Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Page 9

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Page 9
tryggja fötluðum áhrif á samfé- lagsþróunina og öðlast fullt jafn- rétti. Ungliðahreyfing Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum telur það mikilvægt að stjómvöld gefi meiri gaum að Viðmiðunarregl- um Sameinuðu þjóðanna, og að öllum borgurum Norðurland- anna, ekki síst fötluðum ung- mennum, verði kynntar þessar reglur og að ráðist verði í það af fullum krafti að koma hugmynd- um og markmiðum þeirra í fram- kvæmd. Verði þessar reglur virtar mun það hafa í för með sér breyt- ingar alls staðar í þjóðfélaginu. Þær snúast um lýðræði; réttinn til upplýsinga, til að geta ferðast með almenningsfarartækjum, að geta komist leiðar sinnar um stræti og torg; um réttinn til að eiga kost á námi við hæfi hvers og eins, og að geta fengið at- vinnu. „Við verðum að stöðva þá mismunun sem fatlaðir verða fyrir daglega og stefna að réttlát- um áhrifum þeirra á þróun mála og fullu jafnrétti,“ segir í lokaá- lyktun þingsins. Myndirnar á þessum síðum eru frá uppákomu ungliðahreyfinga Bandalags fatlaðra á Noröurlöndum í Kringlunni í lok ágúst í sumar. SJÁLFSBJÖRG Q

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.