Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Síða 28
Stóð sýningin í þrjá daga og
sótti hana fjöldi fólks. Var
þetta í annað sinn sem slík sýn-
ing var haldin en sú fyrsta var
haldin árið 1985. Er ætlunin að
sýningar sem þessar verði fast-
ur liður í framtíðinni.
Tölvumið-
stöð
fatlaðra
Um áramótin tók til starfa
Tölvumiðstöð fatlaðra en hún
hefur aðsetur í Sjálfsbjargar-
húsinu. Hugmyndin að þessari
miðstöð kviknaði í umræðum
svonefnds SAFÍR-hóps en
Sjálfsbjörg á aðild að henni.
Tilgangur miðstöðvarinnar er
að safna upplýsingum um vél-
búnað og hugbúnað sem nýtist
fötluðu fólki til atvinnu, náms
og tómstundastarfs, þróa slík-
an búnað og laga hann að ís-
lenskum aðstæðum og koma
honum út til þeirra sem þurfa á
honum að halda. Loks er það
verkefni miðstöðvarinnar að
halda saman upplýsingum um
ráðstefnur og námskeið á sviði
tölvunotkunar fatlaðra.
Ekki þarf að tíunda það
hversu mikla möguleika tölvu-
byltingin getur fært fötluðum á
fjölmörgum sviðum. Húnfæðir
af sér ný tæki sem eykur færni
þeirra og möguleika á að tjá
sig, hreyfa sig og stunda vinnu.
Þess vegna er nauðsynlegt að
fatlaðir og samtök þeirra fylgist
vel með því sem gerist á þessu
sviði og miðli upplýsingum til
þeirra sem geta hagnýtt sér nýj-
ungarnar. Til þess er Tölvu-
miðstöðin. Forstöðumaður
hennar var ráðinn Sigurjón
Einarsson.
1988
Ný vinnu-
stofa í
Reykjavík
í haust tók til starfa vinnustofa
fyrir fatlaða á vegum Sjálfs-
bjargar í Reykjavík. Er hún til
húsa að Dvergshöfða 27 en for-
stöðumaður hennar er Magnús
Halldórsson.
Keypt var vélasamstæða frá
Ítalíu sem framleiðir plastöskj-
ur, td. utan um smjör, og
bakka undir egg, hamborgara
ofl. Einnig er búið að festa
kaup á vélum fyrir svonefndar
skinn- og blisterpakkningar
fyrir skrúfur og ýmsa smáhluti.
Þegar líður á haustið er búist
við að 10 manns verði komnir í
hálfsdags starf í vinnustofunni
en í framtíðinni á hún að veita
40-50 manns vinnu hálfan dag-
inn.
Samstarl
um félags-
legar hús-
byggingctr
Sjálfsbjörg hefur tekið þátt í
samstarfi átta félagasamtaka
um húsnæðismál. Húsnæðis-
nópurinn hélt ráðstefnu haust-
ið 1987 undir heitinu Þak yfir
höfuðið og voru helstu niður-
stöður hennar gefnar út í sam-
nefndum bæklingi.
Samtökin sem að þessu sam-
starfi hafa staðið eru auk
Sjálfsbjargar: Öryrkjabanda-
lag íslands, Landssamtökin
Proskahjálp, Samtök aldraðra,
Stúdentaráð Háskóla Islands,
Bandalag íslenskra sérskóla-
nema, Leigjendasamtökin og
Búseti - landssamband hús-
næðissamvinnufélaga. Alls
hafa þessi samtök 30-40.000 fé-
lagsmenn.
Umræðuefni hópsins og ráð-
stefnunnar voru félagslegar
íbúðabyggingar en segja má að
kveikjan að stofnun hópsins
hafi verið setning laga um hús-
næðismál í kjölfar kjarasamn-
inga árið 1986. í þeim samning-
um var fyrst og fremst tekið á
almenna húsnæðislánakerfinu
en félagslega íbúðakerfið varð
útundan. Var það tilgangur
samstarfsins að reka á eftir því
að félagslegar íbúðabyggingar
yrðu efldar og um þær sett
haldgóð löggjöf. Samdi hópur-
Vélar prófaðar. Magnús Halldórsson framkvæmdastjóri og Einar Ein-
arsson verkstjóri á vinnustofu Sjálfsbjargar við Dverghöfða 27 í Reykja-
vík.
28 SJÁLFSBJÖRG