Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Qupperneq 23
Styrktarsjóðs Sjálfsbjargar
sem stofnaður var í sumar.
Hlutverk sjóðsins er að
styrkja og aðstoða fatlaða, ein-
staklinga eða hópa, hvar sem
er á landinu, til þess að létta
þeim leiðina til sjálfshjálpar.
Einnig er heimilt að veita ófötl-
uðum styrki úr sjóðnum í þeim
tilgangi að gera þá hæfari til að
leiðbeina og aðstoða fatlaða til
betra og sjálfstæðara lífs.
Nýbygging
á Akureyri
tekiní
notkun
Þann 1. mars var tekinn í notk-
un fyrsti hluti nýbyggingar sem
Sjálfsbjörg á Akureyri hefur
unnið að undanfarin fimm ár.
Þá flutti Plastiðjan Bjarg inn í
kjallara hússins með starfsemi
sína en þar vinna að jafnaði 18-
20 manns. Einnig var skrifstofa
félagsins og aðstaða byggingar-
stjóra flutt í kjallarann.
Meginhlutverk hins nýja
húss verður hins vegar að bæta
aðstöðu fyrir endurhæfingu. í
október flutti endurhæfingar-
stöðin í hluta þess húsnæðis
sem henni er ætlað í framtíð-
inni. Er hún til húsa í sal sem
einungis er ætlaður til sjúkra-
þjálfunar. Verður bráðlega
hafist handa við það sem eftir
er en í þeim hluta hússins er
gert ráð fyrir íþróttasal og
sundlaug.
Nýtt félag
á Blönduósi
Sjálfsbjargarfélögin eru nú orðin
fjórtán því 2. aprfl í ár var stofnað
félag á Blönduósi. Nefnist það
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Fyrsti for-
maður hins nýja félags var kjör-
inn Guðmundur Klemenzson.
1982
Dagvist
fatlaðra
flyturí nýtt
húsnæði
I aprílbyrjun flutti Dagvist
Sjálfsbjargar í nýtt húsnæði í
Sjálfsbjargarhúsinu en frá því
dagvistin var stofnuð fyrir
þremur árum hefur hún verið
þar í bráðabirgðahúsnæði.
Nýja húsnæðið er bjart og rúm-
gott. Sérinngangur með að-
gangi fyrir hjólastóla er inn í
það og vinnu- og hvíldarað-
staða er mjög góð að sögn
Steinunnar Finnbogadóttur
forstöðumanns. Dagvistin er
nú fullsetin en hún rúmar 30
manns.
Ríkis-
stjómin
gefur út yfir-
lýsingu um
málefni
fatlaðra
Nú er að koma í ljós árangur af
samstarfi Sjálfsbjargar og Al-
þýðusambands íslands. í
kjarasamningum sem gerðir
voru í vor lagði ASÍ áherslu á
að knýja fram yfirlýsingar
stjórnvalda um úrbætur í mál-
efnum fatlaðra. Þann 30. júní
gaf ríkisstjórnin svo út yfirlýs-
ingu þar sem því er ma. heitið
að á næsta þingi verði lögð
fram frumvörp að lögum um
málefni fatlaðra og málefni
aldraðra. Ætlar ríkisstjórnin
að beita sér fyrir því að þau
verði að lögum á því þingi.
Auk þess ætlar ríkisstjórnin
að hraða samningu reglugerðar
um verndaða vinnustaði. Hún
lýsir sig sammála því að starfs-
fólk slíkra vinnustaða „eigi að
njóta þess ótvíræða lagaréttar
sem er aðild að verkalýðsfélög-
um með fullum félagsskyldum
og félagsréttindum, svo sem
orlofi, atvinnuleysisbótum, líf-
eyrissjóðum, sjúkrasjóðum,
orlofsheimilum og öðrum
stofnunum verkalýðshreyfing-
arinnar."
Þá ætlar stjórnin að hækka
bensínstyrk sem öryrkjar njóta
vegna reksturs bifreiðar, svo
og að rýmka reglur um fjölda
þeirra sem njóta slíks styrkjar.
Þetta ákvæði var staðið við
strax um haustið. Sama er að
segja um það fyrirheit að stofn-
uð verði samstarfsnefnd ASÍ,
hagsmunasamtaka fatlaðra og
ríkisvaldsins.
1983
Ný lög um
málefni
fatlaðra
I marsmánuði samþykkti Al-
þingi ný lög um málefni fatl-
aðra en þau ganga í gildi 1.
janúar 1984. Með þessum lög-
um er búið að setja eina heild-
arlöggjöf um málefni fatlaðra,
burtséð frá því af hverju fötlun
þeirra stafar.
Samkvæmt lögunum heyra
málefni fatlaðra undir þrjú
ráðuneyti: félagsmála-,
SJÁLFSBJÖRG 23