Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Side 26

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Side 26
Nýtt félag á Höfn í Homafirði 8. desember var stofnað nýtt Sjálfsbjargarfélag á Höfn í Hornafirði og er starfssvæði þess Austur-Skaftafellssýsla. Formaður hins nýja félags var kjörin Guðlaug Hestnes. Sjálfsbjargarfélögin eru þá orðin fimmtán talsins. 1985 Húsnæðis- mál fatlaðra Viðhorf í húsnæðismálum fatl- aðra hafa tekið örum breyting- um og til þess að henda reiður á þeim skipaði Sjálfsbjörg starfs- hóp. Skilaði hann tillögum sín- um til 23. þings samtakanna sem haldið var í júní. Af helstu niðurstöðum hópsins má nefna þessar: „Við viljum, að allir, jafnt fatlaðir sem ófatlaðir geti sjálfir ráðið því hvar og í hvers konar húsnæði þeir búa. Húsnæði þarf að vera þannig úr garði gert, að fólk geti búið í því frá vöggu til grafar, þó svo að það fatlist einhvern tíma á lífsleiðinni. Skipulag sem tekur tillit til fatlaðra, er skipulag, sem nýtist öllum. Gleymska og trassaskapur í skipulags- málum er misrétti gagnvart öllum þegnum þjóðfélags- ins. Gott skipulag getur hins vegar dregið verulega úr áhrifum fötlunar. Kjarni stefnu Sjálfsbjargar í þessum málaflokki felst í hugtakinu blöndun. Með því er átt við, að fatlaðir eigi heima innan um ófatl- aða. Til þess að þetta megi takast, verður að uppfylla ákveðnar kröfur: * Húsnæði verður að vera aðgengilegt * Skipuiag þarf að vera í lagi * Grundvallarþjónusta þarf að vera fyrir hendi * Einstaklingurinn þarf að geta ráðið sér sjálfur Lykilhugtökin í þessari stefnu eru: * Gott skipulag * Sjálfsákvörðunarréttur * Blöndun 986 Atvínnumál fatlaðra í brennidepli Töluverðar umræður hafa orð- ið um atvinnumál fatlaðra í kjölfar ráðstefnu sem haldin var um þau á vegum samráðs- nefndar um málefni fatlaðra í fyrra. Nefndin hefur gefið út bækling sem ber heitið Út að vinna - leiðbeiningar fyrir fatl- aða sem œtla út að vinna og eru í honum ýmsar gagnlegar ábendingar fyrir' þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. í ársritinu birtist viðtal við Ástu B. Schram hjá Ráðning- arstofu Reykjavíkurborgar. Segir hún frá starfsemi öryrkja- deildar Ráðningarstofunnar sem hefur unnið drjúgt starf að því að auka atvinnumöguleika fatlaðra, ma. með því að eyða fordómum og vanþekkingu sem víða ríkir úti í atvinnulíf- inu. í viðtalinu kom fram að möguleikar fatlaðra hefðu auk- ist talsvert en þó væri alltaf nokkur hópur sem eygði enga vona aðra en verndaða vinnu- staði, af þeim væri hins vegar allt of lítið í Reykjavík. Hjólastólarall. Sjálfsbjörg efndl f haust öðru sinnl til hjólastólaralls í Laugardalshöll í þeim tilgangi að vekja athygli á erfiðleikum fólks í hjóla- stólum í samfélaginu. Að þessu sinni kepptu arkitektar, sveitarstjórnar- menn og skemmtikraftar við notendur hjólastóla. Að sjálfsögðu sagði reynslan til sín því í tveim efstu sætum urðu fatlaðir, þá kom arkitekt, svo tveir þjóðkunnir dægurlagasöngvarar og bæjarstjóri í sjötta sæti. Inn á milli voru skemmtiatriði og vakti þessi uppákoma mikinn fögnuð áhorf- enda sem voru á annað þúsund. 26 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.