Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 8
Tekjur af
sælgætis-
sölu
Milliþinganefnd sem Alþingi
skipaði árið 1959 til að fjalla
um málefni öryrkja skilaði af
sér ári síðar tillögum þar sem
ma. var gert ráð fyrir því að á
hvert kíló sælgætis sem fram-
leitt er í landinu skyldi lagt 3
kr. gjald og rynni það til fatl-
aðra og samtaka þeirra. Á Al-
þingi veturinn 1961-62 var
þessi tillaga samþykkt og var
þessi skipan við lýði í 10 ár.
Félag
stofhað á
Suður-
nesjum
10. desember var stofnað nýtt
Sjálfsbjargarfélag á Suðurnesj-
um og hefur það aðsetur í
Keflavík. Stofnendur félagsins
voru 22 en auk þess voru 7
styrktarfélagar á stofnfundi.
Formaður var kjörinn Falur
Guðmundsson en hann lést
skömmu eftir stofnfundinn. í
hans stað var þá kjörinn Ágúst
Jóhannesson úr Keflavík.
Norrænt
samstarf
hefst
Sumarið 1961 var haldinn í Nor-
egi stjómarfundur í VNI, Banda-
lagi fatlaðra á Norðurlöndum.
Um vorið barst Sjálfsbjörg boð
um að senda fulltrúa á þennan
fund. Var ætlunin að ræða þar
upptöku Sjálfsbjargar í nor-
rænu samtökin.
Ólöf Ríkarðsdóttir fór utan í
ágúst og sat stjórnarfundinn.
Þar var samþykkt samhljóða
að veita Sjálfsbjörg aðild að
VNI.
Á fundinum fluttu fulltrú-
arnir skýrslu um stöðu öryrkja-
mála í hverju landi fyrir sig.
Eftir fundinn sat Ólöf þing
landssambands fatlaðra í Nor-
egi og kynnti sér rekstur ör-
yrkjaheimila þar í landi. Með
þessu má segja að norrænt
samstarf fatlaðra og samtaka
þeirra hafi formlega hafist en
allar götur síðan hefur Sjálfs-
björg getað sótt hugmyndir og
stuðning til bræðrasamtakanna
á Norðurlöndunum.
1962
Félag
stofnað á
Sauðárkróki
Þann 11. mars var stofnað
Sjálfsbjargarfélag á Sauðar-
króki og teljast aðalfélagar
vera 62 en styrktarfélagar 196.
Komst ekkert annað félag í
hálfkvisti við nýja félagið hvað
fjölda styrktarfélaga varðar.
Formaður félagsins var kjörinn
Konráð Þorsteinsson.
Starfsemi þessa nýja félags
varð strax mjög blómleg. Bæj-
arstjórn Sauðárkróks veitti því
7.500 kr. styrk á fyrsta starfsári
og á bögglauppboði sem haldið
var á sumardaginn fyrsta, rúm-
um mánuði eftir stofnfund,
söfnuðust 7.877 kr. Um sumar-
ið var því ráðist í að kaupa
gamalt hús sem flutt var á nýj-
an grunn sem Kaupfélag Skag-
firðinga gaf félaginu. Nokkur
dráttur varð þó á að húsið
kæmist í notkun þar sem í því
kviknaði vorið 1964.
Húsakaup
og ársþing
á ísafirði
Félagsstarfið á ísafirði hefur
staðið með miklum blóma og á
þessu ári réðst félagið í það að
kaupa húsnæði í félagi við
Berklavörn. Ársþing Sjálfs-
bjargar, það fjórða í röðinni,
var haldið á ísafirði um vorið
og þótti takast ágæta vel. í
fundargerð af ársþinginu sem
Jón Þór Buch færði er að finna
hugleiðingar hans um fyrir-
komulag ársþinganna og eru
þær svohljóðandi:
„Sú venja hefur skapazt að
ársþing Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra,
séu haldin á vegum ein-
stakra deilda þess, sem víð-
ast um landið. Þó að því fyr-
irkomulagi fylgi ókostir
nokkrir, þá veitir það á hinn
bóginn fulltrúum svo mikla
kynningu á staðháttum og
aðstæðum deildanna, þar
sem þingin eru háð, að það
er mjög mikils virði fyrir
samtökin í heild.“
1963
Stjómar-
fundur VNI
í Rvík
Sjálfsbjörg, landssamband
fatlaðra, var nú fullgildur aðili
8 SJÁLFSBJÖRG