Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 4
staðnum. — Hefur vélum verið komið
fyrir í fundarsal félagsins, og er það kom-
inn fyrsti vísir að vinnustofu Sjálfsbjargar
á landinu.
Annað félagslíf hefur verið með ágætu
móti. — Formaður félagsins er Trausti
Sigurlaugsson.
Reykjavík. — Skemmtikvöld voru 11 tals-
ins á árinu, félagsfundir fjórir. Auk þess
voru haldnar þrjár skemmtanir fyrir fötluð
börn á aldrinum 6—12 ára.
Sauma- og föndur-„klúbbar“ hafa starfað
reglulega frá byxjun febrúar.
Á árinu var haldin hlutavelta, og tókst
hún framar vonum.
Hafin var útgáfa félagsblaðs.
Ein skemmtiferð var farin á sumrinu.
Félagið hefur opna skrifstofu tvisvar í viku
að Sjafnargötu 14. Hefur Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra lánað það húsnæði endur-
gjaldslaust.
Fullgildir félagar eru 143, en það er að-
eins lítill hluti af því fatlaða fólki, sem bú-
sett er í Reykjavík. — Vonandi er, að félag-
inu bætist margir nýir meðlimir á næstunni.
Form. félagsins er Aðalbjörn Gunnlaugsson.
Félagslíf stendur með miklrnn blóma á
Siglufirði. -—- Hafa verið haldin vinnukvöld
vikulega í vetur. Auk félagsfólks, hafa verið
margir sjálboðaliðar á þessum vinnukvöld-
um. Þá hafa einnig verið haldin vikuleg
spilakvöld, auk nokkurra skemtifunda og
dansleikja.
Félagið var í húsnæðishraki þar til á s. 1.
vetri, er Jón L. Þórðarson útgerðarmaður
lánaði skrifstofuhúsnæði sitt endurgjaldslaust
yfir veturinn. 1 vor réðst félagið í að kaupa
einkar hentugt húsnæði að Túngötu 11.
1 Vestmannaeyjum var stofnað félag á
síðastliðnum vetri. Fullgildir stofnendur voru
43. — Formaður er Ástgeir Ólafsson.
Frá vinnustofum Sjálfsbjargar á IsafirÖi.