Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 25
Sumarheimilið
að Reykjum
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur
rekið sumardvalarheimili fyrir fötluð börn
tvö undanfarin ár. 1 fyrra sumar fékk fé-
lagið barnaskólann að Varmalandi í Borgar-
firði undir þessa starfsemi sína, en í sumar
héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði.
Heimilið starfaði um tveggja mánaða skeið
og dvöldu fjörutíu hörn í þessum sumarbúð-
um hvort sumar. Auk leikja og útiveru í
sveitinni fá börnin æfingar þeim til styrktar
og þjálfunar, en sérmenntaðar stúlkur frá
Æfingastöð Styrktarfélagsins starfa við
barnaheimilið. Einnig stunda börnin þar
sund, og mætti geta þess til gamans, að
í sumar syntu 12 af börnum dvalarheimilis-
ins 200 metrana.
Þau börn, sem sótt hafa heimilið, eru víða
að af landinu, bæði úr kaupstöðum og sveit-
um. Þau eru á aldrinum fimm til tólf ára.
Sum hafa ekki áður haft aðstöðu til að hljóta
æfingameðferðir sérmenntaðs fóks vegna
fjarlægðar frá Reykjavík.
Fátt er háskalegra fyrir þá, sem óduglegir
eru, þó að þeir hafi alla limi heila, en nöld-
ur og óþarfa aðfinnslur þeirra sterkari. —
Sama gildir auðvitað í enn ríkara mæli um
alla, sem fatlaðir eru eða lamaðir. Það kem-
ur því úr allra hörðustu átt, þegar aðstand-
endur gera veður út af vangetu bama sinna,
sem minni hafa máttinn. Sál hinna ungu er
viðkvæmari fyrir öllu aðkasti en þeirra eldri
og lífsreyndari, og vonbrigði þeirra því sár-
ari, ef þau mæta ónærgætni eða óþarfa að-
finnslum.
Það er vafalaust betra og hollara fyrir alla
sem lamaðir eru eða fatlaðir á einhvern hátt,
að þeim sé sýnt traust og vinátta, og nær-
gætni og þolinmæði, þó að seinna vinnist en
hjá þeim, sem fullhraustir eru. Róleg tilsögn
og viðurkenning á því, sem sæmilega er af
hendi leyst, er betra en aðfinnslur eða ónot.
Bezt er að láta svo sem lítið sé eftir vanmætti
þeirra getulitlu tekið, vera ekki með æðru
eða ásakanir vegna getuleysis eða óglæsi-
leika, og ætlast ekki til meira af þeim en
nokkurn veginn er víst að þeir geti leyst af
hendi, með ráðum og dáð þeirra meirimátt-
ar. Enda ættu þeir sem hraustir em að líta
í sinn eigin barm og aðgæta, hvort þeir
finna þar ekki til þakklætis eða ánægju yfir
að vera líkamlega hraustir.
Ég skora svo á
alla hrausta og heil-
brigða, að forðast í
orði og verki allt,
sem vekur minni-
máttarkennd þeirra
vanmáttugri.
Eiríkur
Einarsson.
Mynd frá sumarheimilinu.
SJÁLFSB JÖKG 25