu þannig það var einhvern veginn gefið að ég valdi körfu – en aðalástæðan er sú að mér finnst körfubolti svo rosalega skemmtilegur og finnst það ennþá í dag.“ Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? „Michael Jordan [NBA: Chicago Bulls].“ Hver er þín helsta fyrirmynd? „Ég horfði mikið upp til bræðra minna.“ Hvert er eftirminnilegasta at- vikið á ferlinum? „Þegar við urðum Íslandsmeistarar tvö ár í röð. Svo verð ég að segja at- vikið inn í Ásgarði þegar ég fór úr lið á ökklanum! Erfitt að gleyma því.“ Hver er besti samherjinn? „Þeir eru svo margir gæti talið enda- laust upp.“ Hver er erfiðasti andstæðing- urinn? „Hlynur Bæringsson.“ Hver eru markmið þín á þessu tímabili? „Mín markmið er að sjálfsögðu að verða Íslands- og bikarmeistarar. Svo að hjálpa liðinu mínu að vera betra með hverjum degi.“ Hvert stefnir þú sem íþrótta- maður? „Alltaf á toppinn.“ Hvernig væri fimm manna úr- valslið þitt skipað með þér? „C: Tryggvi Snær Hlinason (Basket Zaragoza), PF: Ólafur Ólafur (Grindavík), SF: Haukur Helgi Pálsson (Njarðvík), SG: Martin Her- mannsson (Valencia), PG: Elvar Már Friðriksson (Antwerp Giants).“ Fjölskylda/maki: „Katrín Ösp Eyberg Rúnarsdóttir, Írena Eyberg Ólafsdóttir og Ölver Óli Ólafsson.“ Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? „Börnin mín.“ Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? „Fótbolti, píla og útivist.“ Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? „Borða góðan mat, slappa af og eyða tíma með fjölskyldunni minni. “ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Saltfiskur.“ Ertu öflug(ug) í eldhúsinu? „Já, þegar ég ákveð að elda þá er ég „all in“ og það má enginn hjálpa mér.“ Býrðu yfir leyndum hæfileika? „Já, ég syng ágætlega.“ Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? „Óstundvísi. Þoli ekki að vera seinn eða þegar fólk mætir seint.“ NAFN: ÓLAFUR ÓLAFSSON ALDUR: 30 ÁRA TREYJA NÚMER: 14 MOTTÓ: TAKA EINN DAG Í EINU OG VERA ÞAKKLÁTUR FYRIR FÓLKIÐ Í LÍFINU ÞÍNU. KOMA FRAM VIÐ NÁUNGANN EINS OG ÞÚ VILT AÐ NÁUNGINN KOMI FRAM VIÐ ÞIG. Mér finnst körfubolti svo rosalega skemmtilegur Ólafi finnst ennþá rosa- lega gaman í körfubolta. Ivan Aurrecoechea Alco- lado, liðsfélagi hans, virðist ekki skemmta sér síður. Hlynur Bæringsson í leik gegn Keflavík. Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er einn af leikreyndari mönnum Subway-deildar karla. Hann hefur leikið 38 leiki fyrir Íslands hönd með A-landsliði karla auk þess að leika með liðum í Frakklandi og Þýskalandi. Ólafur svaraði nokkrum laufléttum spurningum Víkurfrétta í uppleggi vikunnar. NAFN: HELGA JARA BJARNADÓTTIR. ALDUR: TÓLF ÁRA. SKÓLI: GRUNNSKÓLI GRINDAVÍKUR. HVAÐ ERTU BÚIN AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI? SJÖ ÁR. HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA? SPILA HANN. HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM? JÁ. HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN GRINDAVÍKUR KARLA OG KVENNA? ÞAÐ ERU MARGIR EN IVAN, NAOR OG TRAVIS ERU GÓÐIR OG Í KVENNA ERU ROBBY OG HEKLA EN SÆDÍS ER BESTI ÞJÁLFARINN. HVER ER BESTUR Í HEIMI? LEBRON [JAMES, NBA: L.A. LAKERS] UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í GRINDAVÍK STAÐA Á VELLINUM: LÍTILL FRAMHERJI (SMALL FORWARD), KRAFTFRAMHERJI (POWER FORWARD) Miðvikudagur 20. október 2021 // 39. tbl. // 42. árg.sport Stöðugar uppfærslur og úrslit leikja á vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.