Sjálfsbjörg - 01.07.1960, Blaðsíða 23
manninum hæfileikanna vegna og ræðir við
hann starfsval og framtíðaráætlanir. Einnig
athugar hann andlega heilbrigði og ræðir við
öryrkjann þau sálrænu vandamál, er fötlun-
inni fylgja.
Ráðgjafi í félagslegum efnum aflar upp-
lýsinga um aðstæður öryrkjans, kannar
möguleika þess að koma áætlunum hans í
framkvæmd og aðstoðar hann við það. Get-
ur þar verið um að ræða aðstoð við að fá
skólavist, útvega lánsfé til sjálfstæðs atvinnu-
rekstirrs, útvega vinnu og fleira.
Athuganirnar á rannsóknardeild eru gerð-
ar til þess að leiða í ljós, hverjar líkur eru
til að maðurinn geti orðið starfandi. Að
þeim loknum er hægt að skipta öryrkjum í
þrjá aðalhópa með tilliti til framtiðarmögu-
leika. Stærsti hópurinn eru þeir, sem geta
gengið beint út í atvinnulífið, ýmist strax,
ef leitað er hentugra starfa fyrir þá, eða
að loknu námi undir viðeigandi störf, en
slíkt nám fer oftast fram í venjulegum skól-
um, iðnskólum, verzlunarskólum o. s. frv.
Annar hópurinn eru þeir, sem ekki er neitt
útlit fyrir, að geti orðið starfandi, og ekki
eru líkur til að geti haft gagn af ráðstöfun-
um í atvinnulegum efnum um ófyrirsjáan-
lega framtíð. Þetta er venjulega mjög fá-
mennur hópur, en stærð hans er þó að sjálf-
sögðu nokkuð háð því, hvernig valið er fólk
það, sem tekið er til rannsóknar. Ef sneitt
er hjá að taka þá, sem líklegt er að hafi
minnsta þjálfunarmöguleika, verður þessi
hópur minni.
Þriðji hópurinn eru þeir, sem þarfnast
nánari athugunar, vegna þess að ekki er
hægt að gera sér fullkomlega grein fyrir með
einföldum rannsóknum eða á skömmum
tíma, hverja möguleika hafi. Oft þarfnast
þeir verkprófunar, verkþjálfunar eða ann-
arrar meðferðar, áður en þeir geta gengið
út í atvinnulífið. Það er þessi hópur, sem
fær víst á þjálfunardeild.
Ég vil skýra nánar, hvað við er átt með
verkprófun og verkþjálfun. Verkprófun er
í því fólgin að láta manninn reyna ýmis
verk, til að sjá, hvað hann getur, því ekki
er alltaf hægt að skera úr um þetta með at-
hugun á heilbrigði og hæfmprófum einum
saman. Verður þá að prófa í reynd, hvað
maðurinn getur. Með verkþjálfun er ekki
átt við nám, heldur er hér um að ræða að
æfa manninn í því að vinna.
Flestir þeir, sem lengi hafa verið frá vinnu
vegna veikinda, eru þreklitlir til að byrja
með, skortir oft trú á? að þeir geti nokkuð
gert, kvíða fyrir vinnunni og eiga stundum
erfitt með að sætta sig við það ófrelsi eða
þvingun, sem reglubundinni vinnu fylgir.
Þeir þurfa þvi að venja sig á að vinna með
því að byrja í smáum stíl, og þetta er átt við
með verkþjálfun.
Dvöl á þjálfunardeild er misjafnlega löng,
algengt 5—6 mánuðir, en getur verið lengri.
Menn eru þar svo lengi, sem þeir taka fram-
förum við þjálfun, en hætta, þegar þeir eru
taldir færir um að byrja að vinna á venju-
KRISTINN
BJDRNSSDN
SÁLFRÆÐINGUR
legum vinnustöðum. Einnig hætta þeir, ef
þeir ná ekki árangri við þjálfun, svo að
hana verði að telja árangurslausa.
Á þjálfunardeild eru verkstæði fyrir járn-
smíði, trésmiði og saumaskap. Einnig er
unnið að því að setja saman raftæki, og hægt
er að fá þjálfun í vélritun og öðrum skrif-
stofustörfum. Vinnan hefur fyrst og fremst
það markmið að leiða í Ijós, hvað öryrkinn
geti og þjálfa hann, en ekki er lögð áherzla
á að framleiða nokkuð að ráði. Þetta er heil-
brigðistofnun, ekki atvinnufyrirtæki. Þeir,
sem geta skilað nokkrum afköstum við
vinnu, eiga að fá vinnu annars staðar. Þess
vegna eru ekki greidd laun í venjulegum
skilningi á þjálfunardeild, heldur fá menn
aðeins vasapeninga, 75 kr. norskar (ca. 400
SJÁLFSB JÖRG 23