Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 9

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 9
Vinnuver á ísafirði. í húsi því að Mjallargötu 5 sem Sjálfsbjörg og Berklavörn keyptu af Útvegsbankanum sumarið 1962 var komið fyrir vinnustofu félaganna sem fram til þess tíma hafði verið til húsa í kjallara sundhallarinnar. Vinnustofunni var gefið nafnið Vinnuver og var þar hald- ið áfram að prjóna sokka og vettlinga, að ógleymdum hinum geysivin- sælu „gammósíubuxum" sem þóttu hreint afbragð. að norrænu samstarfi fatlaðra. Til marks um það má nefna að á þessu sumri var haldinn í Reykjavík stjórnarfundur Bandalags fatlaðra á Norður- löndum. Samtök þessi voru stofnuð árið 1946 og var félaga- tala þeirra 1963 um 85.000 manns. Landssambandið eignast fundarhamar. Á fimmta ársþinginu gáfu félagsdeildirnar landssambandinu þennan fallega fundarhamar sem Ríkarður Jónsson myndhöggvari skar út í fílabein og hreindýrshorn. í hann er skorið merki Sjálfsbjargar sem Ríkarður teiknaði og vísupartur eftir hann sem eru einkunnarorð samtakanna: „AHtafbeita upp í vindinn, eygja, klífa hæsta tindinn. “ Sjálfsbjörg í Reykjavík kaupir hús Félagið í Reykjavík hefur frá stofnun verið í leiguhúsnæði en á þessu ári festi félagið kaup á jarðhæð hússins númer 2 við Marargötu. Þar var aðstaða fyrir fundi og föndurvinnu og ætlunin að koma þar á fót vinnustofu þegar fram líða stundir. Eftirgjöf tolla á bifreiðum Ferlimál fatlaðra hafa verið eitt af helstu baráttumálum Sjálfs- bjargar frá stofnun. Þar hefur verið sótt eftir því til ríkisvalds- ins að tollar af bílum sem fatl- aðir kaupa verði gefnir eftir. Ríkið var raunar komið inn á þessa braut fyrir stofnun Sjálfs- bjargar en á þessu ári var gerð breyting á reglunum. Tollaeft- irgjöfin var hækkuð úr 40 þús- und krónum á bíl í 70 þúsund krónur og Ieyfum til úthlutunar bílum til fatlaðra var fjölgað úr 50 í 150. Þá var samþykkt ný tollskrá þar sem hjólastólar og mótorþríhjól voru undanþegin aðflutningsgj öldum. Norrænt samstarf Sjálfsbjörg komst æ betur inn í norrænt samstarf og snemma í júní sóttu íslenskir fulltrúar í fyrsta sinn þing Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum (VNI) sem haldið var í Helsinki í Finnlandi. Þing bandalagsins eru haldin fjórða hvert ár og að þessu sinni sóttu 150 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum þing- ið. SJÁLFSBJÖRG 9

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.