Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 18
Norrænt þing á íslandi. 9. þing Bandalags fatlaöra á Norðurlöndum
var haldiö á íslandi og er þaö í fyrsta sinn sem þaö fer fram hér á landi.
Bandalagið hefur starfað í 30 ár en Sjálfsbjörg hefur átt aðild að því í
helming þess tíma. 92 fulltrúar sóttu þingið sem fram fór á Hótel Loftleið-
um en síðasta þingdaginn var farið í skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss
og Geysis.
1976
Ný endur-
hæflngeir-
stöð
á Akureyri
í sumar hófst undirbúningur að
því að koma upp nýrri endur-
hæfingarstöð á vegum Sjálfs-
bjargar á Akureyri. Raunar
hefur slík stöð verið rekin þar í
bæ síðan árið 1971 en þörfin er
fyrir löngu orðin miklu meiri
en stöðin getur annað.
Um miðjan ágúst var tekin
fyrsta skóflustungan að nýrri
endurhæfingarstöð. Fyrsti
áfangi hennar verður 1.500 fer-
metra bygging á einni hæð:
sundlaug, böð, sauna, aðstaða
til sjúkraþjálfunar, aðstaða
fyrir lækni ofl. Einnig verður
þar aðstaða til fyrirbyggjandi
meðferðar vegna atvinnusjúk-
dóma. Hafa verkalýðsfélögin á
Akureyri sýnt þeirri aðstöðu,
svo og allri byggingunni, mik-
inn áhuga.
í næsta áfanga er ætlunin að
byggja yfir Plastiðjuna en
brýnt er að stækka hana því eft-
irspurn eftir vinnu við hæfi fatl-
aðra er miklu meiri en hægt er
að anna.
Hjálpeir-
tækja-
bankinn
opnaður
í júlí tók-til starfa sameignar-
fyrirtæki Sjálfsbjargar og
Rauða kross Islands sem hlotið
hafði nafnið Hjálpartækja-
bankinn. Eins og nafnið gefur
til kynna annast bankinn út-
vegun hjálpartækja fyrir fatl-
aða, bæði til útleigu og sölu.
Undirbúningur að stofnun
Hjálpartækjabankans hófst að
frumkvæði Rauða krossins í
árslok 1973 en samstarfssamn-
ingur um reksturinn var undir-
ritaður um síðustu áramót.
Forstöðumaður var ráðinn
þann 1. mars í ár og tók Björg-
úlfur Andrésson við því starfi.
Er hann jafnframt eini starfs-
maður bankans.
Helsta verkefni Hjálpar-
tækjabankans er að taka að sér
þá þjónustu sem Sjálfsbjörg og
Rauði krossinn hafa hingað til
innt af höndum. Hefur hún far-
ið ört vaxandi í takt við stór-
aukið úrval hjálpartækja.
Hjálpartækjabankinn er til
húsa að Nóatúni 21 í Reykja-
vík.
1977
Kiwanis
gefur bíl til
flutninga
á fötluðum
Þann 26. febrúar barst Sjálfs-
björg einhver stærsta gjöf sem
samtökin hafa fengið þegar Ki-
wanishreyfingin á Islandi af-
henti samtökunum sérútbúna
bifreið til að flytja fólk í hjóla-
stólum. Það var Hörður Pét-
ursson, forseti Kiwanisklúbbs-
ins Kötlu, sem afhenti bílinn.
Bíllinn tekur fjóra hjóla-
stóla. Þeim er lyft upp í gólf-
hæð bílsins með lyftu og síðan
eru þeir festir meðan á akstri
stendur. Einnig er sæti fyrir
hjálparmann bílstjóra.
Rekstur bílsins hefur á virk-
um dögum verið í höndum
Vinnu- og dvalarheimilis
Sjálfsbjargar en á kvöldin og
um helgar hafa Kiwanismenn
ekið henni í sjálfboðavinnu.
Hefur bíllinn verið mikið not-
aður, jafnt af íbúum í Hátúni
18 SJÁLFSBJÖRG