Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 16
stofnuð var ný deild við stofn-
unina sem hlaut nafnið Félags-
mála- og upplýsingadeild.
Deildarstjóri þessarar nýju
deildar var ráðin Guðrún
Helgadóttir og í viðtali við árs-
rit Sjálfsbjargar sagði hún að
starf deildarinnar væri tvíþætt.
Annars vegar ætti hún að veita
fólki upplýsingar um rétt þess
til bóta og aðstoðar. Á hinn
bóginn ætti deildin að fylgjast
með því sem gerðist hjá skjól-
stæðingum stofnunarinnar og
samtökum þeirra, koma með
hugmyndir og ábendingar um
hvaðeina sem til framfara
horfði.
Endur-
hæfingar-
stöð stofn-
settá
Siglufirði
Endurhæfing hefur frá upphafi
verið eitt af stærstu hagsmuna-
málum Sjálfsbjargarfélaganna
og flest hafa þau lagt drjúgan
skerf til þeirra mála í sínum
Sumarmót í Stykkishólmi. I
ágúst komu 145 manns saman í
Stykkishólmi þar sem sumarmót
Sjálfsbjargar stóð heila helgi.
Margt var þar sér til gamans gert,
þar á meðal siglt um Breiðafjörð og
eyjarnar skoðaðar. Sjást nokkrir
ferðalanga á myndinni um borð í
Baldri.
heimabyggðum. Á undanförn-
um árum hefur Sjálfsbjörg á
Siglufirði gefið öll þjálfunar-
tæki til endurhæfingardeildar
sjúkrahússins í bænum og voru
þau formlega afhent með gjafa-
bréfi í ár.
Sömu sögu er að segja af
öðrum félögum. Félagið í Bol-
ungarvík hefur gefið öll tæki til
endurhæfingar sem eru á
sjúkrahúsi staðarins og félögin
á Höfn í Hornafirði, Húsavík,
Sauðárkróki og í Neskaupstað
hafa einnig gefið sjúkrahúsun-
um tæki til endurhæfingar. Á
Akureyri er rekin endurhæf-
ingarstöð á vegum Sjálfsbjarg-
ar og hefur félagið þar gefið
þriðjung tækjanna sem þar
eru. Pá ber að nefna að félagið
á Suðurnesjum hefur gefið
sjúkralyftu í sjúkrahúsið í
Keflavík og á ísafirði gaf félag-
ið sjúkrahúsinu þrekhjól.
Flutt í Sjálfs-
bjargar-
húsið
Þann 7. júlí urðu tímamót í
starfsemi Sjálfsbjargar því
þann dag fluttu fyrstu íbúarnir
inn í Vinnu- og dvalarheimili
samtakanna að Hátúni 12 í
Reykjavík. Rættist þá draum-
ur sem samtökin hafa átt sér frá
upphafi: að koma upp heimili
fyrir mikið fatlað fólk sem hef-
ur þurft að dvelja á hinum og
þessum stofnunum sem eru
ætlaðar fólki með allt aðrar
þarfir.
Framkvæmdum við fyrsta
áfanga er þó ekki lokið. Enn er
verið að steypa upp efstu hæðir
íbúðarálmunnar og kjallarinn
og fyrsta hæðin, þar sem félags-
aðstaðan, skrifstofan ofl. verð-
ur til húsa, er heldur ekki full-
frágengin. í árslok 1972 höfðu
verið lagðar tæplega 70 millj-
ónir króna í byggingu hússins.
Matsalurinn var hins vegar
fullgerður þegar fyrstu íbúarn-
ir fluttu inn og á meðfylgjandi
mynd má sjá nokkra þeirra
ásamt framámönnum Sjálfs-
bjargar í kaffisamsæti sem
haldið var í tilefni dagsins.
16 SJÁLFSBJÖRG