Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Qupperneq 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Qupperneq 22
nefndarinnar var ráðinn Pórð- ur Ingvi Guðmundsson. Fleiri komu við sögu nefndarinnar og ma. tók MargrétMargeirsdóttir við formennsku af Arna. Nefndin taldi það eitt af höf- uðverkefnum sínum að stuðla að endurbótum á þeirri löggjöf sem gildir um málefni fatlaðra og voru skipaðar tvær undir- nefndir, önnur til að endur- skoða og samræma þá laga- bálka sem gilda um málefni fatlaðra, hin til að endurskoða lög um félags- og heilbrigðis- mál er snerta sveitarfélög. Annað stefnumál nefndar- innar var að móta heildar- stefnu í málefnum fatlaðra til tíu ára. Fræðslu- og mennta- mál voru einnig á dagskrá nefndarinnar, bæði fræðsla um málefni fatlaðra og bætt menntunaraðstaða fatlaðra. Loks stóð nefndin að margvís- legum kynningaraðgerðum á ári fatlaðra. 1981 Ár fatlaðra Aukaþing og útifundur í tilefni af ári fatlaðra efndi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra til aukaþings um miðj- an júní. Þar var töluvert fjallað um samstarf Sjálfsbjargar og Alþýðusambands íslands en það var töluvert náið á árinu. Skipuð var samstarfsnefnd þessara samtaka og lagði hún fram kröfur um réttindi fatl- aðra þar sem ma. var fjallað um lífyerisréttindi fatlaðra og aðild þeirra sem vinna á vernd- Bygging verndaðs vinnu- staðar í Eyjum. Um miðjan júlí var tekin fyrsta skóflustungan að vernduðum vinnustað á horni Faxastígs og Hlíðarvegar í Vest- mannaeyjum. Þar er ætlunin að koma upp léttum iðnaði sem gæti skapað 15-20 ársverk fyrir fatlaða. Auk Sjálfsbjargar standa að þess- ari byggingu Félag þroskaheftra, SÍBS, Rauði krossinn, bæjarsjóð- ur, verkalýðsfélögin og Vinnuveit- endafélag Vestmannaeyja. Á myndinni sést elsti félagi Sjálfs- bjargar í Eyjum, Jón Karlsson, taka fyrstu skóflustunguna. uðum vinnustöðum að stéttar- félögum. í tengslum við aukaþingið var efnt til útifundar á Lækjar- torgi þann 13. júní. Þangað komu 3-4.000 manns og þótti fundurinn takast mjög vel. Fundarstjóri á fundinum var Theodór A. Jónsson formaður Sjálfsbjargar en ræðumenn af hálfu landssambandsins voru þau Sigursveinn D. Kristinsson varaformaður og Hulda Steins- dóttir frá Siglufirði. Auk þeirra hélt ræðu Björn Þórhallsson varaforseti ASÍ og kom fram í máli hans að Alþýðusamband- ið hefði ákveðið að taka upp í kröfugerð sína í komandi kjarasamningum sérstakar kröfur um úrbætur í málefnum fatlaðra. Lokaorð Björns voru á þennan veg: „En það sem mestu varðar er að ekki verði látið sitja við þá umræðu og ráða- gerðir sem uppi eru hafðar á ári fatlaðra. Fleldur verði hafist handa um fram- kvæmdir og þeim haldið áfram, meðan nokkuð er ógert til gagns í þessum málum. Og það mun vara lengi, því að við skulum vera þess minnug, að góðir hlutir gerast oft hægt. Verkalýðshreyfingin óskar fötluðum velfarnaðar í rétt- indabaráttunni og mun styðja þá með ráðum og dáð.“ Útifundinum bárust fjöl- margar kveðjur, þám. þessi frá forseta Islands, Vigdísi Finn- bogadóttur: „Ég sendi útifundi Sjálfs- bjargar á Lækjartorgi ein- lægar kveðjur, með ósk um ríkan árangur. Megi þetta ár, sem ætlað er að vekja at- hygli á sjálfsögðum rétt- indamálum fatlaðra, verða til farsældar um alla fram- tíð. Heilshugar mun ég ávallt standa með ykkur." Styrktar- sjóður Sjálfs- bjargar stofhaður í landssöfnun sem gerð var fyr- ir forgöngu Hjálparstofnunar kirkjunnar og Lionshreyfing- arinnar söfnuðust 650.000 krónur sem verða stofnfé 22 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.