Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 20

Sjálfsbjörg - 01.07.1996, Blaðsíða 20
„Nálgast jóla lífsglöð læti” Sjáljsbjörg gefur útgeisladisk með jólalögum s Inóvember kom út geisladiskur sem seldur er til styrktar Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra. Um er að ræða endurútgáfu á plötu sem kom út árið 1981 með jólalögum eftir Jóhann Helgason sem hann gaf Sjálfsbjörg. A geisladisknum er að finna 11 lög eftir Jóhann í þjóðlegum stíl, við ljóð og texta eftir Steingrím Thorsteinsson, Hinrik Bjamason, Jóhannes úr Kötlum, Þorstein Erlingsson, Valdimar Hólm Hallstað, Matthías Jochumsson og marga fleiri. Fjöldi landsþekktra listamanna kemur við sögu, svo sem Róbert Am- finnsson, Signý Sæmundsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, kór Langholtskirkju, Haraldur Sigurðsson (Halli), Gísli Helgason, svo nokkrir séu nefndir. Lögin höfða jafnt til bama sem fullorð- inna og em í léttklassískum útsetning- um Sigurðar Rúnars Jónssonar, öðru nafni Didda fiðlu. Með diskinum fylgir bæklingur með textum laganna og hverjum texta fylgir útskýring á ensku, þýsku og dönsku, þannig að hér er einnig um að ræða tilvalda jólagjöf til ættingja og vina í útlöndum. Diskurinn er til sölu í hljómplötuverslunum og kostar 1.799 kr. Sjálfsbjargarfélagar og Hollvinir Sjálfsbjargar fá 25% afslátt hjá Sjálfs- björg, landssambandi fatlaðra í Hátúni 12, sími 552 91 33, og kostar diskurinn þá 1.350 kr. auk sendingarkostnaðar. Sjálfsbjörg hvetur alla velunnara samtakanna til að eignast þennan bráð- skemmtilega geisladisk með fallegum lögum Jóhannss Helgasonar og styðja um leið samtökin til dáða. Rausnarleg erfðagjöf Fyrir tæpum tuttugu árum ákváðu Sigríður Sveinsdóttir ekkja og fóst- ursonur hennar, Lárus Þ. Agústsson, til heimils að Nönnugötu lb í Reykjavík, að nefna Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra í erfðaskrá sinni. Tilkynnt var um þessa erfða- skrá síðla sumars 1996 eftir andlát Lárusar fyrr á þessu ári. Gjöfin frá þeim mæðginum var sérlega rausn- arleg eða um tvær milljónir króna. Það er mikils virði að finna þann velvilja og hlýhug sem býr að baki svona stórri gjöf og óskandi að við höfum gæfu til endurgjalda hana í góðum verkum í minningu þessa sómafólks. Sjálfsbjörg kann þeim bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf og minning þeirra verður í heiðri höfð hjá samtökunum. @ SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.