Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 24
menntamála- og heilbrigðis-
ráðuneyti en það fyrstnefnda
annast yfirstjórn á málefnum
fatlaðra. Til þess verður skipuð
sérstök stjórnarnefnd sem á að
gæta þess að ráðstafanir opin-
berra aðila varðandi fatlaða
verði samræmdar auk þess sem
hún úrskurðar um ágreinings-
atriði sem upp kunna að koma
um framkvæmd laganna. Und-
ir stjórnarnefnd starfa svo
svæðisstjórnir í kjördæmunum
átta. Er ætlunin með þessari
skipan að stuðla að því að
þjónusta við fatlaða verði auk-
in úti um landið svo þeir þurfi
ekki að yfirgefa heimabyggð
sína til að njóta hennar.
Ýmis önnur nýmæli eru í lög-
unum en þau helstu varða
stofnun Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríkisins og Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra sem á að
fjármagna byggingar hinna
ýmsu stofnana fyrir fatlaða.
SEunráðs-
nefnd um
málefni
fatlaðra
Nýju lögin um málefni fatlaðra
og reglugerðin um verndaða
vinnustaði var send til umsagn-
ar samráðsnefndar um málefni
fatlaðra sem einnig er afkvæmi
yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar
frá því í fyrrasumar.
Nefndin tók til starfa í sept-
ember í fyrra og hefur hún
haldið 16 fundi. Auk ofan-
nefndra atriða hefur hún fjall-
að um samræmingu í byggingu
skólahúsnæðis, endurhæfingu,
starfsmenntun og breytingu á
lögum um almannatryggingar.
Hefur það sýnt sig að full þörf
er á því að svona nefnd sé starf-
andi og bíða fjölmörg hags-
munamál fatlaðra úrlausnar.
í nefndinni eiga sæti fulltrúar
frá Alþýðusambandi íslands,
Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, Öryrkjabandalaginu,
Sjálfsbjargar og Þroskahjálp-
ar, auk formannsins sem er
Margrét Margeirsdóttir, deild-
arstjóri í félagsmálaráðuneyt-
inu.
Reglugerð
um
vemdaða
vinnustaði
í samræmi við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar frá 30. júní 1982
setti Svavar Gestsson félags-
málaráðherra reglugerð um
verndaða vinnustaði og tekur
hún gildi um næstu áramót um
leið og lög um málefni fatlaðra.
Hús keypt
á Akranesi
Sjálfsbjargarfélagið á Akra-
nesi festi kaup á húseign á
árinu. Er þar um að ræða 30
fermetra pláss í húsinu Suður-
götu 36. Er ekki að efa að þetta
húsnæði mun nýtast félaginu
vel til félagsstarfa í framtíð-
inni.
1984
25ára
afmæli
Sjálfs-
bjargar
Á ársþingi Sjálfsbjargar sem
haldið var dagana 8.-10. júní
var þess minnst að 25 ár eru lið-
in frá stofnun landssambands-
ins. Var þingsetningin venju
fremur hátíðleg og í tilefni af
afmælinu bauð forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, þing-
fulltrúum til Bessastaða.
í ársritinu er viðtal við for-
mann landssambandsins,
Theodór A. Jónsson. Þar nefn-
ir hann nokkur dæmi um það
sem hefur breyst á þessum ald-
arfjórðungi.
„Þá var sú skoðun ríkjandi
að maður í hjólastól væri
einskis nýtur, og það vakti
athygli, ef þeir sáust á göt-
um úti. Þá var ekki um auð-
ugan garð að gresja, þegar
litið var til vistunar fatlaðra
á stofnunum. Elliheimilin
voru eini möguleikinn og
þangað voru þeir settir.
Sjálfur var ég vistaður á elli-
heimili í tvö ár þangað til ég
neitaði að vera þar lengur
og fór...
Þá sóttu fatlaðir afar sjald-
an almennar skemmtanir
og oft var þeirra fyrsta skref
út úr einangruninni að
mæta á fundi eða skemmt-
anir hjá Sjálfsbjörg. Nú er
þetta, sem betur fer, mikið
breytt. Fatlaðir vekja ekki
lengur athygli á götum úti
og þeir sækja talsvert
skemmtanir og fundi eins
og aðrir.“
Hjóiastóla-
rall
I marsbyrjun tók Sjálfsbjörg
upp á þeirri nýbreytni til þess
að vekja athygli á aðstæðum
hjólastólafólks í samfélaginu
að efna til hjólastólaralls í
Laugardalshöllinni. Var rallið
liður í hátíðarhöldum í tilefni
af aldarfjórðungsafmæli Sjálfs-
bjargar. Tókst það hið besta og
höfðu fjölmargir áhorfendur
24 SJÁLFSBJÖRG