Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Qupperneq 17

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Qupperneq 17
1974 Æskulýðs- mót fatlaðra á Norður- löndum í júnímánuði var 17. æskulýðs- mót Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum haldið að Flúð- um í Hrunamannahreppi en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið hér á landi. Mót- ið sóttu 33 erlendir og 10 inn- lendir þátttakendur, þám. tvær færeyskar stúlkur sem Sjálfs- björg bauð sérstaklega en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Fær- eyingar taka þátt í þessum mót- um. Mótið stóð í rúma viku og var aðalumræðuefni þess menntun fatlaðra. Einnig voru fluttir ýmsir fyrirlestrar um land og þjóð og farið um Njálu- slóðir með leiðsögn Arna Böðvarssonar. Og að sjálf- sögðu gerðu ungmennin sér ýmislegt til skemmtunar, það voru haldnir tónleikar og veisl- ur og náttúran skoðuð, svo eitt- hvað sé nefnt. Félag stofnað í Neskaup- stað Austfirðir og Austurland hafa verið eins og hvítir blettir á landakorti Sjálfsbjargar. Þar hafa engin félög verið starf- andi. Þetta breyttist 28. nóv- ember þegar stofnað var félag í Neskaupstað. Hlaut það nafn- ið Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Austfjörðum. Á stofnfundi voru 23 félagar og nokkrir styrktarfélagar en formaður var kjörin Þóra Þórisdóttir. 1975 Félagsstarf- semin flutt í Hátún Á þessu ári var lokið við að inn- rétta þann hluta Sjálfsbjargar- hússins sem ætlaður er undir starfsemi landssambandsins og Sjálfsbjargar í Reykjavík. Voru skrifstofurnar teknar í notkun og fer nú öll starfsemi Reykjavíkurfélagsins fram í húsinu. Veggskreyting í Sjálfsbjargarhúsi. Menningarsjóður Sjálfsbjargar í Reykjavík var stofnaður árið 1971 og ákveðið að í hann skyldi renna hluti af tekjum hins árlega basars sem félagið heldur. 18. júlí afhenti sjóðurinn veggskreytingu sem komið hefur veriðfyrir í anddyri Sjálfsbjargarhússins. Er verkið eftir unga listakonu og nem- anda í Myndlista- og handíðaskóla íslands, Guðnýju Magnúsdóttur. Á myndinni sést formaður sjóðsstjórnar, Hinrika Kristjánsdóttir, afhenda Sjálfsbjörg skreytinguna. SJÁLFSBJÖRG 17

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.