Fréttablaðið - 01.02.2022, Side 1
2 1 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 1 . F E B R Ú A R 2 0 2 2
Tími og lýsing í
Ein komst undan
Hipparnir rugga
Spotify-bátnum
Menning ➤ 13 Lífið ➤ 20
Fullvaxinn fjórhjóladrifinn rafmagnsbíll
Settu saman þinn ID.4 GTX á www.hekla.is/gtx
Komdu og
prófaðu!
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170
Verð frá 7.150.000 kr.
„Þau eru orðin sjóaðri í þessu,“ sagði Anna Bryndís Blöndal lyfjafræðingur um bólusetningar á börnum sem fram fóru í gær og munu halda áfram í vikunni. Hún segir að gærdagurinn hafi verið sá auð-
veldasti hingað til, en talsvert færri börn mættu en fyrri daga, meðal annars vegna veðurs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Margir greindust á Litla-
Hrauni í síðustu viku með
Covid-19. Umboðsmaður
Alþingis kannaði aðstæður í
fangelsinu í gær. Hann segir
aðgengi fanga að skimun
mikilvægt svo að einangrun
lengist ekki óþarflega.
lovisa@frettabladid.is
FAN G E L S I S M ÁL Umboðsmaður
Alþingis kom athugasemdum sínum
varðandi einangrun og sóttkví fanga
á Litla-Hrauni munnlega til fang-
elsismálayfirvalda eftir heimsókn
embættisins í fangelsið í gær.
„Við væntanlega lokum málinu
með bréfi en helstu athugasemdum
hefur verið komið á framfæri við
fangelsismálastjóra og forstöðu-
mann fangelsisins og það er góður
vilji til samvinnu af þeirra hálfu,“
segir Skúli Magnússon, umboðs-
maður Alþingis.
Tilefni heimsóknarinnar var
meðal annars fréttir um heimsókna-
bann og takmarkanir í fangelsinu
eftir kórónaveirusmit meðal fanga í
síðustu viku. Rætt var við forstöðu-
mann fangelsisins, annað starfsfólk
og svo við fanga, bæði í sóttkví og
einangrun.
„Það er búið að haga málum þann-
ig að fangar geta verið eins mikið og
hægt er frjálsir ferða sinna og þann-
ig búið að skipta fangelsinu upp að
menn eru annað hvort í einangrun
saman eða í sóttkví saman,“ segir
Skúli. Allt fangelsið var í annað hvort
sóttkví eða einangrun.
Í fáum tilfellum var þetta ekki
hægt. Því hafa nokkrir fangar verið
inni í klefa og ekki getað farið fram
eða notað sameiginlega aðstöðu í
einangruninni.
Skúli segir helst kvartað um töf á
prófum til að staðfesta smit eða losa
fanga úr sóttkví. Því hafi upphafs-
degi smits seinkað eða sóttkví verið
lengri en nauðsynlegt var.
„Einangrun og sóttkví kemur
öðruvísi niður á mönnum sem eru
frelsissviptir en þeim sem eru frjálsir
ferða sinna,“ segir Skúli. Því hafi
verið skoðað hvort sóttkví og ein-
angrun væri sem minnst íþyngjandi.
„Að mínu mati var þetta mjög
brýnt og það verður að hafa það í
huga með þessa menn að þeir eru í
talsvert annarri stöðu en almennir
borgarar sem geta sjálfir leitað eftir
þessum prófum eða haft frumkvæði
að því,“ segir Skúli. Áríðandi sé að
fangelsismálayfirvöld sjái til þess að
það sé gert eins skjótt og hægt er. n
Umboðsmaður Alþingis heimsótti Litla-Hraun
Skúli Magnússon,
umboðsmaður
Alþingis