Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 3
Ávarp
„Fundi var slitið, og fór hver til síns
heima með þá öruggu vissu og óbil-
andi trú, að hér hefði verið stigið það
spor sem opna myndi dyrnar að
manniífinu fyrir fatlað fólk, ekki ein-
göngu hér í okkar heimabyggð held-
ur víðsvegar annars staðar um land-
ið, þegar tímar líða.“
Þannig lauk fyrstu fundargerð stofnfundar
Sjálfsbjargarfélagsins á Siglufirði í júní
1958. A þeim 30 árum sem liðin eru síðan
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra var
stofnað má segja að þessi orð hafi að
verulegu leyti ræst. Gjörbreyting hefur
orðið á viðhorfum til fólks sem fatlað má
teljast og aðstæðum öllum í þjóðfélaginu.
Á þeim tíma voru fatlaðir félagslega ein-
angraðir, voru lítið á ferli í þjóðfélaginu og
sú skoðun var ríkjandi að fólk í hjólastól
væri til fárra hluta nýtt. Ekki var heldur um
auðugan garð að gresja þegar litið var til
stofnana fyrir fatlaða eða á húsnæðismál
þeirra að öðru leyti. í dag er þetta mikið
breytt. í dag taka margir fatlaðir virkan þátt
í þjóðlífinu, búa margir hverjir í almennu
íbúðarhúsnæði, fara á skemmtanir, í
verslanir og þar fram eftir götum. Smám
saman hafa menn gert sér grein fyrir því
að fólk sem er fatlað, er ekkert öðruvísi en
annað fólk ef frá er skilin líkamleg hömlun.
Allt frá stofnun hefur Sjálfsbjörg getað
treyst á stuðning og velvilja almennings og
fyrirtækja í landinu. Nægir í því sambandi
að nefna þann geysilega stuðning sem
Sjálfsbjörg hefur notið við byggingu
Vinnu- og dvalarheimilis síns að Hátúni 12
í Reykjavík. Á þessu 30 ára afmælisári
okkar höfum við Sjálfsbjargarfélagar enn
einu sinni fundið hve ríkan stuðning við
eigum hjáþjóðinni. Það varokkurómetan-
legt að finna hve vel okkur var tekið á öll-
um sviðum og hve jákvæður almenningur
var gagnvart baráttumálum okkar. Fyrir
þetta og stuðninginn öll þessi 30 ár kunn-
um við ykkur bestu þakkir.
En þó að margt hafi unnist á 30 árum þá
er margt enn óunnið. Það ár sem nú fer í
hönd er norrænt ferðamálaár. Hvernig er
ferðamálum háttað, t.d. með tilliti til að-
gengis fatlaðra hér á landi? Kröfur breyt-
ast líka í tímans rás og það húsnæði sem
fyrir 30 árum hefði verið talið geysileg bylt-
ing er í dag ekki nægjanlegt. Stórátak þarf
því að gera í húsnæðismálum sem og
mörgum öðrum hagsmuna- og baráttu-
málum fatlaðra. Einkunnarorð Sjálfsbjarg-
ar eru því enn í fullu gildi en þau eru:
„Alltaf beita upp í vindinn,
eygja, klífa hæsta tindinn.“
Saman getum við Sjálfsbjargarfélagar
og þjóðin stuðlað að því, að á þessu af-
mælisári okkar rætist einkunnarorð árs-
ins:
„Betri framtíð byrjar í dag.“
Jóhann Pétur Sveinsson
formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra
SJÁLFSBJÖRG 3