Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 35

Sjálfsbjörg - 01.07.1989, Page 35
Reykjavík og nágrenni, 27. júní 1958, þá aðeins 18 ára að aldri. Hann var ritari Sjálfs- bjargar í Reykjavík fyrstu tvö árin. Árið 1959 þegar Sjálfs- bjargarfélögin stofnuðu með sér landssamband var hann kjörinn varaformaður þess. Árið eftir varð hann formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Þegar Theodór tók við formennsku hjá landssam- bandinu voru Sjálfsbjargarfé- lögin sem mynduðu það átta að tölu, 28 árum síðar árið 1988 þegar hann lét af formennsku voru Sjálfsbjargarfélögin orðin fimmtán. Undir forystu hans hefur Sjálfsbjargarhreyfingin stöðugt sótt fram og hvergi hvikað í baráttunni fyrir samfé- lagi öllum til handa. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum var stofnað 1961 og var Theodór frá upphafi í stjórn þess fyrir íslands hönd. Árin 1968 til 1972 var hann formað- ur Bandalags fatlaðra á Norð- urlöndum. Theodór var í stjórn Hjálpartækjabanka Sjálfsbjargar og Rauða kross íslands frá stofnun hans til 1980 og varamaður í stjórn Öryrkja- bandalags íslands frá 1988. Hann var í framkvæmdanefnd Alþjóðaárs fatlaðra, varamað- ur í tryggingaráði Trygginga- stofnunar ríkisins fyrir Fram- sóknarflokkinn frá 1974 til dánardags og sinnti ýmsum fé- lagsmálastörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn í sínu sveitar- félagi á Seltjarnarnesi þegar hann bjó þar. Á sínum yngri árum var Theodór virkur í starfi Félags ungra framsókn- armanna. Auk þess að vera mikilvirkur félagsmálamaður var Theodór stórbrotinn persónuleiki. Hann var sannur vinur vina sinna og það var hans líf og yndi að vera í góðra vina hópi. Theodór hafði unun af ferða- lögum og hafði komið víða. Þótt hann þyrfti mikla aðstoð á þeim lét hann það ekkert á sig fá og vinir hans, einkum Tómas Sigurðsson, voru óþreytandi við að aðstoða hann á ferðalög- um hans. Það var oft glatt á hjalla í þessum ferðum og margar góðar minningar streyma fram í hugann þegar mér verður hugsað til þeirra. Theodór var ræðumaður góður og á viðeigandi stundum hélt hann stórskemmtilegar tæki- færisræður auk þess sem hann hélt gjarnan fjörinu gangandi þegar Sjálfsbjargarfélagar hitt- ust. Þegar Theodór lét af for- mennsku hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, á síð- astliðnu ári varð hann auk ann- arra starfa sinna framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar. Theodór var kjölfestan í starfi Sjálfs- bjargar og honum verður best lýst með því að segja að hann hafi verið talandi tölvubanki um málefni fatlaðra og Sjálfs- bjargar. Missir okkar Sjálfs- bjargarfélaga er því mikill og skarð Theodórs verður vand- fyllt. Með samstilltum frum- herjum Sjálfsbjargar vann Theodór stórvirki í því að breyta viðhorfum og aðstæðum í íslensku þjóðfélagi til hags- bóta fyrir fatlaða. Það væri ekki í anda Theodórs að leggja árar í bát þó móti blási, hann á það inni hjá okkur öllum að blásið sé í herlúðrana og ný sókn verði hafin fyrir betri framtíð, fyrir samfélagi fyrir alla. Ég votta Ragnari bróður Theodórs, aðstandendum, ætt- ingjum, vinum og Sjálfsbjarg- arfélögum öllum dýpstu samúð vegna fráfalls hans. Jóhann Pétur Sveinsson formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra Sjálfsbjörg 1989 Útgefandi: Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólöf Ríkarðsdóttir. Samantekt á sögulegum annál: Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Ýmsir. Útlit og umsjón: Þröstur Haraldsson. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Forsíðumyndina tók Jóhannes Long af Sjálfs- bjargarhúsinu á afmælis- degi samtakanna, 4. júní. SJÁLFSBJÖRG 35

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.