Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 19
SKOSMIÐASTOFA
STEINARS WAAGE
Fyrir níu árum fór Steinar Waage til
náms í Danmörku og lagði stund á orto-
pediska skósmíði. Það var að tilstuðlan
prófessors Snorra Hallgrímssonar að hann
lagði út á þessa braut, en Snorra var vel
ljós þörfin fyrir þannig menntaðan mann
hér á landi.
Eftir fjögurra ára nám í Danmörku fór
Steinar í framhaldsskóla ortopediskra skó-
smiða í Þýzkalandi og lauk þaðan mjög góðu
prófi eftir eitt ár. Auk þess tók hann sem
aukafög innleggjasmíði og fótaaðgerðir.
Að námi loknu stofnaði Steinar verkstæði
að Sjafnargötu 14 með aðstoð Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra. Þar var Steinar með
verkstæðið þangað til húsnæðið varð of lítið,
en þá flutti hann að Nóatúni 27, og er þar
enn. Starfsemin hefur stöðugt verið að auk-
ast og er núverandi húsnæði þegar orðið of
lítið. Steinar hefur meðal annarra danskan
mann við verkstæðið, og er sá einnig sér-
menntaður í ortopediskri skósmíði.
Hér sést Steinar taka mál af fæti lítils viSskiptavirtar.
Starfssvið verkstæðisins er fyrst og fremst
ortopedisk skósmíði, það er smiði skóa sem
jafnframt eru umhúðir um meira og minna
hæklaða eða afbrigðilega fætur, með það að
aðalmarkmiði að gera útlit sem eðlilegast
jafnframt þvi að hafa læknandi áhrif á hina
hækluðu fætur. Einnig eru smíðuð innlegg
fyrir þá, sem ekki þurfa sérstaklega smíðaða
skó, en rétt er að taka það fram að þau inn-
legg eiga ekkert skylt við innlegg, sem fást
í lyfjaverzlunum.
aðeins er um að ræða lömun í ökla. Vegna
slits í mjaðmalið. Næturumbúðir til rétt-
ingar á fótum vegna ilsigs eða klumbsfóts,
stillanlegar eða fastar. Til réttingar á tám
og fingrum. Vegna lömunar í handlegg og
lömunar eða kölkunar í hálsi. Einnig vegna
margs konar annarra lamana eða bæklana.
Stuðningsbelti (korsett):
Vegna lamana í baki. Vegna kölkunar eða
annarra sjúkdóma í hrygg. Vegna naflaslits,
kviðslits, magasigs eða nýmasigs.
Skór eóa stígvél:
Vegna bæklunar á fótum, styttingar, ilsigs
eða klumbsfóts.
IlstdSir:
Vegna ilsigs, of hárra ilja og tábergssigs.
Hœkjur, armstafir og sjúkrastafir.
Auk þess, sem hér hefur verið talið, er
ýmislegt sem of langt yrði að telja upp í
þessari grein.
Það er mjög mikilvægt, að fólk gangi ekki
á lömuðum eða öðruvísi bækluðum fótum án
stuðnings og skyldu allir leita sér þeirra um-
búða, sem kostur er á.
Miklar framfarir hafa orðið undanfarið á
smíði gerfilima og annarra umbúða, svo að
segja má að margt, sem gott var talið fyrir
nokkrum árum, sé nú orðið úrelt.
SJÁLFSBJÖRG 19