Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Qupperneq 7
Þingfulltrúar Sjálfsbjargar á Sauðárkróki ásamt meðstjórnanda í framkvæmdastjórn, f.v. Hallgrímur
Eymundsson, Anna Þórðardóttir og Baldur Bragason.
3. Starfshópur um fjárhagsmál og fjár-
hagsáætlun.
4. Starfshópur um ályktanir þingsins.
Húsnæðisvandi
TVyggingastofnunar
leystur
Starfshópur um lífeyris- og trygg-
ingamál beindi því meðal annars til
framkvæmdastjórnar að hún leitaði til
ASÍ, BSRB og BHMR um að skipuð
yrði samráðsnefnd þessara aðila til að
koma fram stefnu þessa þings gagnvart
ríkisvaldinu varðandi málefni öryrkja.
Einnig lagði nefndin til að þingið skor-
aði á Alþingi og ríkisstjóm að ráða þeg-
ar bót á húsnæðisvanda Tryggingastofn-
unar ríkisins.
Starfsemi Tryggingastofnunar ríkis-
ins fer í dag fram á fjórum stöðum í
Reykjavík og Kópavogi. Aðgengi fatl-
aðra er mjög takmarkað að flestum
þessara staða og bílastæðamál eru al-
gjörlega ófullnægjandi. Það hlýtur að
torvelda alla starfsemi Tryggingastofn-
unar ríkisins og gera hana bæði ómark-
vissari og kostnaðarsamari, að hún skuli
ekki öll vera undir sama þaki. Auk þess
er til vansa að viðskiptamenn skuli ekki
geta rekið öll sín erindi á sama stað, í
stað þess að þurfa jafnvel að fara á fjóra
mismunandi staði, segir í ályktun hóps-
ins.
Einnig lagði hópurinn fram ítarlegt
álit varðandi örorkubætur, sem lagt var
til að kölluðust lífeyrislaun, um aðskiln-
að elli- og örorkulífeyris, vasapeninga
og margt fleira sem tíundað er í þingtíð-
indum 28. þings. Hafi fólk áhuga á að
nálgast þau, má hafa samband við skrif-
stofu Sjálfsbjargar, lsf.
Bætt aðgengi
Starfshópur um tveggja ára fram-
kvæmdaáætlun á grundvelli stefnu
Sjálfsbjargar lagði til að þrýstingi yrði
beitt gagnvart stjórnvöldum og hlutað-
eigandi um að aðgengismál í skólum, á
vinnustöðum og heimilum verði bætt,
auk þess sem stefnt verði að því að op-
inberar byggingar verði allar aðgengi-
legar fyrir árið 2000. Einnig taldi hóp-
urinn mikilvægt að styrkja foreldra fatl-
aðra barna, kynna þeim rétt sinn, skapa
foreldrum af landsbyggðinni aðstöðu til
að koma með börn sín til greiningar,
sjúkraþjálfunar, í sértækt nám o.fl.
Áhrif fötlunar
Starfshópur um ályktanir þingsins
taldi m.a. að í framhaldi af hugmynda-
samkeppni skólabarna í grunnskólum
þyrfti að vinna áfram að námsefni fyrir
grunnskóla um fötlun og áhrif hennar á
líf einstaklinga og fjölskyldna í sam-
vinnu við kennara og fræðsluyfirvöld.
Einnig bæri að stefna að því að fá
fram hugmyndir fatlaðra um hvernig
þeir sjái lífi sínu best borgið. Fá fram
einstaklingsskoðanir sem síðar verði
flokkaðar í forgangsröð og athuga hvað
unnt sé að gera til að fá nýlega fatlað
fólk til starfa í féiaginu. Hvemig unnt er
að mæta þörfum fólks sem hiýtur varan-
lega fötlun með tímabundinni áfalla-
hjálp strax í upphafi. Jafnframt hvemig
unnt er að bæta úr skorti á stuðningi við
fólk að lokinni sjúkrahúsvist og endur-
hæfingu þegar það fer að takast á við
lífið á nýjan leik. Finna leiðir til að
veita nýlega fötluðum persónulega
handleiðslu og félagslega hvatningu.
Skipting ágóða
Starfshópur um fjárhagsmál og fjár-
hagsáætlun var með í fórum sínum ný-
stárlegar og all róttækar tillögur um á-
góðaskiptingu fjáraflana milli lands-
sambandsins og félaganna, sem sam-
þykkt var að vísa til ákvörðunar næsta
sambandsstjómarfundar í október 1996
ásamt fjárhagsáætlun fyrir árin 1997 -
1998.
28. þingi Sjálfsbjargar, landssam-
bands fatlaðra, var svo slitið um kl.
18:30 sunnudaginn 9. júní og eins og
ætíð í fundarlok, sungu fulltrúar háum
rómi:
Við hér enda verðum grín,
vegir skilja að sinni.
Haltu á vinur heim til þín,
hjartans kveðju minni.
SJÁLFSBJÖRG Q