Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 21

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 21
ræða dvöl fyrir þá sem eru al- varlega fatlaðir og eru daglangt einir heima eða búa einir, en þarfnast afþreyingar, félags- skapar og umönnunar. Hefur starfsemi af þessu tagi fyrir all- löngu unnið sér fastan sess á Norðurlöndunum. Steinunn Finnbogadóttir var ráðin til að veita dagvistinni forstöðu og vonaðist hún til að geta tekið við 20 manns í það húsnæði sem dagvistinni er ætl- að. Dagvistin verður opin frá kl. 9-17 virka daga en dvalar- tími hvers og eins er mjög breytilegur. Ferða- þjónusta fatlaðra hefst Þann 9. janúartóku Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg við rekstri Ferðaþjónustu fatlaðra sem hafði verið rekin um nokkurt skeið af Sjálfsbjörg og sjálf- boðaliðum úr Kiwanis-hreyf- ingunni. Var byrjað með eina bifreið, þá sem Kiwanismenn gáfu Sjálfsbjörg fyrir tveimur árum. Fljótlega keypti Reykja- víkurborg svo tvo bíla til við- bótar og eru þeir gerðir fyrir fjóra hjólastóla og fjóra far- þega í sætum. Ferðaþjónustan er ætluð fólki í hjólastólum og öðrum hreyfihömluðum sem ekki geta notað almenningsvagna. Flutningur fólks í og úr vinnu, til læknis og endurhæfingar gengur fyrir öðrum einkaerind- um. Þjónustan er til reiðu frá kl. 7.30-24 alla daga nema sunnudaga en þá hefst akstur kl. 10. Greiðsla fyrir ferð innan Reykjavíkur er sú sama og far- gjald með SVR. Nýtt félags- heimili á Siglufirði Þann 1. apríl tók Sjálfsbjörg á Siglufirði í notkun nýtt félags- heimili f húsi sem það hefur fest kaup á. Er það að Vetrar- braut 4, tvær hæðir og er sú neðri notuð fyrir félagsstarfið en á þeirri efri er ennþá íbúð. Félagsstarf Sjálfsbjargar hefur verið með miklum blóma frá því félagið var stofnað snemma sumars árið 1958, fyrst allra Sjálfsbjargarfélaga. Haldnir- hafa verið nær 100 fundir og staðið í margháttuð- um framkvæmdum. Þegar nýj a húsnæðið var tek- ið í notkun bárust félaginu margar kveðjur og heillaóskir, ma. þessi frá velunnara og gömlum félaga sem nú býr í Reykjavík: Samstyrkt átaka flyturfjöll, ogfinnur gæfu í starfi sínu. Vaki gleði og vinsemd öll og velgengni í húsi þínu. 1980 ALFA- nefndin stofnuð Á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna hefur verið ákveðið að helga árið 1981 fötluðu fólki undir kjörorðinu: Fullkomin þátttaka og jafnrétti. Til þess að undirbúa árið hér á landi var skipuð ALFA-nefnd en í henni áttu upphaflega sæti þau Árni Gunnarsson formaður, Ólöf Ríkarðsdóttir og Sigríður Ingi- marsdóttir. Framkvæmdastjóri Sundlaug í Sjálfsbjargarhúsinu. Á þessu ári skipulögðu Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Lionshreyfingin á íslandi landssöfnun til þess að hægt yrði að hraða framkvæmdum við byggingu sundlaugar í Sjálfsbjarg- arhúsinu. Árangur þessarar söfnunar var geysigóður eða yfir 50 milljónir króna en áætlaður kostnaður við gerð sundlaugarinnar er 120 milljónir króna. Eru framkvæmdir nú í fullum gangi eins og sjá má á myndinni. Margir hafa lagt hönd á plóg við að koma þessari sundlaug í gagnið en á engan er hallað þótt nafn Maríu Skagan sé nefnt því hún átti drjúgan þátt í fjársöfnuninni. SJÁLFSBJÖRG 21

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.