Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Blaðsíða 15
Sumarmót í Húnaveri. Sumarmót Sjálfsbjargar eru fastur liöur í starf-
semi félaganna og þykja nauðsynleg til aö hrista saman félagsmenn úr
öllum landshornum. I sumar var þaö haldið í Húnaveri og þótti takast vel.
Hér sjást þrjú úr Reykjavík í rútunni á leið noröur, frá vinstri: Gestur
Sturluson, Ásgerður Þórarinsdóttir og Snæborg Þorsteinsdóttir.
1972
Foreldra-
fræðsla
í Noregi
kynnt
í ársritinu gaf að líta grein eftir
Tor-Albert Henni, formann
Landssambands fatlaðra í Nor-
egi, þar sem hann greindi frá
námskeiðshaldi fyrir foreldra
fatlaðra barna. Henni hafði
komið hingað í boði Sjálfs-
bjargar og haldið erindi um
foreldrafræðsluna.
Slíkt námskeiðshald hófst í
Noregi árið 1967 þegar Lands-
sambandið skipulagði í fyrsta
sinn sumarbúðir fyrir foreldra.
Náði þetta strax miklum vin-
sældum og árið 1971 voru hald-
in 59 sumarnámskeið víðsveg-
ar um Noreg.
Á þessum námskeiðum
fengu foreldrar fatlaðra barna
fræðslu um réttindi sín og
skyldur, ólík afbrigði fötlunar,
fjárstuðning hins opinbera,
möguleika á vistun barnanna,
aðferðir við þjálfun þeirra, að-
stæður fatlaðra í skólakerfinu
og um ýmis þau vandamál sem
ávallt gera vart við sig í uppeldi
fatlaðra barna.
Lokaorð norska formanns-
ins voru á þá leið að þetta
fræðslustarf hafi verið foreldr-
um fatlaðra barna til ómetan-
legs gagns, auk þess sem það
hafi vakið athygli fjölmiðla og
almennings á starfi og hlut-
verki samtaka fatlaðra.
ÖryrkjEU' fá
undttnþágu
frá síma-
gjöldum
Sjálfsbjörg fór þess á leit við
Alþingi að það veitti Lands-
síma Islands heimild til að fella
niður gjöld af allt að 25 símum
hjá tekjulitlum öryrkjum.
Varð Alþingi við þessari beiðni
og er heimildin nú í gildi.
1973
Sjálfsbjörg
berast
styrkir
vegna Vest-
mannaeyja-
gossins
Þegar jörðin opnaðist og hrakti
íbúa Vestmannaeyja á flótta í
janúar voru að sjálfsögðu
margir fatlaðir í hópi flótta-
manna. Samtök fatlaðra í Dan-
mörku og Noregi brugðust
skjótt við og sendu Sjálfsbjörg
gjafir til styrktar fötluðum sem
neyðst höfðu til að flýja Eyjar.
.Frá Danmörku bárust 500.000
kr. en frá Noregi 790.000 kr.
Félagsmála-
og upplýs-
ingadeild
Trygginga-
stolnunar
ríkisins
Það hefur verið eitt helsta bar-
áttumál Sjálfsbjargar frá upp-
hafi að knýja á um bætta þjón-
ustu Tryggingastofnunar ríkis-
ins við viðskiptavini sína. Á því
sviði varð mikil framför þegar
SJÁLFSBJÖRG 15