Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 13

Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 13
ég veit þó með vissu um eina manneskju, sem græddi á verkfalli, — og það er hún Marsibil. Þetta atvikaðist þannig, að það hafði stað- ið yfir langt og harðvítugt verkfall af hálfu verkalýðsfélaganna, og það var meininga- munur með blöðum okkar hjónanna, og það skapaðist líka meiningamunur okkar á milli. Dag eftir dag stóð ég í því stímabraki, að ná blaðinu mínu ósködduðu undan hefndar- ofsóknum Marsibilar, rökræða við hana og fræða hana um verkalýðsbaráttu, verkfalls- rétt og verkfallsbrot, þó að ég teldi raunar vonlítið um árangur. Ég efast stórlega um, að nokkur verkfallsmanna hafi staðið eins í eldinum og ég, þær vikurnar. En árangurinn nú, stórkostlegri og örlaga- ríkari, en mig gat órað fyrir. Mér tókst nefnilega að kenna Marsibil að gera verkfall. Nokkrum dögum eftir að verkalýðssam- tökin höfðu náð samningum, skeður það einn morgun, yfir morgunkaffinu, að Marsi- bil segir upp úr eins manns hljóði: — Kristmundur. — Þú verður nú bara að láta mig fá nýjan pels fyrir sumarmálin. — Nýjan pels! Er það nú uppátæki! — Já, nýjan pels. Ég er búin að ákveða, að ég skuli fá nýjan pels fyrir sumardaginn fyrsta, og ég veit líka, hvernig ég get fengið því framgengt. — Ég held þú sért ekki með öllum mjalla, kona. Hvaða peninga heldurðu að maður hafi til að leggja í svoleiðis brjálæðisfyrir- tæki. Ég anza þessu ekki. — Jæja, þú um það. En þá skal ég líka tilkynna þér, að ég geri verkfall og snerti ekki á nokkru verki, frá þessum degi og þangað til þú hefur fært mér nýjan pels eða peningana fyrir honum. Þeir fást núna í Markaðinum og kosta 4825 krónur. Svo ræður þú, hvað þú gerir. — Hvaða þvættingur er þetta? Verkfall? Hvemig átt þú að gera verkfall, sem ekki ert í neinni atvinnu. — Það er þó skrýtið. Vinn ég kannski ekki hérna í heimilinu, hjá þér, sem þykist þó vera húsbóndinn, minnsta kosti að nafn- inu til. Þú færð kannski að komast að raun um, hvort ég hef ekki unnið, ef ég hætti alveg að taka til hendinni hérna. — Jæja. Þú kannt svei mér að gera að gamni þínu, Marsibil mín. Gera verkfall hjá sjálfum sér — það er þó sniðugur brandari, segi ég um leið og ég fer út til vinnunnar. Þegar ég kem heim í hádegismatinn, er mér þetta rabb okkar hjónanna fullkomlega úr minni liðið. En þegar ég kem í eldhúsið, sé ég fljótt, að ekki er allt með felldu. Enginn matur kominn á borðið, eldavélin auð og köld, og húsfreyjan hvergi sjáanleg. — Marsibil! Hvar ertu? Hvað gengur að þér? Ertu búin að gleyma matnum, mann- eskja? kalla ég í dyrunum. En fæ ekkert svar. Ég geng inn í dagstofuna, og situr þá ekki Marsibil þar hin makindalegasta í hæginda- stólnum og les i gömlrnn Morgunblöðum. Stundum tekur hún ekfd blaSiS mitt upp af for- stofugólfinu, en stígur ofan á þa<5 ... SJÁLFSB JÖRG 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.