Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Side 7

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Side 7
Vinnustofur starfræktar á ísafirði. Vestur á ísafirði réðust félagar i það þrekvirki að koma á fót vinnustofu fyrir fatlaða, þeirri fyrstu sem sett var á fót í landinu. Félagið fékk húsnæði í kjallara íþróttahússins á staðn- um og kom þar fyrir prjóna- og saumavélum. löggjöf um húsnæðismál fatl- aðra í sama anda og upphafleg lög um verkamannabústaði. Tillögur stofnþingsins um tryggingamál voru ítrekaðar og bætt við nýjum, svo sem þeirri að krefjast vísitölubindingar örorkulífeyris. Við stjórnarkjör lét Emil Andersen af forsetaembætti en við því tók TheodórA. Jónsson úr Reykjavík. 1961 ÖBÍ stofnað Þann 5. maí var haldinn stofn- fundur Öryrkjabandalags Is- lands. Þar sameinuðust sex fé- lög öryrkja og styrktarfélög í einu bandalagi. Félögin voru: Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Blindrafélagið, Blindravinafélag Islands, Sam- band íslenskra berklasjúk- Iinga, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag van- gefinna. Þessi stofnun Öryrkjabanda- Landssambandið fékk inni í stórhýsi SÍBS við Bræðraborgar- stíg haustið 1960. Þar var opnuð skrifstofa þann 1. október og var hún fyrst um sinn aðeins opin á kvöldin. Sinntu félagsmenn henni fram í nóvember en þá var Trausti Sigurlaugsson ráðinn til að veita henni forstöðu og var hún eftir það opin á venjulegum skrifstofutíma. Trausti hafði búið á Isafirði og var fyrsti formaður félagsins þar. lagsins átti sér nokkurn að- draganda. Það var haustið 1959 að Ólöf Ríkarðsdóttir sem þá var ritari Sjálfsbjargar boðaði Blindrafélagið og SÍBS til fundar um samstarf að hags- munamálum öryrkja. Sam- starfið tókst svo vel að árið eftir var skipuð þriggja manna nefnd tií að gera tillögur um stofnun bandalags. Nefndin boðaði svo áðurnefnd sex félög á fund í febrúar 1961 og í maí var Öryrkjabandalagið orðið að veruleika. Tilgangur bandalagsins var bundinn í lögum þess: 1. að koma fram fyrir hönd ör- yrkja gagnvart opinberum aðilum. 2. að reka vinnumiðlunar- og upplýsingaskrifstofu fyrir öryrkja. 3. að koma á samstarfi við fé- lagasamtök erlendis, er vinna á líkum grundvelli og hagnýta reynslu þeirra í þágu bandaíagsins. 4. að vinna að öðrum sameig- inlegum málefnum öryrkja. Húseign keyptá Siglufirði .Sjálfsbjörg á Siglufirði réðst í það á árinu að kaupa húsnæði undir starfsemi sína. Festi fé- lagið kaup á neðstu hæð Tún- götu 11 og var strax hafist handa við að koma þar upp vinnustofu. Keyptar voru vélar til saumaskapar og snemma árs 1962 settust þar fjórar stúlkur við sauma. Unnu þær samfleytt í þrjá mánuði og bjuggu til 500 dúsín af vinnuvettlingum. Voru birgðir þá farnar að safn- ast upp og því gert hlé á sauma- skapnum um skeið. Það gefur auga leið að 58 manna félag hefur ekki ráðið eitt og óstutt við slíkar fram- kvæmdir. Félagið fékk hins vegar lán úr Erfðafjársjóði til framkvæmdanna og gekkst Siglufjarðarbær í ábyrgð fyrir láninu. SJÁLFSBJÖRG 7

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.