Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 17
og henni er sama, þó að hún setji allan bæ-
inn á annan endann út af þessu.
Svo stend ég á fætur, smeygi hendinni
niður í hálsmálið á skyrtunni minni, dreg
þaðan upp lykil í bandi, opna skúffu í skrif-
borðinu mínu, næ þar í umslag. Síðan geng
ég að borðinu, þar sem hún Marsihil situr
og tel fram á það, einn — tvo -— þrjá —
fjóra — fimm — sex — sjö — átta -— níu
fimmhundruðkalla, þrjá hundraðkalla, tvo
tíkalla og einn fimmkall og svitinn hnapp-
ast út á enninu á mér á meðan.
Þá sprettur Marsibil upp úr sætinu eins
og stálfjöður, svo að Morunblöðin fljúga
eins og skæðadrífa um stofuna, fleygir sér
um hálsinn á mér, með öllum sínum þunga,
svo að ég kikna í hnjáliðunum, og kyssir
mig rembingskoss.
Svo dæsir hún við og segir:
— Ég er nú bara svo reglulega fegin, að
það skyldu takast samningar. Nú fer ég og
hita okkur verulega góðan kaffisopa með
brauði og poleggi.
Innan skamms erum við sezt að kaffi-
drykkjunni og lesum hvort í annars blaði.
Svo segir Marsibil allt í einu:
— Já, það má nú segja, að það er ekki
skemmtilegt að standa í verkfallsbrölti, þó
að fólk neyðist kannski til þess, svona ein-
stöku sinnum.
—• Já, það vita þeir bezt, sem reyna og
gera sjálfsagt fáir að gamni sínu.
— Að gamni sínu — það er ólíklegt.
Svo verður nokkur þögn.
Þá segir ég:
— En verkfallsrétturinn er voldugt vopn,
sem hættulegt er að misnota.
—■ Já, svoleiðis misbrúkun finndist mér,
að gæti verið vafasöm. En ekki get ég hugs-
að mér neitt ómerkilegra en fólk, sem get-
ur látið hafa sig til þess að gerast verkfalls-
brjótar.
-—- Æi-já, það er nú heldur hvimleitt fyrir-
bæri, þó að í einhverjum tilfellum mætti
kannski finna því einhverjar málsbætur.
— Eigum við ekki að fá okkur í bollana,
einu sinni enn, Kristmundur minn?
— Jú, takk. Ætli það ekki, einu sinni énn,
ósköp lítinn dropa. —■ Og svo háttum við.
Er það ekki?
— Jú, jú. Svo háttum við.
SJÁLFSBJÖRG 17